Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 7
Helgarblað 2. febrúar 2018 fréttir 7 Þessi tími í lífi mínu er rosalega óljós og allur í móðu, ég man bara brot og brot. Þegar ég rifja upp söguna mína þá finnst mér alltaf eins og ég sé bara að bulla einhverju steypu, þetta er svo óraunverulegt. Um leið og þú byrjar að sprauta þig þá hverf- ur allt siðferði. Sjálfsvirðingin fýkur út um gluggann.“ Viðbjóðslegur heimur „Það er eiginlega ómögulegt að lýsa því hversu harður og viðbjóðsleg- ur fíkniefnaheimurinn er hérna á Íslandi. Fólk er með einhverja ákveðna mynd í hausnum en raunveruleikinn er miklu svart- ari og harðari. Ég hef horft upp á ógeðslega hluti, ég hef séð fólk vera barið þar til það er orðið meðvitundarlaust og ég hef horft upp á fleira en eina nauð- gun. Ég hef bókstaflega verið tekin í gíslingu, haldið fanginni í marga klukkutíma og byrlað dópi í æð, ekki út af neinu sem ég gerði heldur vegna þess að ég var á röngum stað á röngum tíma.“ Á einum tímapunkti var Stefanía lögð inn á Vog, meðal annars fyrir tilstilli foreldra sinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur og hún var komin út þremur dögum síðar. „Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera þarna inni og það vant- aði einhvern til að koma og leið- beina mér, það var eins og það væri gert ráð fyrir að ég vissi það sjálf hvað ég ætti að gera. Mér tókst að vera edrú í einhverjar tvær vikur eftir að ég fór út, en þá hrundi ég í það og keyrði mig algjörlega í þrot. Ég hef oftar en einu sinni tekið alltof stóran skammt og það er í rauninni bara kraftaverk að ég sé á lífi í dag.“ Sætti sig við að deyja Stefanía kveðst á þessum tíma- punkti, í upphafi árs 2016, hafa verið komin á vonarvöl. Hún sá enga útgönguleið út úr neyslunni. „Ég var búin að sætta mig við að ég myndi deyja úr þessu. Ég meira að segja hugsaði að það yrði örugglega auðveldara fyrir alla ef ég væri dáin, þá myndu foreldrar mínir ekki þurfa að hafa áhyggj- ur af mér og börnin mín myndu þá ekki þurfa ekki að alast upp í óvissu um hvar mamma þeirra væri. Þá væri þetta bara búið. Auð- vitað er þetta fáránleg hugsun en svona er þetta bara. Ég var búin að missa alla von um að ég gæti orðið edrú. Ég trúði því ekki að það væri hægt að bjarga einhverjum sem væri búinn að sökkva svona djúpt eins og ég. Á þessum tíma bjó ég á götunni og var að brjótast inn til að eiga fyrir dópi. Ég var alltaf á stolnum bílum. Ég er ekki með tölu á því hversu oft ég endaði í fangaklefa. Það eina sem skipti máli var að redda næsta skammti. Stefanía gætti þess ávallt að hitta ekki börnin sín undir áhrif- um. „Ég átti rosalega erfitt með að hugsa til barnanna minna. Það var of sárt. Undir restina þá lifði ég ekki af eina klukkustund án þess að fá mér. Ég þurfti að sprauta mig á 40 mínútna fresti. Um leið og efnið hætti að virka, áhrifin byrj- uðu að dvína þá fór ég að hugsa um börnin mín og byrjaði að gráta. Þá setti ég beint í mig aftur og hugsanir hurfu.“ Sett á biðlista Stefanía kannast vel við úrræða- leysi og fjársvelti kerfisins. Það hefur hún fengið að reyna á eig- in skinni. „Í tvö skipti fór ég há- grátandi niður á Von í Efstaleiti og bókstaflega grátbað um einhverja hjálp, hvort það væri hægt að koma mér inn bara einhvers staðar, geð- deild eða hvað sem er. Þarna var ég búin að vera vakandi í marga daga. Ég gekk svo langt að rúlla upp erminni á peysunni minni og sýna þeim götin á hendinni á mér. Í annað skiptið var ég komin með sýkingu í handlegginn. Svörin sem ég fékk voru þau að það væri ekk- ert hægt að gera nema að setja mig á biðlista, og að ég myndi fá sím- tal en það gætu verið nokkrar vikur þangað til.“ Stefaníu er mikið niðri fyrir þegar hún rifjar þessar heimsóknir upp og segir þetta lýsandi fyrir það hvernig fjárskortur í kerfinu kemur í veg fyrir það að hægt sé að veita langt leiddum fíklum nauðsynlega aðstoð á ögurstundu. „Það kemur þarna bútur í lífi fíkils þar sem hann gjörsamlega gefst upp og er kannski tilbúinn til að fá hjálp akkúrat þarna. Þá er nauðsynlegt að grípa inn í á rétt- um tímapunkti. Ef það er ekki gert fyrr en nokkrum vikum seinna þá getur viðkomandi verið komin aftur í rugl eða hreinlega dáinn.