Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 28
28 25. maí 2018 F yrr á tímum jafngilti sjó- mennska Íslendinga her- mennsku á stríðstímum því mannfallið var svo ógurlegt. Þessi fullyrðing er sett fram í sögu Einars Kárasonar, Stormfuglar, og hann endurtók hana í nýlegu sjónvarpsvið- tali. Fullyrðingin hittir beint í mark eins og svo margt í þessari bók – já raunar allt. Nýfundna- landsveðrið er nafn- gift á óveðri sem brast á árið 1959 úti á sjó fyr- ir utan Nýfundnaland. Þangað flúðu mörg ís- lensk fiskiskip landhelgisdeiluna við Breta eftir útfærslu íslensku lögsögunnar í 12 mílur og sóttu á gjöful karfamið. Mannfall varð meðal áhafna íslenskra togara í þessu óveðri en gífurleg ísing var á sjónum og hlóðst utan á skip- in. Skipverjar börðust fyrir lífi sínu með því að berja ís utan af skipunum til að varna því að þau sykkju vegna þungans. Skáldsaga Einars Kárasonar, Stormfuglar, byggir á þessum at- burðum en höfundur tekur sér það skáldaleyfi sem hann þarf til að móta listaverk úr þessum efnivið. Einar hefur valið form nóvellunnar, stuttrar skáldsögu eða langrar smásögu, til að gera þessu efni skil. Sagan er ein sam- felld frásögn, gerist nánast öll um borð á einum síðutogara, fyr- ir utan stutt og meitluð endur- lit af öðrum sviðum í huga sögu- persóna. Þeir einstaklingar úr 32 manna áhöfn skipsins sem varp- að er ljósi á og gerðir eru að eig- inlegum persónum í sögunni eru fáir en verða les- andanum afar eftirminnileg- ir, þó líklega enginn eins eft- irminnilegur og unglingurinn Lárus sem af og til tekur þriðju persónu frásögn sögunnar yfir í fyrstu persónu frásögn sögumanns. Lárus þráði að verða sjómaður – núna lend- ir hann í þessum hremmingum. Það er oftast markmið knöppu frásagnarformanna, smásögu og nóvellu, að segja sem mest í sem fæstum orðum. Sjaldan hefur það tekist eins glæsilega og í þessu verki. Fyrir það fyrsta skrásetur sagan eftirminnilegan kafla úr þjóðarsögunni sem þarf að varðveitast. Í annan stað inni- heldur sagan prýðilega aðgengi- lega og grípandi fræðslu um sjó- sókn og skipakost fyrri tíðar. Í þriðja lagi miðlar verkið sterkum, sammannlegum tilfinningum á meitlaðan og gífurlega áhrifa- mikinn hátt. Hún sýnir hvern- ig mannskepnan getur sýnt sín- ar fegurstu hliðar í ómannlegu andstreymi þar sem lífsspursmál er að standa saman og fórna sér í þágu heildarinnar. Hún lýsir karl- mennsku gamla skólans í allra besta skilningi orðsins. Verkið er þrauthugsað og skrif- að á afar fallegu og ríkulegu máli. Um leið er textinn krefjandi. Það eru langar lýsingar á íshröngli og barningi við að berja ís af skipi. Þannig er lesandinn dreginn inn á sviðið vegna þess að hlutskipti mannanna um borð er að berja ís dag og nótt í örvæntingar- fullri baráttu við dauðann. Setn- ingarnar eru langar og það er líka fyllilega í samræmi við heim sögunnar, því tilveran við þessar aðstæður er langdregin og reyn- ir á þrautseigju meira en nokkuð annað. Seiðmagn sögunnar leið- ir lesandann yfir þessar hindran- ir textans. Höfundur þessarar bókaum- sagnar er ekki ungur mað- ur og eftir því sem árin líða les hann bækur frekar með höfð- inu en hjartanu. Æskufólk tek- ur oft flugið með uppáhalds- bókunum sínum en miðaldra og aldraðir lesendur njóta verk- anna fremur með vitsmununum. Það er enginn löstur á bók þó að hún hitti ekki þennan lesanda í hjartastað. En einstaka sinnum gerist það. Stormfuglar er þannig bók. Hún gerði þennan lesanda í senn