Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 8
8 25. maí 2018fréttir Við erum flutt á malarahöfða 2 110 Reykjavík 2. hæð Fataviðgerðir og fatabreytingar E rlendir starfsmenn sem koma hingað til lands á veg- um starfsmannaleiga eru að öllum líkindum einn jaðar- settasti hópur íslensks samfélags. Þessir einstaklingar koma hing- að til að vinna í skamman tíma á lágum launum og rödd þeirra heyrist aldrei. DV ræddi við einn slíkan starfsmann, sem er af slav- nesku bergi brotinn, en hann kom hingað til lands á vegum Elju – þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er umsvifamesta starfs- mannaleiga landsins. Viðmælandi, sem er mennt- aður í sinni iðn, er ánægður með viðmót íslenskra samstarfsfélaga í sinn garð en segist kunna illa við þá tilfinningu að vera á lægri laun- um en ómenntaðir Íslendingar. Þá segir hann farir sínar ekki slétt- ar varðandi húsnæðið sem fyrir- tækið útvegaði honum sem hann telur vera á okurverði. Viðmæl- andinn deilir tæplega 10 fermetra herbergi með öðrum ókunnug- um einstaklingi og greiðir fyrir það 75 þúsund krónur á mánuði. Framkvæmdastjóri Elju segir að félagið hafi engar tekjur umfram kostnað af því að útvega erlendum starfsmönnum húsnæði. Það sé ekki skilyrði fyrir ráðningu starfs- manns að viðkomandi leigi af af Elju, starfsmenn ráði því hvar þeir búa. „Þetta er mjög þröngt“ Elja – þjónustumiðstöð atvinnulífs- ins ehf. er með stærstu markaðs- hlutdeild á starfsmannaleigumark- aði en rúmlega 500 starfsmenn starfa hérlendis á vegum félagsins. Rúmlega 2.000 manns hafa starf- að hjá fyrirtækinu hjá tæplega 200 samstarsfyrirtækum. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 en vöxtur þess hefur verið ævintýralega hraður. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2016 voru rekstrartekjur félagsins orðnar um 860 milljónir króna ári síðar og síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. Fyrirkomulagið er á þá leið að erlendu starfsmennirn- ir skrifa undir samning við félagið áður en þeir koma til landsins en greiða sjálfir fyrir flugfarið. Starfs- mennirnir eru launþegar hjá Elju en fyrirtækið rukkar síðan fyrir út- selda vinnu þessara starfsmanna. Ekki er gefið upp hvaða álag Elja setur á þessa vinnu. Á vef félags- ins kemur fram að lágmarksvið- mið varðandi kjör starfsmanna séu gildandi kjarasamningar en „oft sé borgað meira“. Það gildir þó ekki um viðmæl- enda DV. Hann fær ekki krónu meira. Eins og áður segir er hann af slavnesku bergi brotinn og hef- ur unnið fyrir Elju í nokkra mánuði. Hann er menntaður í sinni iðn og tímakaup hans er 2.250 krónur á tímann sem er lágmarkstaxti. Það gera mánaðarlaun upp á tæplega 390 þúsund krónur. Hann segir að um góð laun sé að ræða miðað við hvað sé í boði í heimalandinu. „Ég áttaði mig samt fljótlega á því að ég er á mun lægri launum en ís- lenskir kollegar mínir, jafnvel þó að þeir hafi ekki sömu menntun né reynslu. Það er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir viðmælandinn sem vill ekki láta nafns síns getið. Þess má geta að meðallaun iðnað- armanna á Íslandi eru um 572 þús- und krónur samkvæmt upplýsing- um frá Samiðn. Viðmælandinn segist þó að mestu leyti vera afar ánægður með að starfa á Íslandi. Sérstaklega sé viðmót íslenskra yfirmanna og samstarfsmanna gott. Hér sé borin virðing fyrir erlendum starfsmönn- um og þeim sýnt vinarþel. Hann hafi áður starfað í Noregi og þar sé litið niður á erlenda starfsmenn og ekki komið vel fram við þá. Það sem fer þó fyrir brjóstið á viðmælanda blaðsins. er húsnæð- ið sem honum er boðið uppá. Um er að ræða herbergi í stóru einbýlis- húsi á höfuðborgarsvæðinu sem er í eigu Domus eigna slhf., sem er eitt af dótturfélögum GAMMA. Her- bergið er aðeins um 8-10 fermetr- ar að stærð en því deilir viðmæl- andi DV með öðrum ókunnugum manni. „Þetta er mjög þröngt. Það er kannski meter á milli rúmanna okkar og bara pláss fyrir einn lít- inn fataskáp,“ segir maðurinn. Fyrir þessa gistingu borgar hann 75 þús- und krónur og mánuði. „Ég var bú- inn að heyra að leigumarkaðurinn væri dýr á Íslandi en ég hef ekki séð dæmi um svona verð,“ segir hann. 122 útlendingar með lögheimili í einbýlishúsi í Árbæ Eins og áður segir er húsið sem viðmælandi DV dvelur í í eigu Domus eigna slhf. sem er í eigu sjóðsins GAMMA:Domus. Sami sjóður á félagið Domus eignir 2 slhf. en þessi tvö félög, Domus og Domus 2, eiga fjölmargar eignir á höfuðborgarsvæðinu. Sama gild- ir um félögin E-fasteignafélag ehf., Almenna Red ehf. og Red ehf. sem öll eru í eigu GAMMA að hluta eða öllu leyti. Í fasteignum þessara fé- laga dvelja fjölmargir starfsmenn Elju. Þannig má nefna Malarás 16 sem dæmi. Um er að ræða 322 fer- metra einbýlishús í Árbænum en þar eru hvorki fleiri né færri en 122 erlendir einstaklingar skráðir með lögheimili samkvæmt þjóð- skrá. Augljóslega hefur aðeins brot þeirra þar aðsetur, flestir eru farnir úr landi eða komnir í ann- að húsnæði. Annað dæmi er Keil- isbraut 745 á Ásbrú en þar eru 92 Rukka erlenda starfsmenn um 150 þúsund krónur í leigu fyrir 10 fermetra herbergi n Eigendur Elju starfa fyrir dótturfélag GAMMA n Samiðn telur fyrirtækið ekki virða nám og réttindi erlendra starfsmanna n Segja leiguna sanngjarna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Arthúr Vilhelm Jóhannesson, framkvæmdastjóri Elju. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. „Þetta er mjög þröngt. Það er kannski meter á milli rúmanna okkar og bara pláss fyrir einn lítinn fataskáp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.