Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 4
4 25. maí 2018fréttir Þ að eru væringar á fjölmiðla- markaði, um það þarf vart að fjölyrða. Líkast til mun miðlum halda áfram að fækka hér á landi næstu misserin. Eitt þekktasta vikublað þjóðar- innar, sem þó kemur ekki lengur út, var Helgarpósturinn. Það blað skók stoðir samfélagsins eins og sagt var fyrr á tíð, frægast varð það auðvitað vegna Hafskipsmálsins. Athygli vekur að útvarpsdrottn- ingin Arnþrúður Karlsdóttir, sem kennd er við Útvarp Sögu, er eig- andi vörumerkisins Helgarpóst- Að meðaltali fær hver maður 7.200 fullnægingar um ævina. Það er staðreynd að … Klukka Lundúna, Stóri Ben, er þekkt fyrir ná­ kvæma tímasetningu. Árið 1945 seinkaði klukkan sér um fimm mínútur. Það gerðist þegar hópur starra settist á mínútu­ vísinn. Allir ísbirnir eru örvhentir. Hreint kókaín var selt í Harrods versluninni í London til upphafs 20. aldar. Dag hvern andar þú að þér um þús­ und rúmsentimetrum af prumpufýlu annarra. Við fæðumst hnéskelja­ laus. Þær myndast við þriggja til fjögurra ára aldurinn. Hver er hún n Hún á afmæli í dag og er fædd árið 1984. Hún starfar í dag sem lögfræðingur. n Hún er mikil áhuga­ manneskja um dans og hesta. Þá starfaði hún eitt sumar sem lögregluþjónn. n Móðir hennar var þekkt fyrirsæta og tók þátt í Ungfrú Ísland árið 1983 og sigraði. Hún var ólétt þegar hún tók þátt í keppninni. n Hún ber nafn móður sinnar. Hún tók einnig þátt í Ungfrú Ísland. n Hún var valin fegurst kvenna í heimi árið 2005, þá 22 ára gömul. UnnUr Birna Vilhjálmsdóttir É g byrjaði að hafa áhuga á fluguveiði þegar ég fór að vinna við skipulagningu veiðiferða. Það má eiginlega segja að ég hafi dottið á kaf í veiðiheim- inn, því við hjónin störf- um bæði við þetta og vinir okk- ar og sam- starfsfólk er flest á kafi í sportinu.“ Þetta segir Harpa Hlín Þórðar- dóttir sem er sérfræðingur í stang- og skotveiði. Hún hefur fellt elg í Eistlandi og sauðnaut á Græn- landi. Þá hefur hún stofnað veiði- klúbb fyrir konur, en nýjasta afrek Hörðu er að hún er nú í undanúr- slitum í Extreme Huntress en um er að ræða bandaríska þætti um veiði- konur. Í þáttunum spreyta konurn- ar sig í ýmsum þrautum. Vonast Harpa til að standa uppi sem sig- urvegari og hljóta titilinn Extreme Huntress 2019. DV lék forvitni á að vita hvernig áhuginn á skotveiði er til kominn og hvert sé eftirminnilegasta eða stærsta dýr sem hún hafi fellt. „Ég drakk í mig þekkingu reyndra manna en engra kvenna því veiðikonur voru bara ekki í kringum mig. Það var eðlilegt framhald af stangveiðinni að prófa skotveiði en það er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa prófað hvernig veiðin gríp- ur mann. Fyrir mig þá er eins og það hafi kviknað á nýjum skiln- ingarvitum. Ég finn sambland af spennu, afslöppun, tengingu við náttúruna og svo fer ég upp og niður allan tilfinningaskalann. Þú finnur fyrir spennu, vonbrigðum, gleði, smá öfund, að gleðjast með öðrum, svefnleysi og mér finnst ég hafa kynnst sjálfri mér upp á nýtt.“ Harpa var óviss um hvort hún ætti að prufa skotveiði en sagði við sjálfa sig að ef henni þætti óþægilegt að fella dýr með skotvopni væri alltaf hægt að hætta við. „Þegar ég skaut fyrsta dýrið þá leið mér svipað og þegar ég veiddi fyrsta laxinn. Ég fylltist stolti og fannst þetta aldrei rangt, ég legg mikla áherslu á að borða hreinan mat og nýta það sem nátt- úran gefur.