Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
fengu þau lánaðar bækur. Foreldramir voru mjög bókhneigðir
og bömunum var snemma kennt að lesa. Inga varð læs svo
ung að henni finnst eins og hún hafi alla tíð kunnað að lesa.
Ragnar fór á undan henni í skóla. Hann var eldri og hann var
strákur. Hann fór í Búðardal til langafa og var þar tvívegis hluta
úr vetri. Inga segist hafa öfundað hann óskaplega, og hún heyrir
enn fyrir sér raddir foreldra sinna: „Þú ferð ekkert í skóla, þú ert
stelpa, Ragnar er svo óskaplega duglegur og gáfaður.“ Hún fékk
þó að fara síðar, tvisvar sinnum, þegar hún var tíu ára og aftur
þegar hún var ellefu ára. Þá var það einn mánuður í hvort sinn á
bæ þama í sveitinni. Skólagangan gekk þrautalaust en henni
fannst reikningur og landafræðin leiðinlegast. Biblíusögumar
lærði hún utanað og hún hafði sérstaklega gaman af söng.
Eins og áður hefur komið fram voru vetumir mjög þungir
frammi á fjallinu. Inga segist alltaf hafa verið veðurhrædd,
menn voru að verða úti þarna allt um kring. Krakkamir urðu
myrkfælnir og hálfvitlaus af hræðslu. Einu sinni týndist Jónas
nágranni þeirra. Hann hafði farið út að gá að kindum en villt-
ist í byl og rataði ekki heim. Það varð honum til lífs að þekkja
einhver kennileiti og komast á annan bæ. í selinu beið fólkið
milli vonar og ótta, þá var ekki sími og ekki hægt að koma
skilaboðum. Inga segir að þetta hafi mótað sig mjög mikið,
hún verði alltaf óörugg og hrædd þegar veður geri vont.
Þannig liðu árin í Ljárskógarseli eitt af öðru. Árið 1927
fengu Alvilda og Þorsteinn jarðnæði að Þrándarkoti í Laxárdal
og þangað fluttu þau. Þá var Inga frænka 12 ára.
Fjölskyldan tvístrast
Það var mikill munur fyrir fjölskylduna að flytja í Þrándarkot.
í fyrsta sinn höfðu þau séreldhús, en í selinu hafði verið eldað
í baðstofunni. Einangmninni var lokið, nú gátu böm og
fullorðnir hitt annað fólk. Unga fólkið hittist stundum á hólm-
anum niður við ána (Laxá) og hélt ungmennafélagsfund. Þá var
farið í leiki, spjótkast og skemmt sér. Inga minnist þess að
hafa farið á leiksýningu í Búðardal og séð „Skugga-Svein“.