Breiðfirðingur - 01.04.1946, Side 25
BREIÐFIRÐINGUR
15
hrundu þeir fram báti og réðust til ferðar út í eyna.
ísbrydding var með landi fram og tafði nokkuð för
þeirra, sem annars gekk fljótt og vel.
Stefán Björnsson lá fyrir i kofanum ,en nafni hans
var á rjátli og kom auga á bátinn, skammt utan við
lendinguna i Fagradal.. Beið hann úti þar til báturinn
var kominn bálfa leið, og séð varð, að hann næði eynni
tálmunarlaust. Vildi hann ekki láta nafna sinn verða
fyrir nýjum vonbrigðum, svo mjög sem af honum var
dregið. Síðan gekk hann inn i kofann og sagði honum
að brátt mundi úr greiðast fyrir þeim. Þegar Stefán
Björnsson liafði lieyrt fregnina um bátinn, sem var á
leiðinni þeim til hjálpar, lifnaði hann lieldur i hragði.
Von bráðar bar bátinn að eynni og varð þar fagnað-
arfundur. Þeir Fagradalsmenn höfðu með sér heita mjólk
á brúsa, en eigi þorðu þeir að láta þá félaga nærast á
henni nema í smá-sopum og mjög dræmt, eftir svona
langt liungur.
Brátt var haldið til lands og gekk ferðin greiðlega.
Friðrik prestur kom þar að í sama mund og þeir lentu.
Stefán Eggertsson gat gengið óstuddur heim að bænum,
en nafna hans leiddu tveir menn.
Nokkurn tima dvöldust þeir í Fagradal, en hresstust
furðu-fljótt. Við fyrsta tækifæri liéldu þeir heim til sín
í Akureyjar. Þá vissu konur þeirra eigi annað, en að
þeir liefðu verið á landi allan tímann í bezta yfirlæti,
og brá mjög í brún, er þær spurðu hrakning manna
sinna og lífsháska þann, er þeir höfðu komizt í.
Ekki hjuggu þeir nafnar lengi i Akureyjum eftir þenn-
an atburð. Stefán Eggertsson fluttist skömmu síðar að
Ballará, þar sem búið hafði Eggert prestur faðir lians,
og bjó Stefán þar lengi siðan. Stefán Björnsson fluttist
og búferlum úr Akureyjum í sama mund. Hann bjó
lengi eftir þetta í Gautsdal i Geiradal.
Aður en þeir nafnar fóru frá Fagradal eftir hrakning-