Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
lind fyrir ábúanda. Silungsveiði mun liafa verið allmikil
i Hvammsá á fyrri árum og enn gengur silungur í hana;
mætli sennilega koma þar til gagnlegri silungsveiði, og
ef til vill laxveiði, með klaki. Ábúandi Hofakurs fær
sumarbeit á Skeggjadal fyrir sauðfé og liross og lætur
koma í móti torfristu og nokkra vetrarbeit fyrir sauðfé,
er á þarf að halda, því að í Hvammi er fremur snjóaþungt
i fannavetrum. Skógur var talsvert mikill í Hvammi allt
fram um 1870, en eyddist nálega með öllu á harðinda-
árunum 1880—1890. Frá því um síðastl. aldamót hefur
hann vaxið upp aftur og er orðinn til prýði á ný. I fram-
tíðinni á hann væntanlega fyrir höndum að dafna og
þekja lilíðarnar, skýla dalnum og auka á fegurð lians,
þegar fyrirhuguð skógræktarstöð kemst þar í fram-
kvæmd. Dalurinn verður enn fegurri, er hann fvllist
skógi. Aldamótavorið gróðursetti séra Kjartan beit. pró-
fastur Helgason tvo reyniviði við suðausturgafl íbúðar-
bússins í Hvammi. Annar er úr sögunni, en hinn hefir
dafnað svo vel, að liann gnæfir 1 m. upp yfir húsmæni
og.er svo laufskrúðugur, að hann þykir sk\’ggj a fullmikið
á sól og' birtu i húsinu. Dálítill skrúðgarður er nú um-
liverfis reyniviðinn. Sama vor setti séra Kjartan einnig
niður nokkrar greni- og furuplöntur skammt fvrir sunn-
an túnið. Þær dóu allar eftir fá ár, nema 2 greniplönt-
urnar, sem eru í skjóli við stóran stein, er síðar var hlað-
ið ofan á. Þær liafa dafnað vel og eru þroskamiklar og
lallegar. í grasivaxinni tungu í matjurtagarði hjá húsinu
gróðursetti sr. Kjartan ennfremur nokkrar víðiplöntur,
sem nú eru orðnar hávaxnar og ribs, sem myndar þar nú
slóran og fallegan runna. Gamli torfbærinn í Hvammi
var rifinn 1894, er séra Kjartan byggði íbúðarhúsið, sem
nú er þar og orðið er 68 ára gamalt. Það er elzta timbur-
liús nú í Dalasýslu og var fyrst byggt í Arnarbæli á Fells-
strönd 1876 af Boga snikkara Smith, rifið þar og flutt
sjóleiðis inn Hvammsfjörð. Sagnir eru um, að Skeggi
Þórarinsson hafi fyrstnr byggt kirkju í Hvammi og víst