“ Stefanía kveðst einnig hafa gert tilraun til að komast í meðferð á Krýsuvík en rétt eins og áður þurfti hún að fara aftast í röðina. „Það var búið að ýta við mér að fara inn á Krýsuvík og á einhverj- um tímapunkti gafst ég aftur upp og samþykkti það. Ég fór þangað í viðtal og var sagt að sem móð- ir á götunni þá væri ég í forgangi. Ég átti síðan að hringja vikulega á hverjum þriðjudegi til að minna á mig, sem ég gerði. Meira að segja nokkrum sinnum, þegar ég hafði gist í fangaklefa, þá lét ég löggurn- ar hringja fyrir mig.“ Eftir því sem vikurnar liðu án þess að Stefanía fengi inni á Krýsuvík fór ástandið versnandi. Hún komst í kynni við heróín, fíkniefni sem er sjaldséð á Íslandi. Lou Reed söng á sínum tíma um „lyfið sem fær þig til þess að líða eins og þú sért sonur Jesú“. Þeir sem þekkja til í fíkniefnaheim- inum vita að heróínneysla er í meirihluta tilfella ávísun á dauða. „Þið verðið að bjarga mér“ 13.apríl 2016 var Stefanía búin á því á líkama og sál. „Ég var í svo slæmum fráhvörf- um að ég hélt að ég væri að deyja. Ég var orðin 42 kíló, og ég er 172 sentimetrar á hæð. Líkaminn var bara að gefa sig. Ég vissi að ég gat ekki meira. Ég var þarna í ein- hverju iðnaðarhúsnæði með vini mínum, og ég gat ekki gengið. Ég þurfti að skríða yfir í hinn endann á herberginu til að geta sett sím- ann minn í hleðslu. Ég var ekki vön að hringja í pabba minn en þarna hringdi ég í hann og ég sagði við hann: „Þið verðið að bjarga mér.“ Ég varð að komast í burtu.“ Guðmundur Fylkisson, varð- stjórinn sem hefur sérhæft sig í leitinni að týndum ungmenn- um, reyndist bjargvættur Stefaníu þennan dag. „Það var svo heppi- legt að pabbi þekkir hann og gat hringt í hann strax. Ég held að það hafi ekki verið liðnar tíu mín- útur þar til Guðmundur var kom- inn til að sækja mig. Á sama tíma kom pabbi brunandi í bæinn frá Fáskrúðsfirði, sótti mig og fór með mig heim.“ Heima á Fáskrúðsfirði voru Stefaníu gefin lyf til niður- tröppunar og hlúð var að henni. „Þegar ég vaknaði og mest var runnið af mér þá leið mér betur, og ég vissi að ég vildi ekki fara til baka. Ekki þarna.“ Stefanía fékk í kjölfarið pláss á Hlaðgerðarkoti. Hún fékk að fara fram fyrir á biðlistanum og segir fullvíst að annars hefði hún endað aftur á götunni. „Af því að um leið og þér er farið að líða aðeins bet- ur þá ertu tilbúinn til að byrja aft- ur að nota. Það verður að vera hægt að grípa fíkilinn þegar hann er til- búinn, þegar hann er gjörsamlega búinn á því og jafnvel við það að deyja. Það eru alltof margir fíklar sem hugsa bara að það sé vonlaust að reyna að fá hjálp af því að það eru bara biðlistar alls staðar,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á með- an hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti hafi einstaklingur látist sem var á biðlista í að komast í meðferðina. Hún var hins vegar heppin. „Það bjargaði lífi mínu að fara á Hlaðgerðarkot. Ef það hefði Fimm látnir það sem aF er ári T alið er að fimm einstaklingar hafi hafi látið lífið á höfuðborgarsvæð- inu það sem af er þessu ári vegna ofneyslu lyfja. Í samtali við RÚV í janúar síðastliðnum staðfesti Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að lögreglan hefði til rannsóknar fimm mál þar sem grunnur léki á að fólk hafi látiist af of stór- um skammti en banamein einstakling- anna hefur þó ekki verið staðfest. Þá sagði Valgerður Á. Rúnarsdóttir fréttirnar vera hræðilegar. Jafnframt koma fram að síðustu tvö árin hefur ótímabær- um dauðsföllum hjá sjúklingahópi SÁÁ fjölgað verulega. „Eins og kom fram í frétt- um nýlega hefur orðið aukning á dauðs- föllum úr hópi þeirra sem komið hafa til meðferðar hjá okkur.