Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 48
Viðhald og framkvæmdir 25. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Lagnafóðrun var stofnuð af Svan-björgu Vilbergsdóttur pípulagningameistara. Fyrirtækið hefur stækkað ört. Eins og nafnið gefur til kynna þá er meginmarkmið starfseminnar að fóðra gamlar og/eða skemmdar frárennslislagnir. Gamlar steinlagnir Hús sem eru byggð fyr- ir 1980 eru komin á tíma hvað varðar frá- rennslislagnir. Í flestum tilfellum eru steinlagnir undir húsum frá þess- um tíma en meðal líftími steinlagna er 40-50 ár. Það er mikilvægt að bregðast við áður en það verður of seint því það getur verið stórmál að skipta út gömlum frá- rennslislögnum sem felur í sér niðurbrot og mikið rask fyrir húseigendur og jafnvel fjarveru frá heim- ilum í nokkrar vikur ef svo ber undir. Í upphafi skal endinn skoða Þeir sem eru að endur- nýja eldhús og baðher- bergi ættu að láta mynda hjá sér lagnirnar áður en hafist er handa! Við komum alltof oft að húsum þar sem búið er að endurnýja baðher- bergi og ástand lagna hefur ekki verið kannað áður og í mörgum tilfellum þarf að brjóta allt upp aftur. Þeir sem hyggja á fasteignakaup ættu alltaf að láta mynda lagnir áður en gengið er frá kaupum á fasteign. Fóðrun Það sem kallast fóðrun í tengslum við skólplagnir og pípulagnir er þegar skemmd eða slitin lögn er endurnýjuð með því að búa til nýja lögn innan í þeirri gömlu. Nokkrar aðferðir eru mögulegar við fóðrun lagna en hér á landi er fóðrun með sokk algengust. Í láréttum lögnum s.s. hefðbundn- um skólplögnum undir húsum hef- ur reynslan sýnt að sokkaaðferðin hentar betur við íslenskar aðstæður. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að skólplögnina þarf að þrífa og þurrka að mestu áður en fóðrun fer fram. Þar sem skólplagnir á Íslandi, sem eru orðnar 40 ára og eldri, eru úr steypu (steypurör) og eru oft illa farnar með stórum götum á og liggja oftar en ekki undir grunnvatnsstöðu, þá er þurrkun rörsins alla jafna ógerleg. Þessi ástæða gerir það að verkum að sprautuaðferð við fóðringar er oft illframkvæm- anleg. Lagnafóðrun notast því eingöngu við sokkaaðferðina við lagfæringar og endurnýjun skólplagna í grunni húsa. Greinasokkar Eitt mikilvægasta atriði fóðr- unar er að setja svokallaða greinasokka í allar greinar á fóðruðum lögnum og er Lagnafóðrun með einkaleyfi á aðferð sænska fyrir- tækisins Repiper AB. Aðferðin Áður en verkið hefst eru allir íbúar upplýstir um hvað sé í vændum, farið yfir tímasetningar og verkferla og gerð verkáætlun í samráði við íbúa. Þegar komið er á verkstað er hlífðar- teppi lagt á gólf áður en byrjað er að koma inn með verkfæri. Allir við- kvæmir hlutir eru huldir með hlífðar- plasti áður en verkið hefst. Áður en sjálf fóðringarvinnan hefst þarf að hreinsa lagnirnar. Það fer þannig fram að allar lagnir eru mynd- aðar og metið hvaða hreinsunar- aðferð þarf að beita á hverjum stað fyrir sig, t.d. háþrýstiþvotti eða öðrum aðferðum. Þessi vinna fer fram frá hreinsibrunnum, klósettum og niður- föllum, allt eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Næst eru gömlu lagnirnar fóðr- aðar að innan með 3-7 mm epoxy- sokk, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hægt er að fóðra lagnir frá 50 mm upp í 600 mm. Sokknum er blásið inn í lagnirn- ar, fóðrunarefnið þrýstist út í gömlu lögnina og myndar þannig nýja lögn innan í gamla rörinu. Eftir að fóðrið er komið á réttan stað tekur það u.þ.b. eina klukkustund að harðna. Næsta skref er að að opna allar hliðarlagnir sem tengjast inn á viðkomandi lögn. Eftir þetta er komin 100% þétt og sjálfberandi lögn. Sjá nánar á lagnafodrun.is Sími 578 8440 Mikilvægt að bregðast tímanlega við LAgNAFóðRuN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.