Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
Gremi sollin grætur hún enn.
Grátna móður huggi menn.
Ef að börnin drýgja dáð,
dýrrar móður vænkast ráð,
því að hún á sér ennþá vor,
ef menn liafa vit og þor
til að bæta hennar liag
og hennar spjöllin færa í lag.
Sverjum henni sonatryggð,
sæl þá verður íslands byggð.
Það var eitt sinn, er einhver hinna eldri manna lézt
í Stykkishólmi, að viðhöfn var mikil við útför hans. Með-
al annars voru fleiri en einn utanhéraðs prestur, sem
töluðu yfir moldum hans, auk sóknarprestsins. Séra Jakoli
var einn þeirra, er flutti þar ræðu. — Daginn eftii’ jarðar-
förina var séra Jakob enn ófarinn úr kaupstaðnum.
Kom liann þá, ásamt nokkrum kunningjum sínum, inn i
eina söluhúðina í Hólminum. Var þar margt manna
fyrir, enda var það alsiða á þeim árurn, að þeir, sem
höfðu lítið við að vinna, stóðn í búðunum og göspruðu
saman, sumir oft við skál, því að þá var staupasala frjáls.
Meðal þeirra, sem að þessu sinni hímdu við búðarborð-
ið, var maður, sem Guðmundur hét. Varð honum tíð-
rætt um þessa miklu útför, sem fram hafði farið, og gat
þess um leið, að ekki væri sama liver kastaði úr kláfun-
um, og þó vrðu allir fingur jafnir, er i lófann kæmi, og
allir yrðu að sama skítnum, er moldin tæki við. Víkur
hann sér svo að séra Jakob og segir: „Hvað haldið þér
svo sem, séra Jakob, að þér munduð um mig segja, ef
þér ættuð að fara að halda ræðu yfir mér?“ — Hláturinn
sauð niðri i séra Jakob, og svaraði hann: „Æ, ætli það
yrði ekki eitthvað á þessa leið:
Gvendar oft var æfin hörð,
öll þó mæðan þrýtur,