Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 10
10 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir Í varðhaldi með barn á leiðinni É g vann í sjálfum mér. Loka- hnykkurinn í bataferlinu var að leggja fram kæru. Mín barnslega trú var að ef ég kærði myndi hann ekki sleppa ef annar þolandi myndi stíga fram. Samt slapp hann, slapp við að missa vinnuna. Það er ótrúlegt og á ekki að geta gerst.“ Þetta segir ungur maður sem kærði Guðmund Ellert Björnsson, starfsmann Barnaverndar Reykja- víkur. Guðmundur, sem hefur unnið með börnum og ungling- um í tvo áratugi, situr nú í gæslu- varðhaldi grunaður um að hafa beitt skjólstæðing stofnunarinn- ar kynferðisofbeldi. Ungi maður- inn er nákominn ættingi og segir að Guðmundur hafi brotið á hon- um frá 9 ára aldri þar til hann varð 15 ára. Þá kveðst systir manns- ins hafa látið Barnavernd vita að meintur níðingur starfaði fyrir stofnunina. Tveimur árum síðar greindi móðir annars ungs manns tveimur lögregluþjónum frá því að Guðmundur Ellert hefði brotið á syni hennar á hrottalegan hátt. Í samtali við DV segir konan að hún hafi greint lögreglumönnun- um frá hvar Guðmundur starfaði. Þolendur og ættingjar þeirra hafa fullyrt við fjölmiðla að tilkynnt hafi bæði verið til lögreglu og Barnaverndar að Guðmundur væri grunaður um skelfilegt ofbeldi. Þrátt fyrir þessar við- varanir starfaði Guðmundur áfram eins og ekkert hefði í skorist þar til í vikunni að hann var loks úrskurðaður í gæsluvarðhald. Guðmund- ur var yfirmaður á skamm- tímaheimili á vegum Barna- verndar og átti þar heimili. Hann svaf því með fullt hús af börnum sem komu frá brotnum heimilum. Þá hef- ur frændi Guðmundar einnig kært hann og sakar hann um að hafa beitt hann ofbeldi á heimili félagsþjónustunnar. Fram hefur komið að Guð- mundur var einnig kærður í ágúst 2017. Sævar Þór Jónsson, lögmaður annars pilts sem hefur kært Guð- mund, kveðst hafa rekið á eftir kærunni við yfirvöld. Árni Þór Sig- mundsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, hefur sagt að ekki hafi verið mögulegt að sinna málinu vegna annríkis. Hefur lög- regla verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Þá er málið enn eitt hneykslismálið sem upp er komið hjá Barnavernd. Samfélagið hefur leikið á reiði- skjálfi eftir að málið komst í há- mæli og á venjulegur leikmað- ur erfitt með að átta sig á hvernig maður grunaður um jafn skelfileg brot hafi fengið að starfa óáreittur með börnum og stýra heimilum þar sem brotin börn eiga sitt skjól. DV hefur rætt við þolendur og ættingja sem og leitað svara hjá yf- irvöldum og stofnunum sem hafa bent á hvert annað. Lögreglustjóri hefur nú viðurkennt að alvarleg mistök hafi átt sér stað og að læra þurfi af þessu skelfilega máli. Ekki góður starfsmaður „Ég kærði hann árið 2013. Það sem var erfiðast voru fyrstu við- brögð dómsmálaráðherra og lög- reglustjóra. Það virtist sem enginn ætlaði að bera ábyrgð á þessu skelfilega máli.“ Móðir annars drengs sem kærði Guðmund sakar hann um að hafa gefið syni hennar svefn- lyf og síðan nauðgað honum. Seg- ir hún ofbeldið hafa staðið yfir í mörg ár. Móðirin segir: „Það er vont að verða vitni að því að fólk sé að tala um að hann hafi verið góður starfsmaður. Hann var ekki góður starfsmað- ur. Hann þóttist vera góður starfs- maður.“ Guðmundur Ellert hefur starf- að á skammtímaheimili fyr- ir unglinga í Breiðholti frá árinu 2010. Yfirmaður hans var Sigurð- ur Hólm Gunnarsson. Samkvæmt heimildum DV voru Guðmund- ur og Sigurður Hólm félagar eða í sama vinahóp á yngri árum. „Voru þið vinir áður en þú réðst hann í vinnu?“ „Nei, ég myndi ekki orða það þannig. Við vorum saman í FB,“ svarar Sigurður Hólm. „Við vor- um kunningjar þar, en ég var ekki í neinu sambandi við hann frá ár- inu 1997 þangað til ég hóf störf hjá Barnavernd 2010. Ég var ekki í neinu sambandi við hann á þessu þrettán ára tímabili,“ segir Sig- urður. Grunaði fólk ekki neitt? „Nei, ekki neitt,“ segir Sigurður. „Fólk er náttúr- lega í áfalli að hann skuli vera grunaður um þetta, það má segja að hér inn- andyra sé sorgarstemn- ing.“ Sigurður Hólm réð Guðmund í vinnu þegar heimilið í Breiðholti var opnað í breyttri mynd. Guðmundur hafði starfað á heimilinu sem hýsir brot- in börn og unglinga, sem eiga erfitt heima fyrir. Þá bjó Guðmundur með ung- lingunum og svaf í húsinu í viku í senn á móti annarri konu. „Þau bjuggu hér á meðan þau voru að vinna hérna og sváfu hérna eðlilega, einn á vakt, og héldu heimili hér. Svo var tekin ákvörðun af Barnavernd að breyta starfseminni, gera hana faglegri og víðtækari. Þá var aug- lýst eftir forstöðumanni til að taka við og móta þá starfsemi og ég var ráðinn til þeirra verka. Mitt fyrsta hlutverk var að auglýsa og ráða inn starfsfólk. Báðir starfsmennirnir sem voru að vinna hérna áður en þessu var breytt sóttu um, þar á meðal þessi maður.