Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Qupperneq 76
76 fólk 25. maí 2018
Gullmaðurinn genginn út
Athafnamaðurinn Sverrir Einar
Eiríksson, sem rekið hefur Þrasta-
lund undanfarin ár, auk Brim hót-
els í Skipholti og kaupumgull.is,
hefur komið víða við í viðskiptalíf-
inu. Hann á einnig fjölda fasteigna
á höfuðborgarsvæðinu. Öllu þessu
fylgir vinna og stúss, en þrátt fyr-
ir það hefur Sverrir Einar fundið
tíma fyrir ástina. Sú heppna er frá
Litháen og voru þau nýlega á ferð
í Vilnius þar í landi. Á Instagram
segist Sverrir Einar hana vera
ástina í lífi sínu.
Hljóðmaður Íslands genginn í
hjónaband
Gunnar Smári Helgason er oft
nefndur Hljóðmaður Íslands, en
hann hefur starfað sem hljóð-
maður í fjölda ára og er vel þekkt-
ur í bransanum. Þann 20. maí síð-
astliðinn gengu hann og unnusta
hans, ljósmyndarinn Kristín Sig-
urjónsdóttir í hjónaband, en sama
dag átti Siglufjörður 100 ára af-
mæli.
Heiðurshjónin búa einmitt á
Siglufirði og eiga og reka saman
útvarpstöðina FM Trölla og frétta-
vefinn trolli.is.
Athöfnin fór fram í Siglufjarðar-
kirkju, séra Sigurður Ægisson gaf
parið saman og svaramenn voru
Brynja Baldursdóttir og Ægir
Bergsson.
„Það kom mér algjörlega á
óvart þegar kórstjórinn, Elías Þor-
valdsson, byrjaði að spila það sem
ég hélt að væri forspil fyrir næsta
lag Karlakórsins í Fjallabyggð, en
reyndist vera BRÚÐARMARSINN!!
Gestir stóðu upp og klöppuðu fyr-
ir okkur, sem var ólýsanlegt, ég
roðnaði eins og jólaepli ( sem ger-
ist mjög sjaldan ) og í framhaldinu
kom fólk í löngum röðum til að
taka í spaðann á okkur og óska til
hamingju,“ sagði Gunnar Smári á
Facebooksíðu sinni.
Bent fagnar 35 árum
Rapparinn góðkunni og fyrrum
XXX Rotweiler hundur, Ágúst Bent
Sigbertsson, hélt upp á 35 ára af-
mæli sitt miðvikudagskvöldið
23. maí. Kærasta Bents, hin stór-
skemmtilega Dóra Jóhannsdótt-
ir, leikkona og einn höfunda ára-
mótaskaupsins í fyrra, var að
sjálfsögðu á
staðnum til
að fagna með
sínum manni.
Meðal annarra
gesta voru Blaz
Roca og Dóra
Takefusa. Af-
mælið var
haldið á Húrra
og bauð Bent
gestum sín-
um í karaókí.
Í næsta húsi, á
Sæta svíninu,
var Þórunn Ant-
onía, söngkona
og fyrrverandi
kærasta Bents,
með partý-kara-
ókí sem er alltaf á
miðvikudögum.
Fundu ástina í
gegnum bíla-
sportið
Malín Brand fjöl-
miðlakona er
kvenna fróðust
hér á landi um
bíla og bílasport og hefur verið for-
fallinn bílaáhugamaður síðan hún
var ung að árum. Og núna er hún
búin að finna sinn heittelskaða í
sportinu. Sá heppni heitir Þórður
Bragason, tæknimaður hjá Origo,
rallýökuþór og mikill áhugamaður
um bíla eins og Malín. Það er ávallt
gott fyrir pör að deila minnst einu
áhugamáli. Nokkur aldursmunur
er á parinu, Þórður er fæddur 1965
og Malín 1981, en hvað eru nokkur
ár á milli ástvina?
Bumbubúi tilkynntur með
myndbandi frá Sri Lanka
Parið Brynhildur Jónsdóttir og
Hrafn Jónsson eru stödd í sann-
kallaðri ævintýraferð í Kenía og
Tansasíu, en það er ekki eina æv-
intýrið sem þau eru að upplífa
því parið tilkynnti í myndbandi á
Facebook að þau ættu von á barni
í nóvember.
„Við erum spennt að boða
komu nýs fjölskyldumeðlims í lok
nóvember! Við sendum kveðjur
heim frá austurströnd Sri Lanka
í 34°c hita, en við munum ferðast
hér í 2 vikur til viðbótar. Eins og
einhverjir vissu þá ætluðum við til
Kenía og Tansaníu, en vegna bólu-
setninga og malaríuhættu þurft-
um við aðeins að breyta plönum
en hér erum við alsæl,“ segir parið
í kveðju með myndbandinu, en
kveðjan er á þremur tungumálum,
íslensku, ensku og þýsku.
Hrafn starfar sem hugmynda-
og textasmiður hjá Hvíta hús-
inu, en beinskeyttir pistlar hans í
Kjarnanum hafa ávallt vakið mikla
athygli. Brynhildur starfar sem
upplýsingafulltrúi Rauða krossins,
er lögfræðingur að mennt og hef-
ur vakið athygli fyrir pistlagerð á
Rás 1.
Íslandsvinur bjargar fugli í
Finnlandi
Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett
hefur vakið athygli á heimsvísu fyr-
ir hlutverk sín sem skylmingaþræll-
inn Crixus í þáttunum Spartacus,
illmennið Sladde Wilson/Death-
stroke í Arrow, presturinn Allanon
í The Shannara Chronicles og Azog
foringi Orka í þríleiknum um Hobb-
itann.
Manu er heimshornaflakkari og
hefur hann margoft heimsótt Ís-
land, sem heillaði hann í hans fyrstu
heimsókn árið 2015. Hann segist
vera fjarskyldur ættingi okkar, vík-
inganna í norðri, sjálfur maóríinn,
víkingurinn úr suðri. Manu er mik-
ill áhugamaður um sögu og einnig
mikill mannvinur og dýravinur eins
og kom berlega í ljós í heimsókn
hans til Helsinki í Finnlandi fyrr í
vikunni.
Var hann á gangi þar meðfram
bryggju þegar hann veitti því athygli
að fugl átti í vandræðum í vatninu.
Gerði Manu sér lítið fyrir, afklæddist
og stökk út í og bjargaði fuglinum.
Það kaldhæðnislega var að fuglinn
var með merki vafin um hálsinn,
þar sem vakin var athygli á fuglum
sem eru í útrýmingarhættu. Þessi
fugl bjargaðist þó, þökk sé hetjudáð
Manu og flaug fuglinn í faðm maka
síns, sem gargað hafði hástöfum á
meðan á björguninni stóð. n
Fregnir af fræga fólkinu
Manu BennettParið
Brynhildur
Jónsdóttir
og Hrafn
Jónsson
Þórður Bragason,
tæknimaður hjá Origo
Malín Brand fjölmiðlakona
Ágúst Bent
Sigbertsson
og Dóra Jó-
hannsdóttir,
leikkona
Gunnar Smári
Helgason og
ljósmyndar-
inn Kristín
Sigurjóns-
dóttir
Athafnamaðurinn Sverrir Einar
Eiríksson og sú heppna frá Litháen
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is