Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 17
Helgarblað 2. febrúar 2018 fréttir 17 armat. Bergljót fór þangað með blaðamanni og ljósmyndara DV. „Strákurinn talaði við mig að kvöldi til, við komum hingað um hádegið daginn eftir. Strákurinn sagði þá að búið væri að taka einn köttinn og kattarmatinn, og þessi skófla væri komin í staðinn,“ seg- ir Bergljót og bendir á skóflu sem stendur við fjósvegginn á Frið- arstöðum. „Þetta sagði mér bara eitt, sá sem bar ábyrgð á þessu var líklega inni í Facebook-hópnum. Hann hefur verið fljótur að fara.“ Framhluti af einum ketti lá í fjós- haugnum, Bergljót dró hann fram og myndaði. Lögreglan á Suðurlandi er ekki sannfærð um að kattahræin á Friðarstöðum tengist eitrunum á köttum í bænum. Viðmælendur DV segja augljóst af myndunum að dæma að kötturinn hafi verið skorinn í sundur með sög. Odd- ur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að það sé ekki hægt að útiloka að um mink hafi ver- ið að ræða. „Minkur getur slitið allt í sundur. Hræin sem fundust þarna voru búin að liggja rotin mjög lengi og ekkert hægt að eltast við það. Þarna voru kettir búnir að liggja í mörg ár, villikettir margir.“ Réðist á nágranna Yfirferð á fréttum af kattadráps- málum á árunum 2013 til 2018 leiðir í ljós að yfir 40 kettir hafa ýmist verið drepnir með eitri eða barðir til dauða í Sandgerði, Hveragerði og Selfossi, einnig eru dæmi og sögur um að kettir hafi drepist af völdum frost- lagar á Egilsstöðum, Hafnarfirði, Vesturbæ Reykjavíkur og á Ísafirði. Bergljót segir að katta- drápin hafi slæm áhrif á samfélagið í Hveragerði og nefnir sem dæmi mann sem missti kött af völdum eitrunar og réð- ist á nágranna sinn sem lá undir grun. Getur verið að málið sé blásið upp? „Nei, ég held ekki, því miður virðist vera hér á ferð níðingur sem einsk- is svífst. Kattarhvörfin og drápin á þeim hafa valdið fólki áhyggjum og ég lít á þetta sem samfélagslegt vandamál, sem ber að taka á af hálfu bæjaryfirvalda því þetta setur ljótan blett á þenn- an annars ágæta bæ. Ég hef rætt það við bæjarstjóra, Aldísi Haf- steinsdóttur, en hún er ekki sömu skoðunar. Mér finnst það alvarlegt mál, þegar fólk er farið að nefna nöfn á mönnum sem hugsanleg- um kattaníðingum, án þess að geta nokkuð sannað. Það er líka alvarlegt mál ef saklaust fólk er nefnt í þessu sambandi og við það festist níðingsorð. Dæmi eru um að þeir sem misst hafa ketti sína hafa orðið svo reiðir að þeir hafi viljað lúskra á ákveðnum mönn- um og heimsótt þá. Þess vegna er svo mikilvægt að taka á þessu máli af alvöru og uppræta það,“ segir Bergljót. Alls búa rúmlega 1.200 manns í Hveragerði, nokkur fjöldi er í Facebook-hópnum kisur í Hvera- gerði þar sem íbúi tók saman lista yfir ketti sem hurfu haustið 2017. Erfitt reyndist að fá kattaeigend- ur til að stíga fram og segja sögu sína, ríkir ótti um að það gæti haft í för með sér hefndaraðgerðir. „Ég get sagt þér sögur, en ég vil ekki koma fram undir nafni því ég ótt- ast að hinn kötturinn minn muni líka hverfa,“ sagði einn viðmæl- andi DV. Bæjaryfirvöld geta lítið gert Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, kannast við þessar frá- sagnir en segir að mál af þessu tagi hafi ekki ratað formlega inn á borð bæjaryfirvalda en nokkrir munu hafa verið í sambandi við hana og bæjarskrifstofuna. „Við getum aftur á móti lítið gert en ég hef þó ítrek- að rætt við lögregluna og beðið þau um að taka fast á þessum málum og rannsaka til hlítar það sem upp hef- ur komið. Það hafa þau gert en þó án þess að eitthvað handfast hafi kom- ið út úr því,“ segir Aldís. Hún hefur hins vegar ekki orðið vör við svona mál í vetur og telur því að ástandið í Hveragerði sé ekki verra en í öðrum bæjarfélögum. DV gerði óformlega könnun og hafði samband við nokk- ur bæjarfélög víðs vegar um landið en í engu þeirra vildu bæjarstarfs- menn kannast við að þar hefði verið eitrað fyrir köttum. Óeðlilega mörg mál í Hveragerði Matvælastofnun, sem tek- ur við tilkynningum um illa meðferð á dýrum, staðfesti að nánast öll þau mál sem tengist eitrun- um á köttum sem komið hafi inn á borð stofnunar- innar undanfarin ár komi frá Hveragerði og Sel- fossi. MAST gat ekki gefið nánari útlistun á málun- um sem komið hefðu á borð stofnunarinnar en þar innandyra er litið á málin sem óeðlilega mörg. Gunnar Þorkelsson, yfirdýra- læknir á Suðurlandi, segir að málin í Hveragerði og á Selfossi séu litin mjög alvarlegum augum. „Það hafa komið upp þrjú og fjögur svona til- felli á hvorum stað, Hveragerði og á Selfossi. Það kom upp svipað mál á Egilsstöðum í fyrra. Þann 8. janú- ar í ár fáum við niðurstöðu krufn- ingar af ketti héðan af Selfossi, það var frostlagareitrun.