meyran og afar glaðan. Hann langaði til að hrópa að hún væri meistaraverk. Tíminn mun leiða í ljós hvort sú niðurstaða er rétt. Í millitíðinni mega lesendur þessarar greinar líta á hana sem húrrahróp. M arrið í stigan- um er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur, 29 ára þriggja barna móð- ur frá Akranesi. Hér er um að ræða spennu- sögu sem vann fyrstu verðlaun í nýrri spennu- sagnakeppni sem ber heitið Svartfuglinn og höfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðar- dóttir standa fyrir í samvinnu við bókaforlagið Veröld. Sögusviðið er Akranes en um leið lýsir sagan mörgum neikvæð- um hliðum smábæjarbrags sem hugsanlega gætu átt við um hvaða smábæjarsamfélag sem er. Klíku- skapur, þagnarhyggja, slúður og einelti eru meðal skuggahliðanna. Ennfremur mætti segja að sagan sé eins og skrifuð inn í þá deiglu afhjúpana kynferðisbrota sem kraumað hefur undanfarin misseri. Ólýsanlegir glæpir gegn börnum eru hér draugar fortíðar- innar og tengjast morðinu sem ráðgátan í sögunni snýst um. Hér er fagmannlega að verki staðið. Sögufléttan er fremur flók- in en haganlega gerð og verkið einkennist meðal annars af trú- verðugri sálrænni innsýn, t.d. í lýs- ingum á afleiðingum ofbeldis. Marrið í stig- anum er vönduð saga en þrátt fyrir að hún lýsi viður- styggilegum glæp- um er hún ekki alltaf áhrifamik- il og eitthvað veld- ur því að kynferðis- glæpirnir í bókinni hreyfa ekki mikið við manni, kannski af því stefin eru of kunnugleg úr bæði fjölmiðlaumræðu og öðrum skáld- sögum, ekki síst spennusögum. Eftirminnilegri eru sjúkdómsein- kennin á smábæjarsamfélaginu, baktalið og hvernig fólk situr uppi með þá stöðu og það álit sem litla samfélagið skaffaði því snemma og það getur ekki brotist undan. Stíllinn er einfaldur og hnökra- lítill. Hversdagslýsingar eiga til að vera klisjukenndar en þess á milli flæðir textinn vel og sagan lifnar við. Persónur eru trúverðugar en ekki sérlega eftirminnilegar. Andi sögunnar er gegnsýrður þjáningu. Afgerandi kostir sögunnar eru góð uppbygging og vel fléttuð ráð- gáta með endalokum sem koma á óvart. Í heildina vel samin saga og miðað við byrjendaverk er bókin vel heppnuð. Fullkomin nóvella Vel fléttuð ráðgáta Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Stormfuglar Höfundur: Einar Kárason Útgefandi: Forlagið 124 bls. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Marrið í stiganum Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir Útgefandi: Veröld 384 bls. Vinsælast í bíó Helgina 18.-20. maí 1 Deadpool 2 2 Avengers: Infinity War 3 I Feel Pretty 4 Víti í Vestmannaeyjum 5 Overboard 6 Vargur 7 Peter Rabbit 8 Önd önd gæs 9 Bókmennta- og kartöflubökufélagið 10 The Big Race Vinsælast á Spotify Vikuna 14.-22. maí 1 This is America – Childish Gambino 2 Better Now – Post Malone 3 One Kiss – Calvin Harris 4 Nice for What – Drake 5 No Tears Left to Cry – Ariana Grande 6 God’s Plan – Drake 7 Psycho – Post Malone 8 Friends – Marshmello 9 X – Nicky Jam 10 The Middle – Zed 1 261 dagur – Kristborg Bóel 2 Kapítóla – Emma DEN Southworth 3 Dagar höfnunar – Elena Ferrante 4 Marrið í stiganum – Eva Björg Ægisdóttir 5 Þú og ég og allt hitt – Catherine Isaac 6 Í nafni sannleikans – Vivica Sten 7 Týnda systirin – B A Paris 8 Uppruni – Dan Brown 9 Bókmennta- og kartöflubökufélagið 10 Samfeðra – Steinunn G. Helgadóttir Metsölulisti Eymundsson Vikuna 14.-21. maí menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.