Breiðfirðingur - 01.04.1946, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR
67
Fellsendi í Miðdölum.
og var fundvís á það, er kímilegt var. Hann var maður
mjög sterkur, prýðis-hagur á tré og járn, verkhagur og
einhver hezti rnaður að vinna með, sem ég hef kynnzt.
Snyrtimenni í klæðaburði. Sjómaður góður, og var lengi
skipstjóri, og svo heppinn aflamaður að af bar.
Faðir minn lýsir Ara Steinssyni þannig: Ari var i
hærra lagi meðalmaður. Herðalotinn dálitið. Frekar
kringluleitur og rjóður í kinnum. Jarpur á hár, en
snemma sköllóttur. Léttur á fæti og kvikur. Smiður
góður, einkum á járn. Skytta orðlögð. Fiskimaður mik-
ill. Ágætur stjórnari á opnum skipum. Glaðlyndur og
glaðvær jafnaðarlega, en þungur, ef að honum var
veitzt.
Ari varð ekki maður mjög gamall. Vorið hið síðasta,
er hann lifði, voru þeir feðgar, hann og Jóhann, skip-
5*