“ Gunnar segir að það þurfi ekki að vera að í öllum tilfellum hafi verið vísvitandi eitrað fyrir kettinum. „Frostlögur er sæt- ur á bragðið og ef að þetta lekur af bíl þá getur verið að þeir lepji þetta. Við getum ekki alveg 100% útilok- að það.“ Það sem sker Hveragerði úr er fiskstykkið sem fannst sem vísvit- andi hafði verið eitrað með frost- legi. „Þau höfðu legið í þessu og þau voru það gegnsýrð að þegar voru geymd í -18 frosti þá frusu þau ekki. Þannig að þar var um að ræða beinan ásetning. Við höfum ekki fundið neitt æti á Selfossi, en þetta er nú í höndum lögreglunn- ar.“ Gunnar segir að kettirnir hafi verið krufnir á sínum tíma þegar málið rataði í fjölmiðla, þá hafi lögreglan haft samband. Gunnar segir málin andstyggileg. „Þetta er andstyggilegt, í einu orði sagt andstyggilegt. Eigendurnir eru oft eldra fólk og börn, það gerir þessi mál enn þá verri.“ Þrjú mál til rannsóknar Þrjú mál eru nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi, tvö í Hveragerði og mál sem kom upp um jólin á Selfossi. Oddur Árna- son, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir erfitt fyrir lögreglu að henda reiður á þessum málum þar sem í mörgum tilfellum séu atvikin ekki tilkynnt til lögreglu eða kötturinn finnst ekki. Oddur segir útilokað að nefna hugsanlega tölu á mál- um tengdum köttum í umdæm- inu. „Það er útilokað. Við kannski fáum tilkynningu um að köttur- inn sé týndur og eigandinn held- ur allt það versta, en svo kemur kötturinn heim og skammast sín ekki einu sinni fyrir að hafa farið án þess að láta vita.“ Tvær krufningar liggja fyrir, ein frá ágúst 2016 og ein frá 29. des- ember síðastliðnum, svo er ver- ið að rannsaka málið þar sem fiskflökin voru vætt í frostlegi. „Við erum með staðfest þessi tvö mál, þar sem krufningar liggja fyr- ir, það er það eina sem við höfum staðfest í höndunum. Við höfum grunsemdir en ekkert í hendi.“ n „Eigendurnir eru oft eldra fólk og börn, það gerir þessi mál enn þá verri Kattadráp í fréttum 2013 til 2015 Minnst 10 kettir í Sandgerði. Ágúst 2015 6 kettir í Hveragerði. Desember 2016 3 kettir í Hafnarf- irði. 11 kettir á Suðurlandi. Október 2016 Einn köttur á Selfossi. Apríl 2017 Tveir kettir á Ísafirði. Júní 2017 8 kettir víðs vegar um landið, Vesturbæ Reykjavíkur, Suður- landi og á Austurlandi. Ágúst 2017 Þrír kettlingar finnast dauðir í plastpoka í Hveragerði September 2017 Bergljót finnur hálfan kött á Friðarstöðum í Hveragerði. Jólin 2017 Einn köttur á Selfossi. Fiskbiti Fiskbiti sem legið hafði í frostlegi fannst árið 2015 í Hveragerði. Kötturinn á Friðarstöðum Piltur í Hveragerði mun hafa verið að leika sér á staðnum og fundið dauða ketti. Þegar hann mætti á staðinn með Bergljótu daginn eftir fannst þessi köttur í fjóshaugnum. Lögreglan á Suðurlandi vill ekki útiloka að um mink hafi verið að ræða. Mynd BeRgljÓt davíðsdÓttiR Friðarstaðir Bergljót fór með blaðamann og ljósmyndara DV að skoða eyðibýlið þar sem hálfur köttur fannst. Mynd sigtRygguR aRi Það er hægt að bjarga köttum Dýraspítalinn í Garðabæ hefur tekið á móti köttum sem eitrað hefur verið fyrir með frostlegi. Hanna Arnórsdóttir dýralæknir segir að ef dýrið kemur innan 3 til 4 tíma eftir að hafa innbyrt frostlög eða frostlagarmengaða fæðu þá á hann möguleika. Eftir það er það of seint og dýrið fer í bráða nýrnabilun sem er óafturkræf og líður miklar kvalir. Fyrstu 3 tímana eftir að kötturinn hefur innbyrt frostlög er mögulegt að greina sérstaka kristalla í þvagi sem eru sterk vísbending um frostlagareitrun. M y n d p ix a B ay .c o M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.