Breiðfirðingur - 01.04.1946, Page 30
20
BREIÐFIRÐINGUB
Frá Króksfirði.
og vildi, að eftir sér væri tekið. Mun það hafa átt að
þýða: „Taktu nú eftir“ eða eitthvað slíkt. Gárungarnir
lientu oft gaman að þessu og öðru sliku í fari Jóns,
sem þó var óþarfi, þvi að hann var sæmdarmaður i hví-
vetna og vel viti borinn. Segja mætti ýmsar skemmtileg-
ar sögur af Jóni, sem þó er ekki tóm til hér; verður að-
eins ein slík sögð að þessu sinni.
Það mun hafa verið vorið 1874 eða ’75, að þeir
frændur, Jón og Snæbjörn, réru vorvertíð á Hvallátr-
um vestur, eins og þeir gerðu fyrr og síðar, ásamt
öðrum eyjamönnum, Múlsveitungum og Barðstrending-
um. Að lokinni vertíð sóttu þeir afla sinn óskiptan með
liásetum sínum, sem voru fimm hjá hvorum. Aflinn
var að mestu leyti hertur steinbítur. Ferðir þessar voru
nefndar fiskaferðir. Voru þær tíðum afar erfiðar og
gátu tekið allt að hálfan mánuð, enda eru taldar um
11—12 vikur sjávar vestan frá Látrum og inn í eyjar,
eða sem næst 90 kílómetrar. Rúmur helmingur leið-
arinnar má teljast liafna- og lendingalaus, eða frá