Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 73

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 73
25. maí 2018 fréttir 73 Borgarmálin, söngur og dramatískt atriði úr Macbeth fremur pepperoni, gráðaostur og ananas. Prófa það. Það er mjög gott.“ Borgarlínuperri Á miðvikudagsmorgun mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, odd- viti Pírata, og Kjartan spurði hvort eðlilegt væri að selja 400 milljón króna íbúðir á meðan fólk byggi í tjöldum í Laugardalnum. „Ef einhver vill kaupa svo dýrar íbúðir er þeim frjálst að gera það. Ég hef ekki efni á að kaupa mér íbúð og flestir í Pírötum eru ungt og efnaminna fólk. Við höfum sett það á oddinn að byggja minna húsnæði sem hentar ungu fólki og það er verið að gera það núna.“ Aðalsteinn spurði hvort sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn kæmi til greina. „Traust er undirstaðan að góðu samstarfi og við getum unnið með öllum þeim sem eru ekki blóðugir upp að öxlum af spillingarmálum. Þess vegna er samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn útilokað núna.“ Gylfi og Guðni spurðu um borg- arlínuna og Dóra viðurkenndi að vera „borgarlínuperri“. Egill spurði hvað Dóra tæki í bekk og svarið var: „Ég veit það ekki, ég tek aldrei bekk. En ég er samt mjög sterk.“ Einn daginn verður leikskólinn gjaldfrjáls Síðdegis á miðvikudag settist Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, í stólinn og Bjarki Þór Grönfeldt opnaði með spurningu um hvort stytting vinnuvikunnar yki lífsgæði borgarbúa. „Já, rannsóknir hafa sýnt það og að ánægt starfsfólk sem er ekki undir álagi eykur framleiðni. Þetta var Vinstri Græn tillaga frá 2014 og nú erum við að fara í annan fasa og munum stytta hjá tvö þúsund manns.“ Elís spurði hvað borgin gæti gert fyrir barnafjölskyldur, en eitt helsta loforð flokksins fyrir síðustu kosningar var gjaldfrjálsir leik- skólar. Líf nefndi afslætti á ýmsum sviðum og lækkun gjaldskrár. „Við erum í meirihlutasam- starfi með flokkum sem aðhyllast ekki sömu hugmyndafræði. En við lækkuðum leikskólagjöldin um 85 þúsund krónur á ári. Við mun- um halda áfram að lækka og einn daginn, sannaðu til, verður leik- skólinn gjaldfrjáls.“ Lilja Katrín bað Líf að sýna leyndan hæfileika í beinni og Líf flutti runu úr Macbeth á tilfinn- ingaþrunginn máta. „Hás er hrafninn sem klakar mér um Dúnkans feigðarför.“ Þurfum skatta frá hinum ríku Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum söng upp- áhalds lagið sitt, Survivor með Destiny´s Child, fyrir áhorfendur á fimmtudagsmorgun. Það var Jón- atan sem spurði. Halldóra spurði hvaða vel- ferðarúrræði Sósíalistar ætluðu að bjóða upp á og hvernig ætti að fjármagna þau. „Hér er rekin láglaunastefna og það er hægt að ráðast strax í að hækka laun hjá borginni. Við þurf- um samstillt átak með Alþingi og verkalýðshreyfingunni og við þurf- um útsvar, skatta frá hinum ríku. Sem dæmi þá bera fjármagnstekj- ur ekki útsvar líkt og launatekjur.“ Sólmundur spurði hvað flokk- urinn ætlaði að gera fyrir innflytj- endur. „Ólíkt öðrum flokkum höf- um við stillt innflytjendum upp á lista og við erum fólkið sem höfum upplifað jaðarsetningu og mis- munun. Það þarf að gera innflytj- endum auðveldara fyrir, til dæmis með þýðingu upplýsinga.“ Borgarlínubjórinn bruðl Í hádeginu á fimmtudag mætti Vig- dís Hauksdóttir frá Miðflokknum en hún var þekkt fyrir að grandskoða öll útgjöld sem formaður fjárlaganefnd- ar Alþingis. Þess vegna spurði Val- gerður hvar hún myndi skera niður í stjórnsýslu borgarinnar. „Til dæmis með því að stokka upp nefndaskipan og sviðin hjá borginni. Ég get nefnt dæmi um bruðl þegar borgin tók þátt í ráð- stefnu í Laugardalnum og tólf millj- ónir af útsvarstekjum voru notað- ar til að framleiða bjór til að kynna Borgarlínuna. Þetta eru laun tveggja grunnskólakennara. Annað dæmi er listaverk á Sæbrautinni sem ver- ið er að kaupa fyrir þrjátíu milljónir.“ Vigdís lýsti því þegar hún fór í fallhlífarstökk fyrir málstaðinn. „Ég var ekki hrædd við flugið og ekki við stökkið. Ég var hrædd við að fallhlífin myndi ekki opnast. Mér leið mjög undarlega í heilan dag eftir þetta og svolítið eins og ég væri í’ðí.“ n Bíldshöfða 12 / S. 587 6688 / fanntofell.is SÉRHÆFUM OKKUR Í FRAMLEIÐSLU Á FORMBEIGÐUM BORÐPLÖTUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.