Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 20
20 18. maí 2018fréttir
G
ullfoss var siglandi lúxus-
hótel þar sem fólk klæddi
sig upp í sín fínustu föt áður
en það snæddi kvöldverð.
Lifir skipið enn í minningum
ótal Íslendinga. Skipið sigldi á
milli Reykjavíkur og Edinborgar
og Kaupmannahafnar á árunum
1950 til 1972. Eimskip seldi skipið
árið 1973.
Stefán Þorvaldsson starfaði
sem barþjónn á Gull-
fossi og tók ótal myndir
af gestum Gullfoss sem
lýsa vel stemningunni
um borð. Sonur hans,
Þorvaldur Stefánsson,
gaf DV góðfúslegt leyfi
til að birta þær glæsi-
legu myndir sem fylgja
þessari umfjöllun en
flestar þeirra hafa ekki
komið áður fyrir augu
almennings.
DV hefur áður fjall-
að um Gullfoss og
vitnaði þá í frásagnir
þeirra Rannveigar Ás-
geirsdóttur og Svövu
Gestsdóttur í Frétta-
blaðinu, en þær störf-
uðu báðar sem þern-
ur á Gullfossi. Á vorin voru haldin
dýrindis skemmtikvöld og böll þar
sem farþegarnir klæddu sig upp
og konurnar voru í siffonkjólum,
gylltum eða silfurlitum skóm og
með skart. Þá minnast þær báðar
á að mikið hafi verið um áfeng-
isdrykkju um borð enda var bjór
ekki leyfður á Íslandi á þessum
árum.
Þá sagði Rannveig einnig frá
því að rómantíkin hafi svifið yfir
vötnum á Gullfossi á þessum eftir-
minnilegu árum:
„Þar var margt ungt fólk og ógift
og það urðu til 14 hjónabönd um
borð sem ég veit um, á þeim tíma
sem ég var að vinna þar.“
Svona var lífið um borð
Dagurinn gekk yfirleitt þannig
fyrir sig hjá flestum farþegum að
gestir vöknuðu snemma til að
fá sér morgunverð. Þá var far-
ið í gönguferð um dekkið ef veð-
ur leyfði eða hallað sér á sólbekk.
Í hádeginu var boðið upp á hið
sögufræga kaldaborð sem var
með yfir 30 réttum. Þeir lífsreyndu
útlendingar sem ferðuðust með
skipinu fullyrtu að hinar glæsilegu
og bragðgóðu veitingar jöfnuðust
á við bestu veitingastaði í þekktu-
stu borgum heimsins. Kokkurinn
og hans lið vöknuðu klukkan fjög-
ur til að byrja að baka og elda.
Oft var þrí- og fjórréttað, ný blóm
á borðum og tauservíettur til að
þurrka sér um munnvikin.
Eftir hádegi var spilað félags-
Svona var
lífið um borð
ManSt þú eftir
GullfoSSi?
n Áður óbirtar myndir n rómantík sveif yfir vötnum n Sökk í rauðahafinu
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Þorvaldur Stefánsson og Stefán Þorvaldsson Þorvaldur ásamt föður sínum, Stefáni Þorvaldssyni, um borð í Gullfossi.