Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 56
56 2. febrúar 2018 endurhæfingarstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Þar stýrir hann jafnframt sérstök- um markþjálfunarfundum fyrir karlmenn sem hafa notið mikilla vinsælda og í raun orðið til þess að krabbameinsveikir karlmenn hika síður við að sækja sér styrk og stuðning í Ljósinu. „Konur eru mikið fljótari að sækja sér aðstoð en karlar þegar eitthvað bjátar á. Við Erna Magn- úsdóttir hjá Ljósinu vildum gera eitthvað sem höfðaði til karlmanna og fórum því að skoða hvert karlar sækja styrk. Almennt séð eru konur duglegri en við karlarnir að hittast og spjalla og eru því með meira stuðningsnet en karlar. Karlarnir leggja ekki jafn mikið upp úr því að sinna vinum sínum og þess vegna er konan þeirra stundum eini vinurinn sem er eftir,“ útskýrir hann og bætir við að margir karlar sæki styrk sinn annars vegar í ein- veru og hins vegar í einveru með öðrum körlum. „Auðvitað eru karlmenn ekki allir eins, og kynin eru bæði lík og ólík á sama tíma, en það er vissulega algengara að karlmenn séu lengur að tengjast tilfinningum sínum og átta sig á hvað er að ger- ast innra með þeim. Svo velja þeir flestir þögnina til að hlaða batteríin og þá halda konur oft að það sé eitthvað að. Vilja toga orðin upp úr þeim og við það skapast stundum erfitt andrúmsloft. Þegar karlar koma saman þá ríkir gagnkvæm virðing og skilningur fyrir því hversu nærandi þögnin getur verið og þetta hefur reynst mörgum alveg ótrúlega vel. Svo vel að nú eru stundum fleiri karlar en konur í Ljósinu, sem var alveg óþekkt áður en við hófum þetta starf.“ „Þegar maður er með konunni sinni þá er maður ekki alltaf í lagi“ Hann segir muninn á samtölum karla og kvenna stundum áberandi. Karlar greini frekar frá atburðum og upplýsingum og reyni að létta lund hver annars. Þeir tali til dæmis ekki eins mikið um annað fólk og konur gera. „Þeir eru ekkert að spá í hjónaböndin hjá öðrum eða hvernig einhverjum kunningjum kann að líða. Þeir tala kannski um þetta en það er ekki alltaf á yfirborðinu. Stundum erum við allt að tuttugu manns samankomnir í Ljósinu á föstudögum og þetta er mjög gefandi samvera fyrir alla. Þeim finnst mjög mikill styrkur í því að hitta aðra karlmenn sem eru að ganga í gegnum það sama en það gefur bæði von og styrk,“ segir hann. „Það er eitthvað rosalega gott sem gerist þegar karlmenn koma saman og það er mjög mikilvægt að þeir rækti vináttu við aðra karl- menn sem þeir treysta og tengjast af einfaldri ástæðu, og hún er þessi: Þegar maður hittir strákavini sína þá er maður alltaf í lagi en þegar maður er með konunni sinni þá er maður ekki alltaf í lagi,“ segir Matti og hlær. „Konur halda vanalega utan um allt sem tengist heimilinu og fjölskyldunni og vita hvað það er sem þarf að laga. Karlmenn fá þannig oft að heyra hvað sé að og hvað þurfi að verða betra en meðan þeir koma saman þá er bara Siggi góður, Nonni góður og Gummi góður. Þeir upplifa sig eins og allt sé bara í himnalagi og koma svo betri inn í hjónabandið aftur,“ útskýrir hann. „Þegar konan fer, þá fer allt þetta góða með henni“ „Rannsóknir úr Háskólanum hafa sýnt fram á að mikið fleiri ekklar sækja í félagsskap nýrra kvenna innan tveggja ára. Öfugt við það sem margir halda þá þurfa þeir samt ekki endilega meira á konum að halda en þær á karlmönnum. Vandinn er sá að karlmenn láta yfirleitt konurnar sínar um að viðhalda stuðningsnetinu í lífinu og þegar konan fer þá fer allt þetta góða með henni: Heimilið, brosið, jólin, gjafirnar, fjölskyldan, kynlífið ... allt sem er gott tengist einni manneskju og þegar hún fer þá hverfur það. Þegar konur verða ekkjur þá gerist þetta mikið sjaldn- ar af því þær hafa skapað þetta stuðningsnet og haldið því við,“ útskýrir Matti. Hann segir að það sé meðal annars vegna þessa sem það sé mjög mikilvægt að konur séu ánægðar í hjónabandinu. Ef konan sé ekki ánægð verði hún reið og pirruð og í kjölfarið fari eigin- maðurinn oft að forðast að eiga samskipti við hana. Eigi maðurinn athvarf í góðum vinahópi annarra karla gefst honum tækifæri til að hlaða batteríin, meta stöðuna og koma svo heim, hressari og orkumeiri. Karlar fara fjær konum sínum þegar þeir ættu að fara nær „Þegar ég held fyrirlestra fyrir bæði konur og karla þá varpa ég stund- um fram þessari spurningu; hvort það sé einhver munur á kynjunum. Yfirleitt fara allir að hlæja en á endanum eru flestir mjög sammála því að karlar og konur eru ekki eins. Auðvitað geta einstaklingar verið líkir hver öðrum og það er líklegast meira líkt með okkur en hitt, en það er hins vegar mismunur á konum og körlum í sambandi við margt og hann er bæði fallegur, góður og á rétt á sér, enda oft ástæða þess að kynin laðast hvort að öðru. Svo höfum við orðið mis- munun, sem er næstum því alveg eins en það er hvorki fallegt né rétt og hefur engan rétt á sér. Þessi tvö orð, mismunur og mismunun ... oft finnst mér eins og hluti af umræðunni um jafnrétti kynjanna gangi út á að eyða mismuninum til að eyða mismunun. Sjálfum finnst mér að karlar og konur eigi að fá meira svigrúm til að vera bara eins og þau eru – en þá þarf skilningur- inn að koma fyrst. Til dæmis bara í sambandi við þessa þögn sem ég var að tala um,“ segir hann. Hann segir að konur þegi oft þegar það er eitthvað að trufla þær en karlar velji þögnina til að hlaða sig andlega. Þá fari konur oft að ýta á menn sína, spyrja hvað þeir séu að hugsa og halda að það sé eitthvað að angra þá. „Í samskiptum við konur erum við karlar reyndar stundum of gjarnir á að bakka frá okkar mein- ingu og segja ekki hvað við viljum og hvað við þurfum. Þeim finnst mörgum betra að koma þessum hlutum að í lokuðum karlahópum þar sem þeim finnst þeir geta sagt sína meiningu og talað út á óþving- aðri hátt ef þeim finnst þeir þurfa þess með. Um leið ná þeir að skilja sjálfa sig betur og það skilar sér svo aftur í bættu hjónabandi og betri tilveru. Ég held að alltof margir karlar geri þau mistök að fara fjær konum sínum þegar þeir ættu í raun að fara nær þeim. Hitt virkar aldrei vel,“ segir Matti að lokum. „Ég ætlaði alltaf að verða atvinnumaður í körfu- bolta en þess í stað varð ég atvinnumað- ur í að hjálpa fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.