Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 32
30
BREIÐFIRÐINGUB
hún verið ljósmóðir. Við siðasta ljósmóðurstarf sitt var
hún svo þrotin að lieilsu, að Guðrún varð að taka við,
var hún þá 20 ára. Mun þetta atvik hafa orðið til þess, að
Guðrún gegndi ljósmóðurstörfum í nágrenni sínu i 56
ár. Eigi var hún þó lærð ljósmóðir, sem kallað er, þvi að
hún giftist 18 ára, var þvi litill tími til náms, en ljósmóð-
urfræðin las hún heima, enda lieppnaðist henni ávallt
vel hjálparstörfin.
Það undraðist ég sem harn, að raunasvipur sýndist
yfir svo fallegri konu, vel giftri, á hamingjusömu heimili.
Seinna vissi ég', að hún missti tvo drengi, elztu börnin.
Seinna eignuðust þau hjónin 4 stúlkur er komust til full-
orðins-ára. En það var óttinn við lieilsuleysi sins ágæta
manns, er jafnan hvíldi yfir henni, sem siðar kom fram,
því að hún bjó með honum veikum í rúm 20 síðustu ár æfi
hans, en hann dó 1921. Eftir það bjö Guðrún með dætr-
um sinum til dauðadags, en hún andaðist 6. ágúst 1943,
þá 83 ára gömul.
Allt gerði Guðrún með prýði, bæði seni eiginkona, móð-
ir, húsmóðir og búandi i Helgafellssveit. Aldrei kvartaði
hún, þótt erfitt gengi og var stillingu hennar og skapfestu
við brugðíð. Alltaf hafði hún tíma, er hjálpar hennar var
leitað, og aldrei setti hún neitt upp fyrir störf sín hjá
sjúkum. En margur var minnugur verka liennar og lengi
munu Helgfellingar muna og meta húsfreyjuna á Seljum.
Nú er hún horfin, allt virðist þögult og linípið. Hlíðin
fagra, fjörðurinn og grundin, en þó einlcum dæturnar og
fósturdóttirin, sem liafa orðið að yfirgefa Selin. En
minning Guðrúnar á Seljum lifir í hugum allra, er henni
kynntust, og gott er til þess að liugsa að liafa þekkt þá
konu, sem hvorki sorgir né elli gat bugað, þvi að með ró
og bliðu lagðist liún í rúm sitt til liinztu hvildar.
Ingveldur Á. Sigmundsdóttir.