Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 61
breiðfirðingur
59
á með hríðarveður, sem liélzt óslitið í hálfan mánuð. Dala-
árnar, sem oft voru vondar, urðu nú bráðófærar, svo að
messufall varð á öllum kirkjum. Þá orti séra Jakob:
Ég sáraumka garminn liann Gilsbakka-Jón
og greyið Iiana Imbu, sem ætla að verða hjón,
er lýsa með honum og hrirgagná ég vil,
liann hleypur út í stórflóð og moldviðrisbyl,
en enginn til kirkjunnar kemnr.
Væri ég ei klerkur, ég kenndi þeim ráð,
sem kæmi þeim að haldi, að minnsta kosti i bráð:
Að flytja hingað rekkjuvoðir, svæfil og sæng,
og sofa í alglevmi, hvort und annars væng,
unz flóðum og frostbyljum linnir.
Næsta sunnudag á eftir var komið gott veður og árnar
færar, og var þá lýst með Jóni og Ingibjörgu.
Frændur tveir í Dölunum giftu sig og slógu saman brúð-
kaupunum sem kallað var. Þeir liétu báðir Oddur. Það var
i flimtingum liaft, að brúðirnar færu ekki einar. Prestur
var sem vænta mátti í veizlunni, og er púnsdrykkjan var
hafin og menn gerðust glaðir, fór að fjúka í kviðlingum
hjá presti. Er þetta eitt af því, sem liann kvað:
Út á djúpið Oddar tveir
eitt sinn réru báðir þeir
og eignuðust ferjur allg'óðar,
sem aldrei fyrri róið var.
Hvor sinn Odd og einn í lilut að auki bar.
Eftirfarandi staka varð séra Jakob á munni út af fundi,
er honum þótti litið verða úr:
Þegnar riðu þrír á fund,
þrauta fátt til lögðu;
eins og þegar hundur hund
hittir, allir þögðu.