“ Jafnframt kom fram í frétt RÚV þann 31.janúar síðastliðinn að nokkuð er um að afar sterk verkjalyf, svokallaðir ópíóíðar séu í umferð meðal fíkla. Fram kemur í grein Læknablaðsins árið 2016 að mest notuðu lyfin á Íslandi sem innihalda ópíóíða eru blöndur parasetamóls og kódeins en árið 2014 fengu ríflega 22.000 einstaklingar ávísað Parkódín forte. Allra síðustu ár hef- ur hlutur Parkódíns haldist svipaður en aðrir ópíóíðar hafa verið að sækja á. Vegna þessarar þróunar hefur verkja- lyfjanotkun á Íslandi verið að stíga í samanburði við aðrar þjóðir. Á síðustu árum hefur aukning orðið mest í notk- un oxýkódons og búprenorfíns, sem er visst áhyggjuefni vegna vaxandi misnotk- unar þessara lyfja erlendis. Aukin notk- un sterkra verkjalyfja hefur einnig átt sér stað hjá öðrum þjóðum sem hefur valdið ýmsum vandamálum þar sem hafa kallað á aðgerðir til að hefta óhóflegar ávísanir sterkra verkjalyfja. Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis bendir á að óvant fólk getur látist af einni töflu af sterkustu verkjalyfjunum. „Fyrir venjulegan einstakling að taka eina töflu af sterkasta formi af OxyContini, getur þýtt að hjartað stöðvast. Áttatíu milligramma taflan er það sterk að fyrir þann sem er óvanur, þá gæti það leitt til þess.“ Jafnframt kom fram í fyrrnefndri grein Læknablaðsins að einstaklingar sem misnota ópíóíða eins og oxýkódon eða búprenorfín, eru í aukinni hættu á að leiðast út í misnotkun enn hættu- legri efna eins og heróíns. Þeir sem eru háðir sterkum verkjalyfjum eru 40 sinnum líklegri en aðrir til að verða heróínsprautufíklar. Í áhrifamiklum pistil á face- book spyr Birgir Örn Guð- jónsson lögregluþjónn, eða Biggi lögga, hver eigi að tala máli þeirra einstaklinga sem látist hafa vegna ofneyslu lyfja á þessu ári. „Þetta voru einstaklingar með sama tilverurétt og við öll. Einstaklingar sem áttu fjöl- skyldu og vini sem nú sitja eft- ir með sorg, söknuð og oft reiði og margar spurningar. Hugur minn og samúð er hjá öllum þessum fjölskyldum og vinum. Á sama tíma heyrum við frétt- ir af því að SÁÁ verði að hætta starfsemi á norðurlandi vegna niðurskurðar. Hversu klikkað er það? Það bara má ekki gerast. Sjálfur starfa ég innan öflugra meðferðarsamtaka og hef því reynslu af því hvernig það er að berjast í bökkum og betla fé til að geta unnið þetta starf. Það er kannski bara ekkert spennandi fyrir samfélagið að snerta of mikið á þessum málum. Við vilj- um kannski bara hafa þessi mál í hæfilegri fjarlægð? Þetta er eitt- hvað óhreint og fjarlægt okkur sjálfum. Eða er það?“ Ég setti inn færslu um daginn þar sem ég opinberaði skoðun mína á því að við þyrft- um að nálgast þessi mál á ann- an hátt en við höfum gert. Sú færsla fékk jafn misjafnar mót- tökur og ég bjóst við. Ég skil vel alla þá sem halda að ég sé í ruglinu með þessa skoðun. Ég hefði verið á sama stað fyr- ir ekki svo löngu síðan. Áður en ég opnaði augun og sökkti mér ofan í málefnið. Ég hefði pott- þétt talið þann hálfvita, og ör- ugglega dópista, sem hefði ver- ið með þá skoðun sem ég hef í dag. Við skulum samt átta okk- ur á að ég er lögreglumaður, starfa í meðferðarsamtökum og á börn sem nálgast unglings- aldur. Ég er ekki að ræða þessi mál út af því að ég vil aukið að- gengi að fíkniefnum eða af því að ég tel þau skaðlaus. Síður en svo! Ég sé einmitt vandamálið, þekki hætturnar og þrái lausnir. Nokkrum klukkutímum eft- ir að ég birti umrædda færslu stóð ég með símann í hendinni og tilkynnti móður ungs manns að sonur hennar hefði farið í hjartastopp vegna ofneyslu. Sá ungi maður er einn af þessum fimm einstaklingum. Einstak- lingum sem hafa enga rödd. Þetta er ekki í fyrsta og pott- þétt ekki í síðasta skiptið sem ég þarf að flytja slíkar fréttir. Vandamáið er raunverulegt. Vandamálið er hér í dag og það þarfnast víðtækra lausna. Spurningin er bara hvort við þorum og hvort við viljum?“ „Einstaklingar með sama tilveru- rétt og við öll“ Dóttir löggu Stefanía ólst upp í hlýju og vernduðu umhverfi en leið engu að síður oft illa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.