Breiðfirðingur - 01.04.1946, Síða 78
08
BREIÐFIRÐINGUP,
verjar á skútunni „Andrea“ frá Flatey, með Bjarna
skipstjóra Thorarensen. Ari fór af skipinu á Patreks-
firði siðla vorsins og ætlaði landveg á Barðaströnd og
þaðan lieim i Flatey. Eitthvað mun liann hafa verið
lasinn, og lagði hann af stað á undan samferðamönn-
um sínum, frá Geirseyri, og sagði, að þeir myndu fljótt
ná sér. Svo varð og, þvi að samferðamennirnir gengu
fram'á liann örendan á Raknadalshlið skammt fvrir
innan Geirseyri. Hafði hann orðið bráðkvaddur.
Þá hefi ég lokið þessum slitróttu frásögnum mínum um
þennan sérkennilega hagyrðing, sem — ef til vill —
liefir verið síðasta ákvæðisskáldið í trú íslenzkrar
aljiýðu.
Sveinn Gunnlaugsson.
BDLASKEIÐ a, —JJreiíiar cJ. (jeirdaf
Þorgils*) átti bola úti’ í Breiðafjarðar-eyjuin.
Bjuggust menn að sækja hann, er komið var að jólum.
Það var bóndans lán að geta létt sem mest á heyjum.
— En löng og erfið sjávargata telst á Reykjahólum.
Grettir teymdi bola þessa löngu leið frá sænum.
Lentu þeir í stimpingum og töfðust mjög í ferðum.
Seint um lcvöldið pískrað var um skrímsli
skammt frá bænum.
Skepnu mikla bar við loft á Grettis breiðu herðum.
Þjóðin dáir hreystiverk, sem garpar hennar gera.
Gretti varð ei ráðafátt að taka baggann ofan.
„Það er létt, sem göngumanninn munar ekki að bera,“
mælti hann, og fleygði bola inn í nautakofann.
) Þorgils Arnason í Reykjahólum.