Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
Benediktsdóttur, stórbónda á Staðarfelli. Frú Halldóra
var því alsystir Boga stúdents Benediktsen, síðasl bónda
á Staðarfelli. Brynjólfur, maðnr frú Herdísar, var sonur
Boga. Þau hjónin, Brynjólfur og Ilerdís, voru því syst-
kinabörn. Þau giftust 8. febrúar 1838 og bjuggu í Flatey
á Breiðafirði með mikilli rausn og prýði til ársins 1870,
er Brynjólfur kaupmaður andaðist. Hann var fæddur 30.
desember 1807 og var því liðlega 63 ára, þegar hann lézt.
Eftir lát manns síns, fluttist frú Herdís til Reykjavíkur
ásamt Ingileifu dóttur sinni, sem þá var ein á lífi af 14
börnum, er þau hjón eignuðnst. Önduðnsl börn þeirra
öll á unga aldri, nema Ingileif. Hún ólst upp með móður
sinni í Reykjavík og þótti mjög mannvænleg stúlka. En
bún andaðist áður en hún varð fnlltíða. Má geta nærri,
bversu sár dótturmissirinn liefir verið frú Herdísi. Áður
var hún búin að missa mann sinn og börn. Nú varð bún
að sjá á eftir þessari mannvænlegu dóttur því nær full-
vaxta, sem hún bafði vænzt margra og mikilla ánægju-
stunda af.
Eftir andlát Ingileifar dóttnr sinnar, ráðstafar frú Her-
dís öllum eigum sínum með bréfi dags. 15. janúar 1890.
Þetta gjafabréf hljóðar þannig:
„Ég undirskrifuS, Herdís Benediktsen, til heimilis í Reykjavík,
lýsi því hér með yfir, og fastákveð, sem minn síðasta vilja, að
fjármunum þeim, sem ég læt eftir mig skuldlausa, skal varið
á þann hátt, er nú skal greina:
1. Arfleiðsluskrá mín frá 1. júlí 1872 skal vera að öllu leyti
í gildi þannig, að fjórðungsgjöf sú, er ég með henni hefi gefið
börnum Sigurðar sál. Johnsen og Sigriðar Ólafsdóttur. ekkju
hans, skal vera fjórði hluti allra þeirra fjármuna, sem ég læt
eftir mig skuldlausa.
2. Því næst gef eg, Herdís Benediktsen, eftir minn dag: a) Kr.
700,00 — sjö hundruð krónur — til ekkjufrúar Ragnheiðar Blöhd-
al, b) Kr. 500,00 — fimm hundruð krónur — til yngis'stúlku Val-
gerðar Friðriksdóttur, c) Kr. 600,00 — sex hundruð krónur — til
Bryndísar Zoega. Verði Ragnheiður Blöndal dáin, áður en þessi
gjöf tilfellur, skulu þær ætluðu kr. 700,00 ganga til kvennaskóla-
stofnunar þeirrar, er um ræðir í næsta lið hér á eftir og sama