Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 45
 25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Viðhald og framkvæmdir Framúrskarandi efni og lausnir frá Weber Múrefni ehf. er fraMsækið fjölskyldufyrirtæki Múrefni ehf. er framsækið fjölskyldufyrirtæki í Mosfells-bænum sem sérhæfir sig í að miðla hágæða múrvörum, tæknilaus- um og gólfefnum frá þekktum fram- leiðendum í evrópu inn á íslenska markaðinn með sölu, þjónustu og faglegri ráðgjöf. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu og miðla þekkingu sinni sérstaklega til fag- manna og viðskiptavina til að tryggja hámarks árangur og endingu á þeim vörum sem Múrefni býður upp á. til að ná þessum markmiðum starfar Múrefni náið með sínum birgjum og fylgist vel með öllum nýjungum á markaðnum sem geta nýst til að leysa þau vandamál sem iðnaðar- menn glíma við í sínum störfum. Weber er merkið Múrefni ehf. flytur mest inn frá breska múrefnaframleiðandanum Weber ltd. í Bretlandi sem býður uppá sér- hæfðar lausnir fyrir byggingageirann og fjölbreytt úrval af efni til þjónustu við samgöngumannvirki, flugvelli, orkuver og framleiðslufyrirtæki. tæknimenn Weber uk hafa yfirgrips- mikla þekkingu og reynslu af notkun á efnunum sem þeir miðla inn á mark- aðinn hér. Weber-uk múrklæðningar hafa verið aðalsmerki Múrefna ehf. hingað til og hefur Weber therm múrkerfið verið hér á markaðnum á Íslandi í nær 20 ár en í marga áratugi í Bret- landi og víðar í evrópu. klæðningarn- ar hafa reynst afar vel við þau erfiðu veðurskilyrði sem ríkja hér á landi en lykillinn að velgengni klæðninganna hefur ekki síst verið náið samstarf við hönnuði, verktaka og framleiðendur þar sem réttum upplýsingum er miðl- að um vinnubrögð. flestir fagmenn sem hafa byrjað að nota Weber múrklæðningar velja þær aftur vegna gæða og vinnslueiginleika. Weber býður upp á ótal möguleika varðandi endanlega áferð og liti þar sem m.a. er hægt að velja um sléttpússaða pússningaráferð, sílikonmúr í kornóttri áferð, steiningarsalla og skrapmúr með sandsteinsáferð. yfir pússningu kemur svo Weber málningarkerfi sem sérhannað er yfir múrkerfi af þessum toga. Múrefni ehf. aðstoðar með hjálp Weber verkfræðiskrifstofur, hönnuði og húsbyggjendur við lausnir og útfærslur til að aðlaga múrkerfið að húsinu og ná sem bestum árangri. Weber-uk hefur í áratugi framleitt flotefni fyrir byggingamarkaðinn og hefur Múrefni selt flotefnin á Íslandi í hartnær 20 ár. efnin henta vel undir öll helstu gólfefni og lökk fyrir heimili eða í iðnaði og hafa flotefni leyst af hólmi hina hefðbundnu ílögn vegna þæginda í vinnslu og meiri hraða í þornun. Múr- og viðgerðarblöndur frá Weber-uk hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár. Viðgerðarefn- in voru m.a. notuð á sínum tíma til viðgerða og viðhalds á mannvirkjum tengdum bandaríska varnarliðinu enda sérhæfir framleiðandinn sig í sérhæfðum efnum fyrir flugvelli, samgöngurmannvirki, orkuver og hafnarmannvirki auk hefðbundinna húsbygginga. Weber býður uppá heildstætt kerfi fyrir hin ýmsu vanda- mál tengd mannvirkjum. Góður liðsauki stofnendur fyrirtækisins eru þeir og sigurður hansson, dúklagningameist- ari og faðir hans, hans Þór jensson, sem einnig er dúklagningarmeistari. eiginkona sigurðar, alda kristinsdóttir starfar einnig hjá fyrirtækinu í dag ásamt sigurði. alda sér um gólfefna- deild fyrirtækisins en fyrir nokkrum árum byrjuðu þau að flytja inn Vín- ylparket sem hefur slegið rækilega í gegn og náð miklum vinsældum hér á landi. nánari upplýsingar um vínylparket má nálgast í heimasíðunni http: // vinylparket.is. fyrirtækið stendur í stórræðum þessa dagana og flytur sig um set í Mosfellsbænum yfir í desjamýri 8, í nýtt og betra húsnæði og verður sýningaraðstaðan bætt til muna auk betri aðstöðu til að taka á móti við- skiptavinum. einnig hefur nýr starfsmaður bæst í starfsmannahóp Múrefna, Ásgeir stefánsson, en hann hefur víðtæka reynslu af sölu og þjónustu múrefna og tæknilausna við fagmenn. Ásgeir hefur starfað við sölu og þjónustu á múrvörum og byggingavörum í rúm 15 ár og mun reynsla hans nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi þróun og þjónustu við fagmenn og verk- takafyrirtæki. Heimasíðan er http://murefni.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.