Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 49
 25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Námsframboð á háskólastigi og fjarnám Miðstöð síMenntunar á suðurnesjuM: Stóraukið aðgengi að námi Við lærum svo lengi sem við lifum og á undanförnum ára-tugum hefur orðið sú bylting á afstöðu íslendinga til náms að við sækjum okkur menntun á öllum aldri. Miðstöð símenntunar á suðurnesj- um – Mss – var stofnuð fyrir ríflega 20 árum og með starfsemi hennar hefur valkostum í menntunarmál- um á suðurnesjum fjölgað mikið og aðgengi almennings á svæðinu til menntunar stóraukist. starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og náms- framboðið tekið mið af þörfum við- skiptavina hverju sinni. Mss býður uppá margvíslegar námsleiðir, starfstengdar og í al- mennum bóklegum greinum. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta nálgast námsefni á netinu, óháð tíma og rúmi. undanfar- in ár hefur þróun kennsluhátta tekið markvissum breytingum og í dag eru námsleiðir kenndar í dreifinámi, fjarnámi og samkvæmt hugmyndum vendináms. Hér gefur að líta yfirlit yfir helstu námsleiðir hjá MSS: Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er tveggja anna nám. námsleiðin hefur verið kennd í nokkur ár hjá Mss og miðar að því að þátttakendur útbúi viðskiptaáætlun fyrir starfandi fyrir- tæki eða hugmynd að fyrirtæki. Brúarnám er heiti náms í heilbrigð- is- og menntatengdum störfum en námsleiðir í brúarnámi eru fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða. Skrifstofuskólinn er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrif- stofustörf eða hugar að frekara námi á því sviði. að námi loknu eiga námsmenn að vera færir um að starfa á skrifstofu, hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnu- brögð, hafa góða innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu. Félagsmála- og tómstundabrú er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við, skipu- leggja eða stjórna frístundastarfi hjá öllum aldurshópum. starfsvett- vangur þeirra sem ljúka félags- og tómstundanámi er einkum félagsmið- stöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök. Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.r. auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. skráning er hafin á allar námsleiðir Mss. nánari upplýsingar á www.mss.is. Veruleikakassinn var unninn af nemendum Mss og samvinnu sem er starfsendurhæfingardeild innan Mss en Mss fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og samvinna 10 ára afmæli. í desember síðastliðnum útskrifuðust 55 nemend- ur úr ýmsum námsleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.