Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 68
CG
BREIÐFIRÐINGUR
Iiinum yngri, það sem bar fyrir augu i þessum uppsölum
byggðarinnar, svo sem helztu fjöll á hálendinu. Ekki lield
ég þó að neinum okkar liafi komið i hug orðin skáldsins
frá Skógum um „flensað liræ af frumheimsjötunhval“
er við létum sjónir svifa um Vestfjarðahálendið. Það var
vinalegra en svo i góðviðrinu, og við sáum líka gróður-
sæla bletti, hér og þar, og kjarngóð beitilönd, og vissum
af yndislegum gróðursælum dölum, víðsvegar kringum
alla Vestfirði, og það fannst okkur ólíkt lífrænna en liræið
skáldsins. Og' þess vegna mæltist einliverjum á þessa leið:
„Kæru félagar!
Það gleður mig að sjá ykkur liér saman komin, i há-
sumarsdýrðinni, á þessum víðsýna stað á sólbjörtum
sumardegi, til þess að lyfta ykkur upp frá erfiði dagsins;
teyga í ykkur hreint og tært fjallaloftið og víkka sjóndeild-
arhringinn frá liinu daglega umhverfi.
Ég býst við að ykkur liafi ekki órað fyrir þvi að hér
væri svona stórkostlegt útsýni, eins og við höfum fyrir
augum. Allt hálendi Vestfjarða blasir hér við, og þó miklu
meira. Og fjörðurinn okkar breiði með fjölda innfjarða
breiðir úr sér hér framundan, sólfáður, glitrandi og gjöf-
ull á hverskyns gæði. Og hér fyrir fótum vorum er sveitin
undrafögur, einhver fegursta á Vestfjörðum sökum legu
sinnar. Og erum við ekki heppin að sveitin okkar kæra
skuli vera í slíku umhverfi. Jú, víst er okkur það metnað-
armál og gleði. Hún liggur hér innst í faðmi fjallanna,
eins og hjúfruð upp að brjósti okkar kæru fósturjarðar.
Lítið yfir þetta hálendi, um hin sólfáðu fjöll í bláma
fjarlægðarinnar, vitandi það að í skjóli þessara fjalla
er fjöldi gróðursælla dala og fiskisælla fjarða. Við vit-
um að milli þessara fjalla morar allt af lífi á landi og
í legi, og í gróðursælum dölum una „hjarðir á beit með
lagði síðum“. Og við sjáum að hér eru nóg og góð lifs-
skilyrði ef við höfum vilja og manndóm til að hagnýta
okkur þau. Og ef við gefum okkur tóm til að litast um