Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
skemmdum af skriðum, aðallega 1918 og 1926, en það
liefir bætzt upp með þúfnasléttum og skriðurnar hafa smá-
sokkið, svo að nú gætir þeirra lítið. Fullur helmingur túns-
ins er nú véltækur. Taðan þarf lítinn þurrk og er góð til
mjólkur. Vallendismóar liggja að túninu framanverðu,
sem auðveldir eru til túnræktar og mætti auka túnið í þá
átt um þriðjung eða meira og er þar engin hætta af áruna.
Niður frá túninu, milli árinnar og lilíðarinnar, er fallegt
engi, að nokkru véltækt, sem gefur af sér 150—200 liest-
burði af töðugæfu iieyi. Aðrar útengjar eru miklar í báð-
um dölum. A síðari árum bafa þær lítt eða ekki verið not-
aðar, enda er nokkuð langt á þær og fremur torsótt nú
orðið, af því að engjavegir hafa spillzt, sérstaklega á
Þverdal. Arið 1918, sumarið eftir frostaveturinn mikla,
voru lieyjaðir á Skeggjadal, framdalnum, 1300 liestburðir,
því að þá brást túnið í Hvammi, eins og annarsstaðar. Hey
þetta var mestmegnis töðufyrnungur, að vísu nokkuð
sinuborinn, en reyndist þó prýðilegt fóður bæði fyrir
mjólkurkýr og annan pening. Búfjárliagar eru ágætir. Á
Skeggjadal er sérstaklega skjólasamt og vorgott og á
haustum er sauðfénaði engin bætta búin á lágdalnum,
hverju sem viðrar, og gelur legið þar úti fram á jólaföstu
i sæmilegri tíð. Tímabærar kýr ná oft fullri nyt á sumr-
um. Hestabagar eru framúrskarandi góðir og er sjaldgæft
að ókunnug hross strjúki af dölunum. Hættur eru eng-
ar í landi jarðarinnar aðrar en fennibættur framan af
vetrum á Þverdal og fremst á Skeggjadal í stórbyljum.
Aldrei þarf að leggja stein á uppborin bey eða binda niður
galta. Garðrækt þarf aldrei að bregðast, ef vel er birt
um og kartöflur eru oft snemma nothæfar. Bérjaland
er mikið í Hvammi og mun óvíða jafnnæriækt og þar.
ÖIl hlíðin ofanvert við túnið og móarnir framanvert við
það og svokölluð Hjaljabörð á milli bæjanna, allt er
þetta svæði þakið berjum af öllum venjulegum tegund-
um og franimi á báðurn dölum eru víðáttumiklar berja-
breiður. Berjatínsla hefur síðari árin verið drjúg tekju-
2*