Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Side 37
Sumarnámskeið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Fimleikagleði og íþróttafjör í allt sumar Íþróttafélagið Gerpla var stofn-að árið 1971 og er stærsta og eitt sigursælasta fimleikafélag lands- ins. Starfsemi Gerplu fór fram að Skemmuvegi í Kópavogi til ársins 2005 er félagið fluttist í nýtt húsnæði að Versölum þar sem starfsemin er í dag. Nýr og merkur áfangi varð í húsnæðismálum Gerplu fyrr í þessum mánuði er félagið opnaði nýja æf- ingaaðstöðu í Vatnsendaskóla sem er sérsniðin að hópfimleikum. Íþrótta- kennsla Vatnsendaskóla fer jafnframt fram í þessu húsnæði en þetta er viðbót við aðstöðu Gerplu í Versölum. Gerpla býður upp á fjölbreytt sum- arnámskeið fyrir aldurshópinn 6–10 ára (fædd 2008–2012) í allt sumar þar sem lögð er áhersla á fimleika, sund og aðrar íþróttir ásamt útiveru. Sumarnámskeiðið Fimleika- og íþróttafjör er vinsælt og mjög vel sótt námskeið en námskeið sumarsins eru nú 11 í stað 8 áður vegna mikill- ar aðsóknar. Kennt verður á tveimur stöðum, í Gerplu Versölum og í nýju húsnæði Gerplu í Vatnsendaskóla. Þá verða útisvæði í Kópavogi nýtt vel undir námskeiðið auk þess sem eitt- hvað verður farið út úr bæjarfélaginu til æfinga og leikja. Góðviðrisdagar verða nýttir til hins ýtrasta, farið út með fimleikaáhöld og æft úti. Á námskeiðunum er skipulögð dag- skrá frá klukkan níu á morgnana til kl. 16. Boðið er upp á gæslu án auka- kostnaðar frá kl. 8.00–9.00 og frá kl. 16.00–17.00. Verð fyrir fjögurra daga námskeið er 12.720 kr. Fimm daga námskeið kostar 15.900 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Athugið að fjöldi barna á hverju námskeiði verður tak- markaður og ef lágmarksfjöldi næst ekki á námskeið gæti þurft að sam- eina námskeiðin á einn stað. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni gerpla.is. Skráning fer fram á vefsvæðinu gerpla.felog.is Tímatafla: n Námskeið 1: 5. júní–8. júní (4 dagar) Versalir n Námskeið 2: 11. júní–15. júní Versalir og Vatnsendi n Námskeið 3: 18. júní–22. júní Versalir og Vatnsendi n Námskeið 4: 25. júní–29. júní Versalir og Vatnsendi n Námskeið 5: 2. júlí–6. júlí Versalir n Námskeið 6: 9. júlí—13. júlí Versalir n Námskeið 7: 16. júlí—20. júlí Versalir n Námskeið 8: 23.júlí—27. júlí Versalir og Vatnsendi n Námskeið 9: 30. júlí–3. ágúst Versalir og Vatnsendi n Námskeið 10: 7. ágúst–10. ágúst (4 dagar) Versalir og Vatnsendi n Námskeið 11: 13. ágúst–16. ágúst (4 dagar) Versalir og Vatnsendi Nýtt oG GlæSileGt húSNæði Gerplu teKið Í NotKuN:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.