Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 42
40
BREIÐFIRÐINGUB
og fiskiverin. Á þessum árum voru aðdrættir allir í Hjarð-
arholti mjög erfiðir. Kaupstaður var sóttur j’fir veglausa
heiði, en helzta fiskifang var harðfiskur undan Jökli og
hákarl, og var það nefnt harðæti. Lítils háttar hrogn-
kelsaveiði var í Hvammsfirði, en annars var hann alger-
lega fiskilaus. Lax- og silungsveiði var nokkur í Laxá,
og var veiðin stunduð svo fast þar, að við sjálft lá, að
hún yrði eyðilögð í bili, eða þar til að friðunarsamþykkt-
ir voru gerðar og laxaklak reynt í nokkur ár, og telja
menn, að það liafi orðið til mikilla bóta. Saltaður fiskur,
einkum „tros“, kom frá Yestfjörðum eða úr Reykjavík,
eftir að þilskipaútgerð hófst þar. Hvalur*) var að mestu
leyti soðinn og súrsaður en auk þess saltaður og reykt-
ur, einkum spik og feitt rengi, og þannig matreiddur
var hann horðaður með brauði. Hvalurinn þótti ágætt
búsílag, og þegar hvalveiðar hófust við Vestfirði, var
fenginn hvalur þaðan að vestan. Ekki þurfti að elda dag-
lega, nema rúgmjölsgrauta í hræring og aðra vökvun,
svo sem mjölmjólk (úr bankabyggsmjöli), grasamjólk,
grasagraut, ysting eða grjónagraut (úr brísgrjónum).
Þetta var allt eklað úr mjólk, og auk þess var þeim, sem
óskuðu þess, gefinn mjólkurbolli út á.
Kaffi var framreitt þrisvar á dag um sláttinn en þess
utan tvisvar. Það var æfinlega rjómakaffi með kandís-
sykri og ætíð drukkið milli máltíða. Morgunkaffis var
neytt strax og risið var úr rekkju, liádegiskaffis kl. 12,
eftir miðdagsblundinn, og loks var miðaftanskaffi drukk-
ið kl. 6. Brauð var lielzt gefið með kaffi, ef unnin var
einhver sérstaklega erfið vinna, t. d. þeim, sem voru í
votabandi eða þegar hirt var af túninu. Brauð var eink-
um pönnukökur og lummur.
Þegar sláttur byrjaði og kaupafólkið kom, hættust
*) Hvalur var algengur matur eftir sumarið 1882, er hvalinn
rak á Vatnsnesi.