Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 9
18. maí 2018 fréttir 9 Hundarnir eins og börn Í ákærunni frá 10. apríl síðastliðn- um kemur fram að þann 6. mars 2016 hafi hann hótað starfsmönn- um Dýralæknamiðstöðvarinnar. Ingvar hefur átt nokkra hunda og elskar þá eins og börnin sín: „Það bendir allt til þess að dýraspítalinn í Grafarholti hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar Gloria mín fór í allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo er sem ég mun komast í fyrramálið, munið þið ekki sjá mig á faceinu næstu daga. Ég ætla að stúta þess- um læknabeljum [með] kreppt- um hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessari dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum. ÉG ER SVO BRJÁLAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAILTIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIÐ.“ „Ég er brjálaður“ Eftir hvatningarorð frá vini kvaðst Ingvar brotinn á sál og líkama. Greindi hann jafnframt frá því að hann hefði skrifað niður nöfnin á öllum dýralæknum í Grafarholti og væri að undirbúa hefndaraðgerðir. „Fylgstu með vísir.is og mbl á morgun […] Ég er að fara að kýla þess- ar kellingarherfur og dýraníðinga í klessu og þetta er loforð, ég er brjálaður“ Ástæðuna fyrir þessu uppþoti Ingvars útskýrði hann á þá leið að hann hefði farið með smáhund- inn Gloriu í allsherjarskoðun og óskað sérstaklega eftir að hjarta dýrsins yrði rannsakað gaumgæfi- lega. Hafði hann miklar áhyggjur af heilsu hundsins. „Það var byrjað að gefa sig meira dag frá degi og þessir níð- ingar hefðu getað sett hana á hjartalyf og þá væri hún í góðu lagi í dag en þeir fokkuðu þessu upp og í staðinn ætla ég að kýla dýra- lækningahóruna sem sinnti henni sundur og saman og síðan ætla ég að senda 5 djönkara sem ég þekki til að brenna þetta skítaplace til að bjarga greyið dýrunum sem eru send á þetta fokkings helvítis skítaplace.“ Þá sagði Ingvar: „Það fær einhver að brenna illa fyrir kvalirnar á dóttur minni á morgun, það er á hreinu.“ Við það að tapa glórunni af sorg Ljóst er að veikindi Gloriu hafi fengið mikið á Ingvar sem opnaði sig um að hann hefði rústað öllu á heimilinu og væri búinn að tapa vitinu. Hann væri sár og í grimmi- legum hefndarhug. Hann ætti eft- ir að taka ákvarðanir sem myndu koma honum í klandur og sagði: „ … but fuck it þetta er litla barnið mitt sem ég elska út af líf- inu og ef einhver læknir fokkar dóttur minni upp, þá kála ég hon- um á morgun.“ Ingvar bætti svo við að hann hefði farið upp í Grafarholt með boxhanska því þá myndi sjást minna á dýraníðingunum eins og hann uppnefndi dýralæknana. Ingvar var ósofinn, illur í skapi og hafði að eig- in sögn neytt mikils magns af kóka- íni. Kvaðst hann gjörsamlega vera að tapa glórunni af sorg. „Gloria mín er að deyja og það þýðir refsing og grimmileg hefnd. Það þýðir ekkert að stoppa mig.“ Ingvar fór síðan með Gloriu á annan spítala þar sem hann var afar ósáttur með þjónustuna. Sterar og byssur Ingvar er einnig eins og áður seg- ir ákærður fyrir fleiri brot. Þann 3. mars var hann stöðvar í Leifsstöð með sjö ampúl- ur af lyfseðilsskylda lyfinu HCG-M 5000. Ingvar er ákærður fyrir að hafa flutt vopn til landsins en það var 22. ágúst í fyrra. Vopnin voru skamm- byssa af gerðinni Zorak Mod 918, eitt stykki riffill og magasín fyrir riffil, eitt stykki piparúði – 80 ml, eitt stykki piparúði – 50 ml af sömu gerð og sjö pakkar af skotfærum, samtals 350 stykki. Héraðsdómur krefst þess að Ingvar verði dæmdur til refsingar og greiði allan sakarkostnað, að framan- greind vopn og lyf verði einnig gerð upptæk. Handteknir á margra milljón króna glæsikerru DV óskaði eftir upplýsingum um handtökuna í Hafnarfirði þar sem Ingvar var stöðvaður ásamt félaga sínum á hinum glæsilega sport- bíl sem kostar um átta milljónir króna nýr. Lögregla verst allra fregna af málinu en þó fengust þær upp- lýsingar að lögregla hafi veitt mönnunum eftirför frá Kópa- vogi þar til þeir voru handteknir í Hafnarfirði. Miðlæg rannsóknardeild er skráð fyrir málinu og því ljóst að rannsóknin snýr að alvarlegu af- broti. Margeir Sveinsson að- stoðaryfirlögregluþjónn neitaði alfarið að tjá sig um málið. n „Ég er að fara að kýla þessar kellingarherfur og dýraníðinga í klessu og þetta er loforð, ég er brjálaður. Gloría „Elsku fallega gloria mín er svo veik er svo erfitt að geta ekkert gert fyrir litlu stelpuna mina,“ skrifar Ingvar á Instagram. Tveir voru í bílnum og var félaga Ingvars líka skellt í járn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.