Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 68
68 bleikt - heilsa 18. maí 2018 „Hvað ef annað okkar fílar þetta en hitt ekki?“ Halla er á leið til Amsterdam: Sæl, Ragga. Ég er rúmlega fertug og það er ekki í raun fyrr en núna að ég er farin að leyfa mér að vera ég sjálf í kynlífi. Ég held að ég eigi meira inni, ef svo má að orði komast. Þess vegna ætla ég að koma til þín á námskeiðið Konur og kynlíf á þessu ári. En að málinu: Ég og mað- urinn minn stundum gott og fjölbreytt kynlíf þó svo að inn á milli komi daufir kaflar. Ég er búin að lesa greinarnar þínar um swing og er nokkuð spennt fyrir heimsókn í slík- an klúbb. Það vill svo vel til að ég og maðurinn minn erum að fara til Amsterdam og við erum byrjuð að ræða hvort við eigum að stíga þetta skref. Okkur finnst margt spennandi í þessum efnum en líka eitt og annað sem hræðir okk- ur, enda er þetta skref út fyr- ir þægindarammann. Núna eftir að ég las skrifin þín fær- ist ég nær hugmyndinni, sér- staklega vegna þess að hingað til hef ég ekki vitað hvert við ættum að leita en ég ímyndaði mér líka að þetta væri mögu- lega sóðalegt. 1. Ef við förum á swing-klúbb verðum við þá að stunda kyn- líf með öðrum? Megum við vera bara tvö saman í kynlífi eða þarf að þiggja boð eða bjóða öðrum? Má kannski láta duga bara að horfa á í fyrsta sinn? 2. Eru allir að drekka áfengi á slíkum klúbbi eða er fólk edrú? Maðurinn minn smakkar það stundum lítil- lega en ég drekk ekki. 3. Mæti ég snyrtilega klædd í fallegum undirfötum og er svo bara á þeim þegar sá tími kemur? 4. Hvað ef annað okkar er að fíla þetta en hitt ekki? Eru þá líkur á að þetta geti skaðað samband okkar? 5. Þurfum við ekki að vera búin að ræða okkar á milli hvað er í boði og hvað má ganga langt eða gerast hlutirnir bara? 6. Hverjar eru líkurnar á að smitast af kynsjúkdómi eða húðsjúkdómi og þarf ég að koma með verjur og eitthvað undir mig eða er allt til alls á staðnum? Kveðja, Halla. Kæra Halla Takk fyrir frábærar spurningar og vertu velkomin á námskeið hjá mér. Næstu dagsetningar fyr- ir Konur og kynlíf verða auglýstar í ágúst. Það er greinilegt að áhugi á lífsstílnum leynist víða meðal ís- lenskra góðborgara. Fjöldi Ís- lendinga á swing-samfélagsvefn- um SDC hefur rokið upp úr öllu valdi. 1. Þið verðið hvorki eitt né neitt þó að þið stígið inn í klúbb. Nema að fylgja reglum klúbbs- ins auðvitað. Best er að kynna sér reglur hvers staðar fyrir sig, en þær er að finna á heimasíð- um klúbbanna. Almennt má segja að reglurnar séu svipaðar; ákveðins klæðnaðar er krafist, vímuefni umfram áfengi eru ekki leyfð, gestir eru beðnir að ganga vel um, skilja símana eftir í skáp- um í búningsklefa, já og auðvitað viðhafa kurteisi í samskiptum. Þið ráðið alveg með hverj- um þið stundið kynlíf og getið af- þakkað allt sem stendur til boða. Fólk sem stundar þessa senu er vant því að fá neitun og móðgast ekki. Það er ekkert að því að mæta á svæðið eingöngu til að upp- lifa stemninguna og kynorkuna í loftinu, fá að ganga um meðal fá- klæddra og eiga samskipti við fólk. Pör mæta líka til að stunda kyn- líf saman, jafnvel með áhorfend- ur, eða meðal annarra para sem líka eru að stunda kynlíf. Þetta fer allt eftir smekk og því sem ykkur finnst þægilegt. Pör sem vilja stunda kynlíf með öðrum hafa ýmsa möguleika til að láta það rætast. Margir kunna best við að byrja á spjalli við bar- inn, eða í setustofu, ef vel fer á með fólki má svo stinga upp á að færa partíið yfir á leiksvæðið. Ef þið eruð tvö í leik á opnu svæði og sjáið álitlegt par nálgast með bros á vör og lostafullt blik í augum gæti verið viðeigandi að senda þeim spurnarbendingu með höfði eða