Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 7
sport 725. maí 2018
HVERSDAGSLEIKINN Á
SKILIÐ ÓTRÚLEGAN
SÍMA
DUAL 12 MP MYNDAVÉL
NOKIA
8 SIROCCO
Jóhann keyrði aftan á bíl og
tognaði á hálsi.
Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur.
Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar.
að færa. Emil segist hafa ráð fyrir
alla unga knattspyrnumenn. ,,Það
sem skiptir mestu máli í fótbolta
er að vera með hausinn í lagi, ef
ég á að gefa ungum leikmönnum
einhver ráð. Þetta skiptir máli, að
vera alltaf rétt stilltur í hausnum.
Sama hvort þú sért utan hóps, á
bekknum eða í liðinu, að vera rétt
stilltur þegar kallið kemur. Það
getur breyst hvenær sem er að þú
farir úr því að vera gaur á bekkn-
um í að vera mikilvægur leikmað-
ur. Þetta breytist svo hratt.“
Hefur lagt meira í
sölurnar en áður
Þessi klóki leikmaður úr Hafnar-
firði hefur lagt meira í sölurnar
en áður, þetta hafa allir séð. Emil
hefur æft meira, hugsað betur um
mataræðið og allt sem því fylgir.
,,Ég hef lagt meira á mig en vana-
lega vegna þess sem er framund-
an, ég hef líka sagt að þetta tímabil
átti að fara svona. Það var verið
að spara mig til að ég yrði í góðu
standi í sumar, maður reynir að
horfa á þetta jákvæðum augum.
Maður er svo klár í sumarið, mað-
ur hefur æft vel og lagt mikið á sig.
Þetta verður sumar sem enginn
mun gleyma.“
Konan passar að
fituprósentan sé í lagi
Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils
passar vel upp á það sem fer ofan
í hann. Blaðamaður hafði lengi
hugsað út í spjall sitt við Emil og
fór að fylgjast með ýmsu sem gæti
nýst honum. Eitt af því var að
skoða Instagram-síðu Ásu. Þar má
sjá daglega hvað hún eldar ofan í
fjölskyldu sína, ofnbakað græn-
meti er þar vinsælt. ,,Hún er með
pælingar í að bjóða þjóðinni í mat
held ég bara,“ sagði Emil og brosti,
það kom honum líklega á óvart
að fá spurningu um þetta. ,,Það
er mikið ofnbakað grænmeti. Það
er passað upp á mataræðið, það
skiptir máli. Hún fær hrós fyr-
ir það, það er afar vel hugsað um
karlinn. Það er ekki mikið af fiut-
prósentu núna. Ég er í rosalega
góðu standi yfir höfuð, ég er kom-
inn á þann aldur að það skiptir
mig kannski ekki öllu máli að spila
alveg heilt tímabil. Ég hafði tekið
sirka tíu tímabil í röð þar sem ég
spilaði yfir 30 leiki, það var gott
fyrir mig að fá að spila þarna í lok-
in, bæði fyrir líkamann og haus-
inn. Núna verða tveir æfingaleik-
ir, þar sem allir fá líklega tækifæri.
Þá nær maður nokkrum leikjum
til að vera í toppformi þegar fyrsti
leikur á HM er.“
Hlutverið hefur breyst frá síð-
asta stórmóti
Emil hefur upplifað allt með
landsliðinu en í sumar verða 14
ár frá því að hann lék sinn fyrsta
landsleik. Hann hefur upplif-
að það að spila mjög stórt hlut-
verk og einnig að vera í algjöru
aukahlutverki. Sitja mikið á
bekknum og eins og raunin var
á Evrópumótinu í Frakklandi.
Þar kom Emil aðeins einu sinni
við sögu sem varamaður gegn
Ungverjalandi. Eftir að Heimir
Hallgrímsson tók við liðinu hefur
Emil hins vegar fengið mjög stórt
hlutverk, hann hefur stimplað sig
inn sem lykilmaður og óhætt er að
fullyrða að hann hafi aldrei spil-
að betur í bláu treyjunni. ,,Ég get
alveg viðurkennt það að fyrir EM
bjóst ég við að spila meira, fá fleiri
mínútur og koma oftar inn. Núna
undir stjórn Heimis hef ég fengið
stærra hlutverk en áður, ég spilaði
síðustu sex leikina í undankeppn-
inni. Við breyttum um leikkerfi
sem gekk rosalega vel, ég vona að
ég sé í stærra hlutverki á HM en
raunin var á EM. Má maður ekki
alveg búast við því? Ég hef séð
það þannig fyrir mér, ég er búinn
að stilla mig inn á það. Ég ætla að
vera í flottu standi, gera allt sem
ég get gert fyrir liðið. Það eru all-
ir þannig, okkur langar að ná ár-
angri.“
Markmið liðsins eru á hreinu
Ísland er í sterkum riðli í Rúss-
landi en liðið setur stefnuna upp
úr honum, efstu tvö sætin kom-
ast í 16 liða úrslitin. ,,Við ætlum að
komast upp úr riðlinum og skoða
svo stöðuna, ég held að það sé
fínt að horfa á hlutina þannig. Það
væri fáránlegt að mæta og segjast
ætla að vinna mótið en við ætlum
okkur upp úr þessum riðli. Það
er markmiðið, svo verður stað-
an skoðuð eins og í Frakklandi.
Vonandi getum við komið hinum
liðunum á óvart.“ n
Leikir Íslands á
HM í Rússlandi
Laugardagurinn 16. júní
Ísland – Argentína (13:00)
Föstudagurinn 22. júní
Ísland – Nígería (15:00)
Þriðjudagurinn 26. júní
Ísland – Króatía (18:00)
„Það sem
skiptir
mestu máli í
fótbolta er að
vera með hausinn
í lagi, ef ég á
að gefa ungum
leikmönnum
einhver ráð.