Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
Greinum þeim, sem mér bárust í ritið, breytti ég ekki
meira en ég taldi óhjákvæmilegt. Höfundarnir bafa liver
sinn frásagnarhátt og stíl, og ef ekki er liróflað við hon-
um, skapar hann greinunum vissan persónuleika, ef svo
mætti segja. En það hygg ég, að geri ritið á vissan hátt
fjölbreyttara og alþýðlegra, og verði þá fremur til vin-
sælda en hitt.
Það er von mín, að þetta hefti, þótt lítið sé, verði öllum,
sem í það líta, til nokkurrar ánægju og fróðleiks.
En ég skora jafnframt á alla þá lesendur ritsins, sein
ef til vil eiga í pokahorninu breiðfirzkan fróðleik, að
senda ritjnu hann til birtingar. Rétt er að geta þess, að
þess er ekki krafizt, að efnið sé algjörlega breiðfirzkt, ef
böfundarnir eru breiðfirzkir eða það fjallar að einhverju
leyti um þau mál, sem ritið eða Breiðfirðingafélagið lætur
sig varða.
Allskonar efni er jafn-vel þegið, svo sem ritgerðir, sög-
ur, kvæði, stökur, þjóðsögur, sagnaþættir, minninga-
greinar, ferðasögur, staðalýsingar og annað það, sem er
þess virði, að því sé forðað frá gleymsku.
En ritið áskilur sér rétt til að stvtta eða geyma til síðari
árganga það efni, sem ekki er unnt að birta, sökum rúm-
leysis, það ár, sem það berst ritstjórninni í hendur.
Efni í ritið skal senda annað hvort til ritstjórans,
Garðastræti 36, Reykjavik eða framkvæmdastjórans,
Meðalholti 2, eða einlivers í fulltrúaráði Breiðfirðinga-
félagsins. Ritstj.
Afgreiðsla Breiðfirðings er hjá framkvæmdastjóranum,
Magnúsi Þorlákssyni, Meðalhoiti 2, Reykjavík. Ennfrem-
ur er ritið til sölu í Revkjavík i verzlun Jóliannesar Jó-
hannssonar, Grundarstíg 2, rakarastofunni Ingólfsstræti
3, Hattabúð Reykjavikur, Laugaveg 10, i verzluninni
Fell, Grettisgötu 57, rakarastofunni Aðalstræti 6, og bjá
Haraldi H. Kristjánssyni Ásvallagötu 22.
Félagsprentsaiidjao