Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 92
90
BREIÐFIRÐINGUR
Þannig hljóðar þetta mikla og merkilega gjafabréf,
sem margir hafa vafalaust gaman af að kynnast, enda
er það í fárra manna höndum. Bréfið ber með sér, að
frúin hefir verið að leita að svölun liarma sinna, og treyst-
ir því, að sár sín græðist við að gefa eigur sinar til mennta-
og mannúðarstarfs. Hún ákveður gjöf sína til skólastofn-
unar á Vesturlandi en nefnir engan sérstakan skólastað.
Er ljóst, að hún ætlast til, að landshöfðinginn yfir fslandi
leysi það mál og ákveði skólastaðinn i samráði við amts-
ráð Vesturamtsins. Frú Herdís ákveður aðeins, að skól-
inn skuli reistur í Vesturamtinu og nefnir fyrsl sýslurn-
ar umhverfis Breiðafjörð. Má af því ráða, að henni hefir
fundizt sjálfsagt, að skólinn yrði reistur í einhverri þeirri
sýslu, en ef það þætti ekki fært, þá í ísafjarðarsýslu eða
annars staðar þar, sem hentast þætti í Vesturamtinu.
Ráða má af þessum ummælum frúarinnar, að hana hefir
grunað, að deilur myndu rísa milli sýslnanna um skóla-
staðinn. Svo varð einnig litlu eftir andlát hennar. Deilur
þessar hófust skömrnu eftir síðustu aldamót. Tillögur
komu fram um ýmsa skólastaði, en fáir voru sammála.
Flestir, sem um málið ræddu, viídu draga skólann til sín
eða síns héraðs. Samkvæmt gjafabréfinu bar amtsráði
Vesturamtsins að gera tillögur um skólastaðinn, ef leitað
vrði álits þess um hann. Amtsráðið notaði þó þennan
rétt sinn, áður en álits þess var óskað. Á síðasta fundi
þessarar stofnunar, sem haldinn var í Stykkishólmi 27.
maí 1907, samþykkti amtsráðsfundurinn með 4:3 atkvæð-
um að velja skyldi kvennaskóla frú Herdísar Benedikts-
sen stað í Stykkishólmi. í því háraði voru þá nokkrir
áhrifamenn, sem töldu óréttmætt að reisa skólann annars
staðar, vegna staðhátta. Þeir töldu einnig, að amtsráðið
hefði úrslitavald í málinu, þótt það hefði aldrei verið undir
það borið og sizt formlega.
Þegar þær fréttir bárust, að amtsráðsfundurinn liefði
valið skólanum stað í Stykkishólmi, urðu ýmsir í öðrum
héruðum gramir þeirri ráðstöfun, einkum Flateyingar.