Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 49
Barnið 18. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ sjálf menntaður nuddari frá Nudd- skóla Íslands en ungbarnanuddið lærði hún í Bretlandi hja International Association of Infant Massage (IAIM) en það eru elstu alþjóðlegu samtökin ásamt því að vera þau stærstu sem sérhæfa sig eingöngu í ungbarna- nuddi. Námskeiðið fer þannig fram að foreldri/ar nudda barnið sitt á meðan leiðbeinandi sýnir nuddformið á dúkku. Barnið er ávallt beðið um leyfi áður en byrjað er að nudda það og fylgt er þeirra líðan. Þannig er byggt upp traust og barninu sýnd virðing sem er nauðsynlegt fyrir góð sam- skipti á milli foreldra og barns. Tímarnir eru hugsaðir sem gæða- stund og gefur foreldrum tækifæri til þess að ræða sín á milli. Nudd- strokur eru endurteknar hverja viku og æ fingablað fylgir hverjum tíma til að nota heima við á milli námskeiðs- daga. Öll börn eru velkomin. Námskeiðið er fyrir börn 1 árs og yngri. Foreldr- ar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að barnið gráti í tím- anum, næri sig eða jafnvel sofi af sér tímann. Hvaða gagn hefur barnið af námskeiðinu? n Gefur barninu aukið öryggi n Minnkar grát og tilfinningalegt uppnám n Eykur slökun n Eykur líkamsvitund n Dregur úr loftmyndun, maga- krampa og hægðatregðu Hvað gerir námskeiðið fyrir for- eldra? n Myndar sterkari tengsl við barnið n Eykur skilning á þörfum barnsins n Gefur gæðastund í gegnum nærandi snertingu Fæðingarfræðslunámskeið Fæðingarundirbúningur fyr- ir verðandi foreldra. Námskeiðið er í höndum ljósmæðranna Elínar Örnu Gunnarsdóttur, Guðrúnar I. Gunnlaugsdóttur, Höllu Bjargar Lárusdóttur og Maríu Rebekku Þór- isdóttur. Þær starfa allar einnig við fæðingar. Á námskeiðunum leggjum við aðallega áherslu á fæðinguna sjálfa, hvað sé að gerast í líkamanum þegar fæðingin hefst og þau bjargráð sem konan getur nýtt sér. Það að vita hvað sé að gerast í líkamanum þegar fæðingin fer af stað, þ.e. hvað það þýðir þegar hríðaverkir byrja, hjálpar konunni að ráða við þá verki sem fylgja fæðingunni. “Það er nefninlega tilgang- ur með þessu öllu saman”. Þetta er í flestum tilfellum eðlilegt ferli og við leggjum áherslu á að horfa á það þannig. Það er hvetjandi fyrir konuna þegar hún er meðvit- uð um það sem er að gerast í líkamanum og hver sé til- gangurinn með öllu þessu erfiði sem lagt er á okkur konur í fæðingu. Þeim mun bet- ur sem konan þekkir líkama sinn og í þeim mun betra jafnvægi sem hún er í, þá á hún auðveldara með að takast á við fæðingarverkina og að jafna sig að henni lokinni. Með góðan stuðning með sér, maka eða fæðingarfélaga, verður konan sterk. Við leggjum því áherslu á að verðandi móðir komi með maka með sér á námskeiðið en ef hann er ekki til staðar að vera þá með einhvern annan nákominn sem mun vera með henni í fæðingunni. Við ræðum um mikilvægi stuðningsað- ilans og hvernig og hvað hann getur gert til að auðvelda konunni þetta ferli sem fæðingin er. Lögð er áhersla á öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkja- meðferðir. Mikilvægt er að reyna að efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra, hvað þau geta sjálf gert til að þeim líði sem best í fæðingunni. Við viljum að þau öðlist hagnýta þekkingu á ferlinu og geti valið á milli ýmissa valkosta sem þeim býðst í fæðingunni. Á námskeiðinu förum við líka inn á umönnun nýburans fyrstu dagana í lífi þess og ræðum mikilvægi tengsla- myndunar. Við mælum með að koma eftir 32. viku meðgöngu. Námskeiðin eru vinsæl og því mikilvægt að skrá sig á þau með góðum fyrirvara. Aðeins eru 6–7 pör á hverju námskeiði. Við bjóð- um upp á notalegt umhverfi, fámenn- an hóp og faglega og reynslumikla leiðbeinendur. Rannsóknir hafa sýnt að folk meðtekur frekar upplýsingar þegar meiri nálægð er við leiðbein- andann og umhverfið og fjöldinn á námskeiðinu er ekki mikill. Við reynum að hafa svona „stofustemmn- ingu“ á námskeiðinu, þ.e. að við sitjum meira og spjöllum saman heldur en að vera með nám- skeiðið á fyrirlestrarformi. Hvert námskeið er eitt skipti í 3 klst. og hægt að velja á milli þess að koma eina kvöldstund á virkum degi kl. 18.00–21.00 eða á laugardegi kl. 11.00–14.00 Almennt hefur verið mikil ánægja með þennan fæðingarundirbúning og höfum við fengið mörg jákvæð ummæli frá þeim sem sótt hafa þessi námskeið. Verðandi feður hafa verið sérstaklega ánægðir með nám- skeiðin og finnst hlutverk þeirra verða skýrara og þeim finnst þeir vita meira hvað í vændum er. Einn hafði á orði við okkur að svona námskeið ætti í raun að vera skylda fyrir alla nýja verðandi feður. Eflaust margir sam- mála honum um það. Brjóstagjafanámskeið 9 mánaða Brjóstagjöfin er ein sú besta gjöf sem okkur hefur verið gefin og er óviðjafn- anleg aðferð til samskipta milli móður og barns. Mikilvægt er að leggja góð- an grunn að brjóstagjöfinni og ætti því gott námskeið á meðgöngunni að veita verðandi foreldrum aukinn styrk til að takast á við það verk- efni sem brjóstagjöfin er. Hún krefst þolinmæðis, sérstaklega á fyrstu vikunum eftir fæðingu. Þess vegna er nauðsynlegt að gefa sér þann tíma sem þarf til að brjóstagjöfin nái að fara vel af stað. Reynslan af fyrstu brjóstagjöf virðist vera sá grundvöllur sem konan byggir á með næstu börn sín. Í hverjum mánuði er haldið nám- skeið í brjóstagjöf og leiðbeinandi á því námskeiði er Ingibjörg Eiríksdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC. Nálastungur EigendurUngbarnanudd Nuddarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.