Breiðfirðingur - 01.04.1946, Qupperneq 72
62
BREIÐFIRÐINGUR
Skotin hærum gyðjan grá,
gengin kærleiksvegum frá,
bítur æru barkann á,
en brandinum nær ei til að slá.
Eitt sinn var það, að Flateyingar, sem voru í hákarla-
legu, hrepptu norðanveður með fjúki og frosti og urðu
að hleypa suður um Breiðafjörð og lentu í Yiðvík utan-
vert við Stykkishólm. Leituðu hrakningsmenn á nálæga
bæi til gistingar. Ari Steinsson og með honum Jörgen
Moul leituðu lieim að Viðvík, þvi þar þekktu þeir báðir
konu þá, er Hallfríður hét, og hugðust þeir fá þar við-
tökur góðar vegna kunningsskaparins. En þessi von
þeirra brást illa, því er þeir liittu Hállfríði kunningja-
konu sina að máli, brást hún reið við og úthýsti þeim
með öllu. Jörgen var skapmaður og sagði: „Förum inn,
Ari, hvað sem bölv. kerlingin segir.“ „Nei,“ mælti Ari,
„en henni skal þakkað svo, að það verði henni til lengri
skammar, en hana grunar.“
Er þeir hurfu frá, kvað Ari þetta:
Gengum við heim frá skorðuskíði,
skunduðum næsta til bæjar.
Þekktum við báðir þar Hallfríði.
Þvínæst við beiddumst gistingar.
Talaði hún þá af sjálfri sér,
sem að nú gjörla heyrið þér:
„Viðvik mun engum vegfaranda
verða til skjóls né glaðværðar,
sízt þeim, er mitt í sorgum standa.
Sjóhraktir menn og aumingjar
hafi sig burtu héðan frá,
því hér er ekkert rúm að fá.“