“ Sumir þeirra sem stunda fisk- veiðar telja skotveiði eða jaðarveiði þar sem dýr á borð við sauðnaut eru felld, af hinu slæma. Harpa bendir á að allt sé nýtt af skepnunni. „Mín upplifun er sú að þú finn- ur ekki meiri náttúru- og dýra- verndunarsinna en einmitt veiði- menn. Ég veit mörg dæmi þess að veiðifólk bjargar dýrum úr ógöng- um, girðingum eða upp úr vatni og lagfæra umhverfi þeirra.“‘ Eftirminnilegasta veiðiferðin Harpa segir ánægjulegast að fara í veiðiferðir með fólki sem sé að taka sín fyrstu skref í skotveiði. „Gleðin er svo einlæg þegar fólk nær að skilja náttúruna og umhverfi sitt betur og að veiða fyrsta dýrið er eitthvað sem allir muna eftir,“ segir Harpa en aðspurð um eftirminni- legustu bráðina svarar hún: „Vænt- anlega fyrsta dýr- ið sem ég skaut í Skotlandi og stóri hreindýrstarfurinn sem ég fékk í Græn- landi. Annars för- um við reglulega fjölskyldan að veiða gæs upp á Melum en þá tökum við oft eitt barna okkar með en þeim finnst áhugavert að taka þátt í þessu með okkur.“ Gefandi að veiða með konum Harpa bætir við að hún veiði eingöngu dýr þar sem kjötið sé nýtt. Hún fer reglu- lega með öðrum konum í veiði- hópnum T&T international í ferð- ir erlendis en hópurinn stefnir til Eistlands í haust. „Það er virki- lega gefandi að veiða með öðrum konum og gaman að læra hver af annari.“ Harpa er, eins og áður seg- ir, í undanúrslitum í Extreme Huntress. Ef þú vilt hjálpa Hörpu að komast áfram í úrslit, þá er hægt að kjósa hana áfram hér. n Harpa drap sauð- naut á Grænlandi n Slær í gegn í Bandaríkjunum n Allt kjöt nýtt n Tengist náttúrunni auður Ösp Guðmundsdóttir Kristjón Kormákur Guðjónsson audur@dv.is / kristjon@dv.is Harpa Hlín Þórðardóttir með hreindýrinu sem hún felldi á Grænlandi. Er Harpa afar stolt af þessari veiði en hún veiddi hreindýr á Grænlandi árin 2012 og 2013. Hvað segir Magnús geir? Magnús geir eyjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar, upplýsir um líklega atburðarás á kosninganótt. Magnús hefur mikla þekkingu á hinu pólitíska landslagi en hann segir: „Það hefur ekkert komið mér á óvart á kosninganótt síðan Valgerður Sverrisdóttir steig línudans í beinni hér um árið. Það var epískt. Vigdís Hauks er sú eina sem er líkleg til að toppa Valgerði enda rekið hressari og popúlískari kosningabaráttu en borgarstjóraefni í Medellín. Kannanir sýna að það sé lítið að fara að breytast í stjórn borgarinnar þannig að helsta spennan er hvort Facebook-költið hans Gunnars Smára skili inn manni. Og ef það gerist ekki, hvaða költ stofnar hann næst?“ Kaffistofan Hver á eiginlega Helgarpóstinn? urinn. Hefur heyrst af útgáfupæl- ingum hennar undanfarið, enda nokkuð sótt að stöðinni sem á sér þó sinn fasta aðdáendahóp. Lénið helgarposturinn.is er hins vegar ekki eign Arnþrúðar. Þegar rýnt er í gögn Isnic kemur í ljós að eigandi lénsins er enginn annar en Jón Kaldal, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar Fréttatímans. Spurningin er hvort þeirra verð- ur á undan að endurvekja gamla góða Helgarpóstinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.