Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1946, Síða 20

Breiðfirðingur - 01.04.1946, Síða 20
10 BREIÐFIRÐINGUR Fulldimmt var nú orðið, og engin líkindi til að þeim yrði bjargað þann dag. Tóku þeir á sig náðir i kofan- um, en óhægt var um legurúmið, þeir urðu að sofa sitj- andi og halla sér hvor upp að öðrum með klakavegg- inn að baki. Hundur Stefáns Eggertssonar lá á fótum hans, og var það honum til mikilla hlýinda. Um nótt- ina sváfu þeir lítið. Hélt kuldinn fyrir þeim vöku, á- samt nið í röstinni og gný af jakaburði. Næsta morg- un voru þeir árla á fótum og gengu fram og aftur um eyna sér til hita. Það sáu þeir, að eigi mundi skipgengt milli lands og eyjar þann dag, en það var aðfangadag- ur jóla. Glöggt sést úr Fagurey til bæjanna i Fagradal. Nokkru eftir fótaferðartíma sáu þeir félagar tvo menn á landi, er ráku á undan sér fjárlióp, skammt frá fjárhúsum í Fagradal ytri. Þá tóku þeir nafnar til að hóa sem á- kafast, og sáu, að mennirnir námu staðar eins og þeir hlustuðu, en héldu síðan áfram. Skömrnu síðar hóuðu þeir aftur. Fór þá á sömu leið, fjármennirnir stöldruðu við, en gáfu eigi hljóð frá sér. Hundgá heyrðu þeir á landi og þóttust vita, að væri frá fjármönnum þessum, og að hundarnir hefðu heyrt hóið. Virtust mennirnir ekki hafa orðið þeirra varir. Eigi sáu þeir aðra mannaferð þann dag. Meðan bjart var, rjátluðu þeir um eyna sér til hita og reyndu að dytta að kofanum eftir föngum, með því að fella í stærstu smugurnar. Þegar rökkvað var um kvöldið, hóuðu þeir aftur, en það bar engan árangur. Þeir sáu greinilega, að kveikt var, vegna hátíðanna, venju fremur mikið af Ijósum á báðum bæjunum i Fagradal. Leið svo jólanóttin og varð eigi tíðinda. Að morgni jóladags sáu þeir fólk fara til kirkju frá Fagrdalsbæjum í tvær áttir, út að Búðardal og inn að Staðarhóli, því að bæirnir voru sinn í hvorri sókn. Hó-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.