Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Qupperneq 22
22 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir Ó hætt er að segja að Sveinn Gestur Tryggvason, sem situr af sér dóm vegna and- láts Arnars Jónssonar Asp- ar, vandi Halldóri Vali Pálssyni, for- stöðumanni á Litla-Hrauni, ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni. Sveinn Gestur má ekki vera á netinu en virðist hafa komist í 4G-sam- band á Hólmsheiði þangað sem Halldór flutti Svein Gest nýverið. Sveinn Gestur segir forstöðumann- inn „tuskumenni“ og „heigul“. Lögðu niður störf Sveinn Gestur er sagður vera einn þeirra sem hafa mótmælt refsiað- gerðum Halldórs Vals einna há- værast. Fangar fóru nýverið í verk- fall, lögðu niður störf og hættu að mæta til náms, þar sem Halldór lokaði íþróttasalnum og takmark- aði heimsóknir barna. Það gerði Halldór vegna árásar þriggja fanga á 18 ára hælisleitanda. Er nú öllum föngum refsað fyrir ofbeldi hinna. Heimildir DV innan fangelsis- ins herma að sá atburður hafi ver- ið skrumskældur í fjölmiðlum. Pilturinn hafi verið laminn, ekki vegna þjóðernis hans heldur frem- ur vegna dólgsháttar hans við aðra fanga. Enn fremur hafi verið talað líkt og hálft fangelsið hafi átt þátt í árásinni meðan hið sanna sé að þrír menn hafi ráðist á piltinn. Föngum þyki því stórkostlega ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir þennan at- burð sem örfáir fangar áttu þátt í. Vildu ekki setja sig upp á móti Þeir sem hafa mótmælt þessu einna harðast eru Sveinn Gestur og Börkur Birgisson en hvorug- ur þeirra átti þátt í árásinni. Þeir eru sagðir hafa verið nokkurs kon- ar verkalýðsleiðtogar á Hraun- inu en hafi í kjölfarið verið flutt- ir á Hólmsheiði. Í Fréttablaðinu sagði að fangar þyrðu ekki öðru en að taka þátt í aðgerðum Barkar og Sveins Gests, þrátt fyrir að vilja mæta til vinnu eða í skóla. Væru fangar hræddir við að setja sig upp á móti Sveini og Berki sem eru dæmdir fyrir alvarleg ofbeldisbrot. „Tuskumenni og heigull“ Líkt og fyrr segir hjólar Sveinn Gestur í Halldór Val á Facebook og birtir af honum mynd. „Þetta er smámennið hann Halldór Valur Pálsson. Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fang- elsi fyrir slæma hegðun þriggja fanga. Halldór er tuskumenni og heigull. Halldór er búinn að láta flytja mig tvisvar sinnum á inn- an við viku. Fyrst tvístraði hann ganginum mínum og sendi mig og nokkra vini mína alla á sitthvorn ganginn. Síðan í dag sendi hann mig og einn þessara vina minna á Hólmsheiði. Það hefur enginn get- að gefið okkur nokkra útskýringu á þessum tilefnislausu flutningum, en það er samt ágætt að vera kom- inn hingað þar sem er svo gott 4g samband og auðvelt að komast í tölvu. Ef þið sjáið Halldór einhver- staðar, skilið þá kærri kveðju frá mér og þakkið honum fyrir flutn- inginn,“ skrifar Sveinn Gestur en vinurinn sem hann vísar til er Börkur Birgisson. Baldur og Trausti höfðu sig mest í frammi DV fjallaði um líkamsárásina gegn hælisleitandanum unga í síðustu viku. Fórnarlambið, Marokkói, var í haldi vegna ítrekaðra tilrauna til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutninga- skip. Hann var að spila körfubolta í íþróttahúsi fangelsisins þegar árásin átti sér stað. Heimildir DV herma að tveir fangar hafi haft sig mest í frammi, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson. Samkvæmt heimildum DV hafði ungi hælisleit- andinn átt í deilum við hóp fanga um nokkurt skeið. Gengu hótanir á víxl þar til upp úr sauð með hinum framangreinda voveiflega hætti. Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri. Hann hefur ítrekað ratað í fréttirnar fyrir átök við samfanga sína í gegnum árin. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir sem framd- ar voru með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla- Hrauni. n Sveinn Gestur og Börkur í verkalýðsbaráttu á Litla-Hrauni „Halldór er tusku- menni og heigull“ Sveinn Gestur Tryggvason laumast á netið og hraunar yfir forstöðumann Litla-Hrauns Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Uppreisnir á Hrauninu Neituðu að versla í sjoppunni Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá uppreisn fanga á Litla-Hrauni. Árið 2011 var greint frá því að ólga ríkti á Hrauninu vegna hás vöruverðs í sjoppunni í fangelsinu. Sögðu fangar, sem fengu vikulega matarpeninga, að vöruverð þar væri 20 prósentum hærra á Litla-Hrauni en á Kvíabryggju og öðrum fangelsum landsins. Hótaði Margrét Frímannsdóttir, þáverandi forstöðumaður Litla-Hrauns, að loka sjoppunni vegna mótmælanna. Ósáttir við skyndileit Árið 1993 fjallaði Tíminn um uppreisn fanga á Litla-Hrauni í kjölfar skyndileitar. Farið var í leitina vegna gruns um að einhver hluti fanga væri undir áhrifum lyfja sem ekki væru útgefin af fangelsislækni. Í kjölfar leitarinnar hófst eins konar uppreisn sem 40 fangar af 52 tóku þátt í. Óróleikinn ríkti í rúman sólarhring og voru alls átta fangar fjar- lægðir úr fangelsinu. Lögregla úr Reykjavík og frá Selfossi var í viðbragðsstöðu vegna málsins. Taka skal fram að á þessum tíma dvöldu allir fangarnir í sama rými og skipti þá engu þótt þeir ættu ólíkan afbrotaferil að baki. Börkur Birgisson Verkalýðsleiðtogi? „Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fangelsi fyrir slæma hegð- un þriggja fanga. Halldór er tuskumenni og heigull,“ skrifar Sveinn Gestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.