Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 76
76 fólk 25. maí 2018 Gullmaðurinn genginn út Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson, sem rekið hefur Þrasta- lund undanfarin ár, auk Brim hót- els í Skipholti og kaupumgull.is, hefur komið víða við í viðskiptalíf- inu. Hann á einnig fjölda fasteigna á höfuðborgarsvæðinu. Öllu þessu fylgir vinna og stúss, en þrátt fyr- ir það hefur Sverrir Einar fundið tíma fyrir ástina. Sú heppna er frá Litháen og voru þau nýlega á ferð í Vilnius þar í landi. Á Instagram segist Sverrir Einar hana vera ástina í lífi sínu. Hljóðmaður Íslands genginn í hjónaband Gunnar Smári Helgason er oft nefndur Hljóðmaður Íslands, en hann hefur starfað sem hljóð- maður í fjölda ára og er vel þekkt- ur í bransanum. Þann 20. maí síð- astliðinn gengu hann og unnusta hans, ljósmyndarinn Kristín Sig- urjónsdóttir í hjónaband, en sama dag átti Siglufjörður 100 ára af- mæli. Heiðurshjónin búa einmitt á Siglufirði og eiga og reka saman útvarpstöðina FM Trölla og frétta- vefinn trolli.is. Athöfnin fór fram í Siglufjarðar- kirkju, séra Sigurður Ægisson gaf parið saman og svaramenn voru Brynja Baldursdóttir og Ægir Bergsson. „Það kom mér algjörlega á óvart þegar kórstjórinn, Elías Þor- valdsson, byrjaði að spila það sem ég hélt að væri forspil fyrir næsta lag Karlakórsins í Fjallabyggð, en reyndist vera BRÚÐARMARSINN!! Gestir stóðu upp og klöppuðu fyr- ir okkur, sem var ólýsanlegt, ég roðnaði eins og jólaepli ( sem ger- ist mjög sjaldan ) og í framhaldinu kom fólk í löngum röðum til að taka í spaðann á okkur og óska til hamingju,“ sagði Gunnar Smári á Facebooksíðu sinni. Bent fagnar 35 árum Rapparinn góðkunni og fyrrum XXX Rotweiler hundur, Ágúst Bent Sigbertsson, hélt upp á 35 ára af- mæli sitt miðvikudagskvöldið 23. maí. Kærasta Bents, hin stór- skemmtilega Dóra Jóhannsdótt- ir, leikkona og einn höfunda ára- mótaskaupsins í fyrra, var að sjálfsögðu á staðnum til að fagna með sínum manni. Meðal annarra gesta voru Blaz Roca og Dóra Takefusa. Af- mælið var haldið á Húrra og bauð Bent gestum sín- um í karaókí. Í næsta húsi, á Sæta svíninu, var Þórunn Ant- onía, söngkona og fyrrverandi kærasta Bents, með partý-kara- ókí sem er alltaf á miðvikudögum. Fundu ástina í gegnum bíla- sportið Malín Brand fjöl- miðlakona er kvenna fróðust hér á landi um bíla og bílasport og hefur verið for- fallinn bílaáhugamaður síðan hún var ung að árum. Og núna er hún búin að finna sinn heittelskaða í sportinu. Sá heppni heitir Þórður Bragason, tæknimaður hjá Origo, rallýökuþór og mikill áhugamaður um bíla eins og Malín. Það er ávallt gott fyrir pör að deila minnst einu áhugamáli. Nokkur aldursmunur er á parinu, Þórður er fæddur 1965 og Malín 1981, en hvað eru nokkur ár á milli ástvina? Bumbubúi tilkynntur með myndbandi frá Sri Lanka Parið Brynhildur Jónsdóttir og Hrafn Jónsson eru stödd í sann- kallaðri ævintýraferð í Kenía og Tansasíu, en það er ekki eina æv- intýrið sem þau eru að upplífa því parið tilkynnti í myndbandi á Facebook að þau ættu von á barni í nóvember. „Við erum spennt að boða komu nýs fjölskyldumeðlims í lok nóvember! Við sendum kveðjur heim frá austurströnd Sri Lanka í 34°c hita, en við munum ferðast hér í 2 vikur til viðbótar. Eins og einhverjir vissu þá ætluðum við til Kenía og Tansaníu, en vegna bólu- setninga og malaríuhættu þurft- um við aðeins að breyta plönum en hér erum við alsæl,“ segir parið í kveðju með myndbandinu, en kveðjan er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Hrafn starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta hús- inu, en beinskeyttir pistlar hans í Kjarnanum hafa ávallt vakið mikla athygli. Brynhildur starfar sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins, er lögfræðingur að mennt og hef- ur vakið athygli fyrir pistlagerð á Rás 1. Íslandsvinur bjargar fugli í Finnlandi Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett hefur vakið athygli á heimsvísu fyr- ir hlutverk sín sem skylmingaþræll- inn Crixus í þáttunum Spartacus, illmennið Sladde Wilson/Death- stroke í Arrow, presturinn Allanon í The Shannara Chronicles og Azog foringi Orka í þríleiknum um Hobb- itann. Manu er heimshornaflakkari og hefur hann margoft heimsótt Ís- land, sem heillaði hann í hans fyrstu heimsókn árið 2015. Hann segist vera fjarskyldur ættingi okkar, vík- inganna í norðri, sjálfur maóríinn, víkingurinn úr suðri. Manu er mik- ill áhugamaður um sögu og einnig mikill mannvinur og dýravinur eins og kom berlega í ljós í heimsókn hans til Helsinki í Finnlandi fyrr í vikunni. Var hann á gangi þar meðfram bryggju þegar hann veitti því athygli að fugl átti í vandræðum í vatninu. Gerði Manu sér lítið fyrir, afklæddist og stökk út í og bjargaði fuglinum. Það kaldhæðnislega var að fuglinn var með merki vafin um hálsinn, þar sem vakin var athygli á fuglum sem eru í útrýmingarhættu. Þessi fugl bjargaðist þó, þökk sé hetjudáð Manu og flaug fuglinn í faðm maka síns, sem gargað hafði hástöfum á meðan á björguninni stóð. n Fregnir af fræga fólkinu Manu BennettParið Brynhildur Jónsdóttir og Hrafn Jónsson Þórður Bragason, tæknimaður hjá Origo Malín Brand fjölmiðlakona Ágúst Bent Sigbertsson og Dóra Jó- hannsdóttir, leikkona Gunnar Smári Helgason og ljósmyndar- inn Kristín Sigurjóns- dóttir Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson og sú heppna frá Litháen Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.