Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 27
Sumarnámskeið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Mamma við komumst áfram í Eurovision þegar ég fer í keppnina og tek þátt. Það eru ekki nema 10 ár,” sagði 8 ára gömul dóttir mín við mig við matar- borðið í síðustu viku. Ég kreisti fram þving- að bros og kinkaði kolli. Hugurinn minn fór af stað og ég velti því fyrir mér hvenær þessi draumur eldist af henni. Hún snéri sér að afa sínum og sagði honum frá laginu sem hún hafði nú þegar samið og áætlunum sín- um um að sigra Eurovision. Þar sem ég sat andspænis dóttur minni og fylgdist með henni, neistinn í augunum, brosið út að eyrum, hún lýsti upp stofuna þegar hún sagði frá draumnum sínum – þá gat ég ekki annað en dáðst að henni. Þessi eldmóður. Þessi kraftur. Þessi ástríða. Þvingað bros mitt kom upp um mig. „Engar áhyggjur mamma, ég get nefnilega meira en þú heldur.” Öll viljum við hvetja börnin okkar til að láta drauma sína rætast og eltast við þá. Mörg okkar sem fullorðin eru feng- um þessa hvatningu sjálf sem börn og unglingar. Einhver okkar þekkja það einnig af eigin raun að þetta er ekki alltaf eins einfalt og það hljómar. Ef til vill er einhver sem þekkir þá tilfinningu að það sé einfald- lega þægilegast að taka ekki sénsinn og sleppa því alfarið að teygja sig eftir draumnum. Halda sig á öruggu svæði. Hvað ef við gætum orðið börnunum okkar út um verk- færakistu sem hægt er að grípa í þegar þau standa frammi fyrir þeim áskorun- um og hindrunum sem á vegi þeirra verða á leiðinni í átt að draumnum? Rétt eins og við pökkum viðeigandi búnaði í tösku þegar við leggjum af stað í fjallgöngu þá getum við hjálp- að börnunum okkar búa sig vel áður en þau halda af stað út í lífið. Í gegnum leik og skapandi verkefni náum við hjá Dale Carnegie til barna og unglinga. Þjálfun sem ýtir undir frum- kvæði og eflir sjálfstraustið þeirra hjálpar þeim að stíga út fyrir þægindahringinn og efla trú á eigin hæfileikum. Þau öðlast jákvætt viðhorf til að takast á við áskoranir og öðlast þannig jákvæðari sjálfsímynd. Þarna fá þau verkfæri til að undirbúa sig fyrir lífið sem framundan er og mögulega tækifæri til að færast skrefi nær sínum draum. Gefum því séns að láta drauminn rætast. Nánari upplýsingar Vefsíða www.dalecarnegie.is Símanúmer Dale 555-7080 Skráning á kynningarfund 22. maí: www.dale.is/ungtfolk HlaupaHjól og allir aukaHlutir á einum staðÞú finnur okkur á facebook og í Dugguvogi 8, 104 reykjavík streetaction HlaupaHjól / sími 798-5552 Láttu drauminn rætast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.