Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 34
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ SumarnámSkeið Ír: Skemmtileg sumarnámskeið fyrir alla krakka Íþróttafélag reykjavíkur (Ír) býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum sex til sext- án ára. Fyrir yngsta aldurshópinn er boðið upp á Sumargaman, þar sem tvær brautir eru í boði og fyrir þau eldri eru sérhæfðari deildaskipt námskeið. SUMARGAMAN fyrir börn á aldrinum 6–9 ára á námskeiðunum geta börnin valið um tvær brautir: Íþróttabraut: iðkendur munu með- al annars stunda handbolta, fótbolta, körfubolta, fimleika og frjálsíþróttir. Lista- og sköpunarbraut: Brautin samanstendur af hreyfingu og úti- veru, leikjum, göngutúrum, hjólaferð- um, ævintýradögum, söng-og leiklist, föndurdögum, sundferðum, vett- vangsferðum og dansi. Báðar brautir fara saman í all- ar ferðir, svo sem ævintýraferðir, hjólaferðir, sundferðir og bæjarferðir. námskeiðin eru fyrir börn fædd 2009–2012 og hefjast 11. júní og síðasta námskeið er 7.–10. ágúst. námskeiðin fara fram á Ír svæðinu við Skógarsel 12 og er íþróttafræði- neminn Ísak Óli Traustason yfirstjórn- andi námskeiðanna. Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið og boðið er upp á systkinaafslátt. allar nánari upplýsingar um tíma- setningar og verð má finna á ir.is. SÉRHÆFÐARI DEILDASKIPT NÁMSKEIÐ Fyrir eldri börnin býður Ír upp á sér- hæfð deildanámskeið. Knattspyrnuskóli ÍR knattspyrnuskóli Ír er fyrir börn fædd 2006–2012 og verður starfræktur á Ír-svæðinu við Skógarsel. Boð- ið er upp á gæslu fyrir námskeiðin. Skólastjórar eru þrautreyndir og vel menntaðir þjálfarar, kristján Gylfi Guðmundsson og Stefán Þór Jóns- son. Í skólanum verður unnið í grunn- tækni þáttum íþróttarinnar með einstaklingsmiðaða nálgun að leiðarljósi. áhersla verður lögð á að iðkendur snerti boltann oft, æfi knatt- stjórnun, snúninga, móttöku á bolta, sendingar, skotæfingar, spilæfingar og ýmsar tækni- æfingar. mark- miðið er að allir auki knattfærni sína að nám- skeiði loknu. Handboltaskóli ÍR Handboltaskóli Ír er fyrir börn fædd 2002–2007 og verður starfræktur í austur- bergi. Börnunum er skipt í tvo aldurshópa. Skólastjóri á námskeiðinu er Davíð Georgs- son, íþróttafræðingur og leikmaður Ír. markmannsþjálfun og fræðandi fyrirlestur verður á sínum stað. meist- araflokksleikmenn koma í heimsókn og spjalla við krakkana. Fimleikanámskeið ÍR Sumarnámskeið í fimleikum fyr- ir börn fædd 2007–2011 fer fram í Breiðholtsskóla. Þjálfarar verða þær elíana Sigurjóns- dóttir og Tiana Ósk Whitworth auk gesta- kennara. námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og þeim sem hafa áður æft með deildinni. Körfuknattleiksnám- skeið ÍR Sumarnámskeið körfuknattleiksdeildar Ír er fyrir börn fædd 2006–2010 og fara þau fram í Seljaskóla. námskeiðin hefjast 11. júní og lýkur 17. ágúst. Yfirþjálfari er Brynjar karl Sigurðsson. allar upplýsingar um sérhæfðari námskeiðin má finna á ir.is Fleiri spennandi námskeið verða í boði hjá Ír í sumar. allar upplýsingar um námskeið Ír og skráningu á námskeið má finna á www.ir.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.