“ Var Guðmundur ráðinn og starfaði á heimilinu um árabil og svo síðar á öðru heimili. Í viðtali við Stöð 2 beygði Sigurður Hólm af þegar hann ræddi um málið. Lét lögreglu vita árið 2008 Þolandi Guðmundar kveðst hafa leitað til Stígamóta og sagt fólki þar á bæ sem og lögfræðingi sín- um að Guðmundur væri í vinnu með börnum. Þá hafi hann greint lögreglu frá því að þannig væri í pottinn búið. „Lögregla fékk að heyra þetta, hvort sem þeir finna það í skránni eða ekki. Systir mín lét Barna- vernd vita árið 2008, eða þegar ég trúði henni fyrir því ofbeldi sem ég var beittur. Þá var ég sjálfur á milli 19 og 20 ára.“ Árið 2009 veiktist ungi maður- inn af kvíða og þunglyndi. Hann ákvað að vinna í sínum málum og takast á við það sem hafði gerst í fortíðinni. Lokahnykkurinn var, eins og áður segir, að leggja fram kæru í þeirri von að ef fleiri myndu stíga fram þá væri möguleiki að stöðva Guðmund. Þrátt fyrir fleiri kærur og tilkynningar gerðist það ekki. „Það var erfitt skref að kæra þar sem við erum náfrændur. En mér tókst það og öðlaðist ró. Ég lauk námi og er nú í góðri vinnu þar sem ég á góða að. En eftir að málið blossaði upp í fjölmiðlum hrundi ég niður. Ég á góða vinnufélaga og vini sem standa eins og klettur við bakið á mér. Þá veitir fjölskyldan mér einnig mikinn stuðning.“ Ungi maðurinn leitaði sér að- stoðar hjá Stígamótum í vikunni til að styrkja sig eftir að málið kom upp á nýjan leik. „Hann brýtur á mér á heim- ili félagsþjónustunnar. Öll brotin eru á heimili félagsþjónustunn- ar í skjóli Reykjavíkurborgar,“ seg- ir maðurinn. Ofbeldið stóð yfir í mörg ár. Hann hefur ekki hitt önn- ur meint fórnarlömb mannsins. „Hann notaði engin lyf á mig. Hann þurfti þess ekki. Hann hafði fullkomið traust, hann var frændi minn.“ Lagður í einelti Guðmundur átti að sögn litla frænda hans erfiða æsku og var lagður í einelti í grunnskóla og menntaskóla. Var Guðmundi strítt vegna útlits hans. Hann var stór, rauðhærður, talinn skrítinn og með gleraugu. Sigurður Hólm, sem þekkti Guðmund á unglingsárum og kynntist honum aftur þegar hann réð hann í vinnu, lýsir Guðmundi sem rólegum, reglusömum manni sem drekki ekki áfengi. „Hann var rólegur og náði vel til krakkanna. Þetta eru alls kon- ar einstaklingar sem koma hingað inn og þau stundum kvarta undan starfsfólki. „Hann er leiðinlegur“... og eitthvað slíkt. Ég hef aldrei feng- ið slíka kvörtun gagnvart honum. Það töluðu margir um að hann væri skemmtilegur, biðu eftir því að hann kæmi á vakt. [...] Ég er bú- inn að vera í áfalli, þetta er svolítið eins og maður upplifir að einhver hafi dáið, skilurðu. Ég er að syrgja þennan mann sem ég er búinn að þekkja í mörg ár. Ef þetta reynist rétt þá er hann einhvern veginn horfinn og nýr einstaklingur blasir við sem að við þekktum ekki.“ Ef þetta reynist allt satt þá er Guðmundur búinn að misnota traust og blekkja til að ná fram því versta sem þekkist. „Ég er búinn að sveiflast mik- ið. Ég er búinn að vera í sjokki. Ég er búinn að vera reiður gagnvart honum, að hann skuli vera þessi maður, en svo er ég aðallega búinn að vera sorgmæddur, þetta er svo gríðarlega sorglegt. Ég finn gríðar- lega mikið til með þolendum hans og aðstandendum, þetta er svo hræðilegt.“ Þú sagðir við Stöð 2, eins og þú sagðir við mig, maður getur ímyndað sér að þolendur séu ósátt- ir við að honum sé lýst á svona já- kvæðan hátt. „Hafi hann gert þessa hluti þá er hann ekki sá maður sem við upp- lifðum hann vera, en ég er bara að lýsa því hvernig hann birtist okk- ur, samstarfsmönnum. Auðvitað er hann ekki þessi ljúfi góði mað- ur sem við þekktum, hafi hann gerst sekur um þetta, auðvitað ekki. En þetta er svona sem hann birtist okkur. Þetta er ömurlegt. Á tímabili hef ég brotnað niður og grátið yfir þessu. Þetta tekur svo á,“ segir Sigurður og bætir við: „Hann var kærður í ágúst og ég hafði ekki heyrt af því fyrr en daginn áður en hann var handtekinn. Ég bara „Hann notaði engin lyf á mig. Hann þurfti þess ekki. Hann hafði fullkomið traust, hann var frændi minn.“ Björn Þorfinnsson Ari Brynjólfsson Kristjón Kormákur Guðjónsson n Lögregla og Barnavernd harðlega gagnrýnd n Þolandi sagði honum að leita sér hjálpar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.