höndum, bjóða þeim þátttöku. Ef þið sjáið ómótstæðilegt par í leik og langar að taka þátt en náið ekki augnsambandi, má tylla sér á rúmbríkina og strjúka handarbaki spurnarlega um læri eða upphand- legg. Ef svarað er með brosi, eða kolli er kinkað, er málið að kasta sér í leikinn. Ef höndin þín er hins vegar færð í burtu af líkamshlutan- um þýðir það venjulega að nærveru þinnar í leiknum sé ekki óskað. Gestir nota bæði tal og sam- skipti án orða til að tjá sig, en sú meginregla gildir að þú demb- ir þér ekki í hrúgu nakinna, eða stingur líkamshluta inn í líkamsop án þess að leyfi hafi verið veitt. 2. Klúbbar af þessu tagi eru yf- irleitt ósköp svipaðir öðrum dans- klúbbum og diskóbörum. Fyrir utan kynlífsherbergin, búnings- herbergin og klæðaburð fólks- ins. Dansgólfið er á sínum stað, barinn, og stundum eru veitingar í boði, sófar og svæði til að eiga samskipti við aðra gesti. Sumir gestir drekka, aðrir ekki. 3. Flestir staðir eru með klæðar- eglur sem taka gildi þegar klukkan slær eitthvað ákveðið. Í Fata morg- ana í Hollandi er leyfilegt að vera í borgaralegum klæðnaði til klukk- an 21 á föstudagskvöldum, eft- ir það fækkar fólk fötum og klæð- ist einhverju efnisminna. Konur eru gjarnan í nærfötum og karlar á sæmilega útlítandi nærbuxum. Sumir velja líka að vera kviknakt- ir og það má! 4. Frábær spurning! Það getur vel verið að annað ykkar muni fíla sig í botn en hitt ekki. Þegar pör fara út í svona áhugamál saman þurfa samskipti að vera skýr og opin. Það er ekki gott að annað ykkar upplifi óþægilega pressu. Meðal annars þess vegna er best að fyrsta heimsókn ykkar í klúbb sé án væntinga, að þið farið til að skoða, upplifa stemninguna og kanna hvernig ykkur líður í um- hverfinu. 5. Ég ráðlegg ykkur eindregið að vera búin að ræða saman um mögulegar aðstæður sem geta skapast. Í fyrstu upplifun af kyn- lífi með aukaleikurum getið þið ekki mögulega vitað hvernig ná- kvæmlega ykkur mun líða við að sjá makann þiggja munngælur frá einhverjum öðrum. Gott er að þið búið til ramma eða samkomulag ykkar á milli. Leiðirnar eru ótal- margar – þið gætuð ákveðið að kelerí við aðra sé í lagi, en ekki samfarir. Kannski finnast ykkur munngælur í lagi en ekki kossar. Mögulega viljið þið vera saman allan tímann í klúbbnum og sjá hinn aðilann njóta, frekar en að skipta liði. Best er að hafa sam- skiptin opin – enda er líklegt að þið munið endurskoða fyrirkomu- lagið ykkar reglulega. 6. Í flestum klúbbum sem ég hef heimsótt eru smokkar og hand- klæði til nota fyrir gesti. Ég mundi þó kanna þetta á heimasíðu hvers klúbbs fyrir sig. Einu sinni hef ég komið á klúbb þar sem bréf- þurrkur voru í boði en ekki hand- klæði – það var ekki nógu lekkert. Í klúbbum er líka hægt að kom- ast í steypibað milli atriða, og al- mennt hefur mér sýnst fólk ljóm- andi hreinlegt. Þið setjið ykkar reglur um smokka, hvort þið notið þá í sam- förum eða líka við munngælur. Eins og þú eflaust veist getur þú smitast af herpes þrátt fyrir smokkanotkun – þá er ágætt að muna eftir því að flestir fullorðnir einstaklingar bera annaðhvort Herpes 1 eða 2 veiruna í sér, þó að margir hafi aldrei fengið einkenni. Að mínu mati mætti al- veg tóna niður dramatíkina í um- ræðu um kynfæraherpes – óþægi- legt vissulega í þeim tilfellum sem útbrot birtast, en við fyrstu einkenni má taka lyf sem stytta óþægindatímann, svo að þetta þarf ekki að vera mikið meira mál en að fá ennisholubólgu. Þið eruð fullorðið fólk og þurfið að vega og meta þetta sjálf! Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, Hamraborg 11 raggaeiriks@gmail.com www.raggaeiriks.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.