Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 60
60 fólk 18. maí 2018 Þ orsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístunda- miðstöð, sem skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík, vill nota eigin reynslu af alkóhólisma og fíkniefnaneyslu til að bæta umgjörð og úrræði fyr- ir ungt fólk í Reykjavík. Þorsteinn vakti mikla athygli í mars síðast- liðnum fyrir átakið #karlmennsk- an, þar sem hann hvatti aðra karla til að hafna eitraðri karlmennsku. Hann er búinn að vera edrú í 11 ár, síðan hann var 22 ára gamall, þar sem áherslur hans sem fram- bjóðanda byggjast að miklu leyti á hans eigin reynslu er hann í fyrsta sinn tilbúinn að stíga fram með sögu sína af alkóhólisma. „Íslenskt samfélag er byggt upp á alkóhólisma, fólk er annaðhvort alkóhólistar eða aðstandendur alkóhólista. Það virðist vera hinn sorglega fyndni veruleiki okkar. Og þetta er fáránlegt tabú. Ég hef starf- að að forvörnum með ungu fólki í 12 ár í gegnum félagsmiðstöðv- arnar. Ég byrjaði sjálfur of ungur að drekka, þá var það eðlilegt fyr- ir unglinga að byrja að drekka en það hefur sem betur fer breyst mik- ið á síðustu árum, en við þurfum að vera á tánum,“ segir Þorsteinn. „Ég hélt lengi framan af að þetta væri ekkert vandamál. Ég var íþróttamaður, spilaði í meistara- flokki í fótbolta, stóð mig í mennta- skóla og svo í háskóla. Út á við leit alltaf út fyrir að ég væri með flest alveg á hreinu, ég væri bara pínu skrautlegur þegar ég fengi mér í glas. Raunveruleikinn var að ég drakk mikið, fór flestar helgar út að skemmta mér og notaði fíkniefni í laumi. Ég hélt allan tímann að ég væri við stjórnvölinn, það var ekki fyrr en ég var búinn að vera edrú í nokkur ár að ég fattaði að ég hafði aldrei verið með stjórn á neinu. Mér tókst bara að halda lífinu saman og slapp við að vera búinn að missa allt áður en ég varð edrú. Það er oft eins og fólk haldi að mað- ur þurfi að rústa heilu fjölskyldun- um og verða sextugur áður en það megi snúa við blaðinu.“ Þorsteinn fann engan dramat- ískan botn, heldur vaknaði hann einn morguninn á hinu fræga ári 2007 og fann að hann gæti ekki verið þessa manneskja lengur. Það þyrfti eitthvað að breytast. Hvenær byrjaðir þú að nota fíkniefni? „Það var í algjöru hugsunar- leysi þegar ég var 17 ára. Ég var á djamminu með góðum vinum mínum og fæ að smakka. Þá gerist eitthvað í hausnum á mér og í hvert skipti sem ég fékk mér í glas eftir þetta öskraði efnið á mig. Ég ætl- aði mér aldrei að gera þetta aftur, í hvert einasta skipti.“ Hverja einustu helgi? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef ekki tölu á hversu oft, en ég not- aði hvert tækifæri. Það gat verið keppnisferð á þriðjudegi eða bjór- kvöld í menntaskólanum á fimmtu- degi. Svo kom bara þessi dagur, ég vaknaði eftir enn eitt djammið, það var ekkert hræðilegt djamm, en ég hugsaði með mér: „ég get ekki lif- að svona lífi lengur“. Ég hef náð að halda mér edrú allan þennan tíma og svona temmilega andlega heil- brigðum. Þetta var ekki alltaf auð- velt, ég var 22 ára að læra hvernig á að skemmta sér upp á nýtt. Þetta mótaði mig mjög mikið sem mann- eskju og hefur orðið til þess að ég er með forvarnir á heilanum í dag.“ Hvernig viltu nota reynslu þína til að hafa áhrif í borginni? „Við vitum hvað það er sem þarf til að koma í veg fyrir að krakk- ar fari í fíkniefnaneyslu. Við töl- um um verndandi þætti sem eru meðal annars áhrif fjölskyldunn- ar, það eru íþróttirnar, skipulagt frístundastarf eins og félagsmið- stöðvarnar. Síðan er það líka al- menn vellíðan ungs fólks. Það er þar sem við þurfum að stíga inn. Það þarf fleiri úrræði í geðheil- brigðismálum og ekki bara það, heldur að breyta viðhorfum sam- félagsins til geðheilbrigðismála. Það er tabú að tala um alkóhól- isma þrátt fyrir að samfélagið sé gegnumsýrt, við þurfum líka að geta talað um geðheilbrigðismál. Við þurfum að komast á þann stað að fólk þurfi ekki lengur að þykjast vera heima með kvef þegar það er einfaldlega kvíðið eða þunglynt og þeir sem þjáist skammist sín ekki fyrir að leita sér hjálpar. Úrræðin þurfa þá líka að vera til staðar.“ Þorsteinn viðurkennir að ver- kefnið sé erfitt, sérstaklega í ljósi þess að hann sjálfur var í íþróttum. „Við getum gert þetta svo miklu markvissara. Við sem vinnum með ungu fólki sjáum í gegnum þá sem eiga við erfiðleika að stríða og við getum gripið inn nógu snemma. Þess vegna þarf að efla félagsmið- stöðvarnar fyrir 10 til 12 ára aldur- inn og gefa fagfólkinu í borginni rými til að vinna saman til að grípa inn í án þess að þurfa að fara í gegnum kerfið. Við eigum líka að horfa til þess að efla geðheilbrigð- isþjónustuna á heilsugæslustöðv- unum og í kringum grunnskól- ana.“ n Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Sigraði fíkniefnadjöfulinn og vill nota reynsluna til að bæta borgina Þorsteinn vill í borgarstjórn og efla markvissar forvarnir Þorsteinn V. Einarsson. Mynd: dV/Ari Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.