Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 31
 25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Veitingastaðir Nü AsiAN fusioN: Ferskur og hollur matur undir asískum áhrifum Þann 13. febrúar síðastliðinn opnaði Nü Asian fusion á Garðatorgi og þar er boðið upp á ljúffenga og holla rétti matreidda undir japönskum og asískum áhrifum. „Það var stefán Magnússon veitingamaður sem kom með þá hugmynd að opna þennan stað og mér leist vel á þetta frá byrjun. Hann hefur mikla reynslu, sem er mikil- vægt,“ segir Hlynur Bæringsson, einn eigenda staðarins. Þegar staðsetning var valin varð Garðatorgið ofan á, „enda er það að lifna við, hér er góð stemning og fullt af flottum fyrirtækj- um hér í kring“. Viðskiptavinir geta valið um að borða á staðnum eða taka matinn með heim, en staðsetning staðarins í alfaraleið gerir það að verkum að „take away“ er mjög vinsælt. Á matseðlinum eru salöt, súpur, kjúklingaréttir, þorskur, hnetusteik, lax og avocado ostakaka svo fátt eitt sé nefnt. „Við bjóðum einnig upp á fyrir- tækjaþjónustu sem er mjög vinsæl,“ segir Hlynur. Hún er í boði bæði í hádeginu og á kvöldin, hvort sem er í áskrift eða í einstaka skipti og er keyrt frítt til fyrirtækja. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Garðatorgi og er torgið nú orðið að hjarta Garðabæjar. „Verið er að leggja lokahönd á útisvæði sem mun tilheyra Nü og þegar það verður tilbúið verður einnig hægt að sitja úti í mat og drykk og njóta sumarsins, sem mun koma þrátt fyrir spár um annað,“ segir Hlynur. Nü Asian fusion er á Garðatorgi 6, Garðabæ. síminn er 561-8085, netfangið pantanir@asianfusion.is og heimasíðan nu210.is Nü Asian fusion er á facebook og instagram. T-Bone steikhús er metnað-arfullur veitingastaður við Ráðhústorgið í hjarta Akureyr- ar. Þar eru allar steikur grillaðar á kolagrilli sem gefur einstakt bragð. Á matseðlinum eru margar tegundir af steikum í boði; mismunandi vöðv- ar og þyngd. Reynt er að hafa eitt- hvað fyrir alla – þótt steikurnar séu í aðalhlutverki. sem dæmi um steikur má nefna nautalundir, bæði 200 gramma og 300 gramma, rib-eye 350 gramma, lambalundir og BBQ grísarif, að ógleymdri 800 gramma Porterhouse-steikinni sem er frábær! Vinsælasta steikin er klárlega t-bone steikin (400 g) en það er lund og fillet á beini. Þetta er flott og bragðmikil steik sem best er að steikja medium rare. Meðlætið er hefð- bundið, til dæmis bökuð kartafla með kryddsmjöri, grillaður maísstöngull, hvítlauksristaðir sveppir og fleira góðgæti. Mælum með ,,Uppáhaldi grillarans” T-Bone steikhús býður upp á hádeg- is- og kvöldmatseðil. Hádegisseðillinn er aðeins léttari og á kvöldin er seð- illinn fjölbreyttari og þá er hægt að velja svokallað „uppáhald grillarans“ sem matreiðslumenn staðarins hafa sett saman. Einnig geta viðskipta- vinirnir valið steik, meðlæti og sósu að eigin ósk. T-Bone steikhús leggur áherslu á að veita persónulega þjónustu, vera með gott verð og besta mögulega hráefni í þægilegu og flottu umhverfi. Verið velkomin á T-Bone steikhús, hlökkum til að sjá ykkur! T-Bone steikhús Brekkugötu 3, 600 Akureyri sími 469-4020 Heimasíða: tbone.is facebook: tbonesteikhus. Kolagrillaðar steikur í aðalhlutverki T - BoNE:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.