Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 6
6 sport 25. maí 2018 E mil Hallfreðsson, miðju- maður Udinese á Ítal- íu og lykilmaður í íslenska landsliðinu, er kominn til landsins. Hann er klár í undir- búning fyrir stærsta íþróttavið- burð sem Ísland hefur tekið þátt í, sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Úrslitaleikur móts- ins er sá íþróttaviðburður sem fær mest áhorf í heiminum, það eru allir að fylgjast með. Litla Ís- land verður með, afrek sem fáir gátu séð fyrir að yrði að veruleika. Emil er einn af lykilmönnum liðsins, hann er öðruvísi karakter en margir í liðinu en á góðan hátt. Stundum hefur Emil ekki feng- ið allt það lof sem hann á skilið, margir hafa vanmetið afrek hans. Hann hefur nú mörg ár í röð leik- ið í efstu deild á Ítalíu, einni sterk- ustu deild sem knattspyrnumað- ur kemst í. Þar ertu ekki í mörg ár nema að kunna sitthvað fyrir þér í leiknum fagra. „Þetta var mjög spes tímabil í heild ef ég á að segja eins og er,“ sagði Emil þegar blaðamaður tyllti sér niður með honum fyrir æfingu landsliðsins. Röddin hjá Emil var að gefa sig, hann var afar hás en gaf sér tíma í gott spjall. Tímabil- ið með Udinese var að klárast, það var mjög skrýtið fyrir hann. Í fyrsta sinn í fjölda ára upplifði Emil það að vera settur í frystikistuna. Það kom langur kafli þar sem hann fékk ekkert að spila en Udinese sem er stórveldi, var í vandræðum innan vallar. „Ég var með þrjá þjálfara. Massimo Oddo, sá sem var í miðj- unni af þeim hafði ekki mikla trú á mér, ég fékk voðalega lítið að spila, nánast ekki neitt. Þetta var ótrú- lega skrýtið, það er ekki hægt að vera allra og maður skilur það al- veg. Ég var samt alltaf klár ef kall- ið kæmi, það var gott þegar Igor Tudor tók við undir lok tímabils- ins, ég spilaði síðustu tvo leikina. Það var frábært fyrir mig persónu- lega, maður er búinn að æfa vel og var alltaf klár ef kallið kæmi. Mað- ur gaf líka gott svar á vellinum, við unnum báða þessa leiki og ég endaði þetta ótrúlega vel sjálfur. Það var rosalega gott fyrir mig að fá smá leikæfingu, sérstaklega í ljósi þess að HM er að koma. Þetta tímabil var lærdómsríkt að vissu leyti, þetta var ekkert alltaf ótrú- lega skemmtilegt.“ Miklu betri árangur með Emil innan vallar Tölfræði í fótboltanum getur blekkt en tölfræðin hjá Udinese með og án Emils segir alla söguna, liðið gekk í gegnum eyðimörk án hans en þegar Emil var á sín- um stað á vellinum komu sigrar sem skiptu máli. Það miklu máli að þeir björguðu þessu fornfræga félagi frá falli úr efstu deild á Ítal- íu. ,,Í þeim leikjum sem ég tók þátt í gekk vel, endirinn á tímabil- inu var góður þar sem við gátum í raun fallið, og þeir voru mikil- vægir. Þjálfarinn kom til mín og sagði mér að ég myndi spila þá, gaf mér traustið. Ég gaf honum það til baka og það var gott að enda þetta svona. Við enduðum í 14 sæti, það er ekki góður árangur. Við áttum á hættu að falla. Það var glórulaust að við skyldum vera í þessari að- stöðu, við töpuðum tólf leikjum í röð. Maður sat á bekknum á þeim tímapunkti og hugsaði hvað væri í gangi, maður gat ekkert.“ Ákvað að halda kjafti Emil er 33 ára gamall, hann hefur upplifað margt og veit að heimur fótboltans er skrýtinn. Það getur allt breyst á einu augabragði, bæði til hins betra og verra. ,,Fótbolt- inn er stórfurðulegur, þetta get- ur allt breyst á fimm mínútum. Þú getur verið kóngurinn og breyst í mesta bjánann á einu augnabliki. Þeir gera við mig nýjan samning og þjálfarinn var rosalega ánægð- ur með það. Svo bara notar hann mig ekkert, maður þarf samt alltaf að vera klár. Ég hélt bara áfram, æfði vel. Ég ákvað það strax bara að halda kjafti og æfa, segja ekki neitt og vera klár. Í þessum síðustu tveimur leikjum þurfti liðið á því að halda að allir væru klárir og ég var það, maður hjálpaði liðinu að ná þessum tveimur síðustu úrslit- um sem skiptu máli.“ Ráð til ungs fólks Það getur tekið á andlega að sitja á bekknum og gera ekkert, sér- staklega þegar liðinu gengur illa og þú telur þig hafa ýmislegt fram Konan passar að fitu- prósentan sé í lagi fyrir HM n Emil Hallfreðsson er í stærra hlutverki en á EM n Gefur ungu knattspyrnufólki ráð Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Tölfræði Udinese á þessu tímabili með og án Emils Án Emils 20 leikir = 11 stig 0,55 stig í leik Með Emil innan vallar 18 leikir = 29 stig 1,61 stig í leik „Hún fær hrós fyrir það, það er afar vel hugsað um karlinn. Það er ekki mikið af fiutprósentu núna. M y n d iR H a n n a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.