Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 80
25. maí 2018 20. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Rúnk í horror! S öngleikurinn Rocky Horr- or gengur nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld í Borgar- leikhúsinu. Gríðarlega mik- ið er lagt í sýninguna og er óhætt að mæla með því sjónarspili sem þar er borið á borð. Eins og aðdá- endur þekkja vel fjallar söngleik- urinn um kærustuparið Brad og Janet sem hafa borgaraleg gildi í hávegum. Eftir óhapp úti á landi í aftakaveðri neyðast þau til þess að leita skjóls í gömlum kast- ala. Þar hitta þau fyrir klæðskipt- inginn Frank-N-Furter, sem leik- inn er af Páli Óskari Hjálmtýssyni, en sá ágæti maður, og allt hans teymi, hugsar fyrst og fremst um lystisemdir holdsins. Eins og gefur að skilja er mik- ið um kynferðislegar tilvísan- ir í verkinu og þá er vægt til orða tekið. Meðal annars varar Borg- arleikhúsið við því fyrir fram að djörf atriði séu í sýningunni og að börn séu á ábyrgð forráða- manna. Það er ekki öllum gefið að sitja undir slíkum skilaboðum í 150 mínútur. Það reyndist að minnsta kosti einum leikhúsgesti um megn í síðustu viku. Samkvæmt heim- ildum DV urðu nokkrir áhorfend- ur varir við að sessunautur þeirra hafði rifið út „vöndinn“ og dund- aði sér í makindum við að svala óbeislaðri frygð sinni. Maðurinn var ekki einn á ferð og þegar með- reiðarsveinar hans urðu varir við atganginn var hann umsvifalaust stöðvaður. Auðséð var að mað- urinn var undir áhrifum áfengis. Atvikið átti sér stað við lok sýn- ingar þann 17. maí síðastliðinn en það rataði ekki inn á borð stjórnenda leikhússins. „Enginn starfsmaður Borgarleikhússins kannast við þetta mál, hvorki starfsfólk í salnum, sýningarstjóri né aðrir og engar ábendingar eða kvartanir hafa borist Borgarleik- húsinu,“ segir Vignir Egill Vigfús- son, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, þegar DV innti hann eftir viðbrögðum. Rétt er þó að taka fram að heimildir blaðsins eru traustar. n Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land Ti lb oð g ild a ti l 3 0. m aí e ða á m eð an b ir gð ir e nd as t. B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn db re ng l. 25% afsláttur NÝTTU VEÐRIÐ! Allt harðparket 25% afsláttur út júní Eldhúsinnréttingar Kynþokki Rocky Horror reyndist leikhúsgesti um megn Hvað ætlar Tara að gera á kjördag? Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkams- virðingu, mun hafa í nógu að snúast á laugardag þegar geng- ið verður til sveitarstjórnar- kosninga. Hún segir: „Á kjördag stend ég í ströngu þar sem mér er boðið í fimm útskriftarveislur og eitt afmæli. Eins og gefur að skilja kemst ég ekki í allar veislurn- ar en ég mun gera mitt besta til að fagna með nýstúdentunum. Ég mun svo að sjálfsögðu nýta kosningaréttinn og ég ætla að veðja á að niðurstöður verði í samræmi við skoðanakann- anir og að meirihlutinn haldi. Ég vonast þó til að sjá Kvenna- hreyfinguna og Sósíalistaflokk- inn koma sterk inn. Þessir tveir flokkar eru ferskir straumar í póli- tíkinni og ég er mjög hrifin af áherslum þeirra.“ Vissir þú? Að skoski stórleikarinn Sean Connery var níu ára gamall þegar hann byrj- aði að reykja. Þrátt fyr- ir reykingar þótti hann frábær íþróttamaður og var sérstaklega efnileg- ur knattspyrnumaður. Svo snjall þótti hann að Matt Busby, knattspyrnustjóri stórliðsins Manchester United, vildi gera við hann samning. Connery var þó ekki á þeim buxunum þar sem hann stefndi á frama á leiklistarsviðinu en leik- arinn var 23 ára þegar honum voru boðin 25 pund á viku fyrir að sparka í bolta. Sú ákvörðun átti eftir að reynast happa- drjúg, bæði fyrir hann sjálfan og aðdáendur hinna ýmsu kvikmynda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.