Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 26
26 sport Helgarblað 2. febrúar 2018 10 valkostir sem KSÍ gæti skoðað ef Heimir hættir Þ að eru líkur á að Heimir Hallgrímsson muni láta af störfum sem lands- liðsþjálfari Íslands eft- ir heimsmeistaramótið í Rúss- landi. Heimir hefur beðið KSÍ um að bíða með allar viðræð- ur um nýjan samning á meðan hann veltir hlutunum fyrir sér. Það er því ljóst að KSÍ þarf að byrja að velta hlutunum fyrir sér ef Heimir ákveður að kveðja eft- ir HM. Heimir tók við landsliðinu árið 2011 og var þá aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck en hefur frá 2013 stýrt liðinu, fyrst með Lagerbäck og síðan einn sem aðalþjálfari. Heimir hefur vakið mikla athygli sem þjálfari og því ljóst að mörg stærri lið hafa áhuga á að krækja í hann. Möguleiki er á að Heimir verði áfram en ef hann fer, hver á að taka við? Hér má sjá tíu valkosti sem gætu komið til greina. n Heimir Hallgrímsson hefur ekki ákveðið hvort hann vilji halda áfram með íslenska landsliðið eftir HM. KSÍ þarf að skoða aðra kosti á meðan. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Louis van Gaal Hollendingurinn knái hefur verið án starfs frá sumrinu 2016. Hann vill ekki binda sig of mikið og því gæti starf landsliðs- þjálfara heillað Van Gaal. Hann hafn- aði þjálfun belgíska landsliðsins því hann vildi halda launum sínum frá Manchester United. Blaðamannafundir með Van Gaal yrðu mikil skemmtun. Rúnar Kristinsson Einn af líklega tveimur íslensku þjálfurunum sem kæmu til greina í dag til að taka við landsliðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og hefur náð ágætis árangri sem þjálfari. Rúnar tók við KR í vetur og því er ekki líklegt að hann hoppi frá borði strax, það væri samt erfitt fyrir Rúnar að afþakka starf landsliðsþjálfara. Sven-Göran Eriksson Sænskur refur sem hefur séð allt í fótboltanum. Eriksson hefur þjálfað þrjú landslið en þekktastur er hann fyrir starf sitt með enska landsliðið. Eriksson hef- ur eytt síðustu árum í Kína en er án starfs núna og þyrfti að sætta sig við lægri laun en hann á að venjast. Helgi Kolviðsson Ekki líklegur kostur en Helgi þekkir liðið út og inn eftir samstarf sitt við Heimi síðasta eina og hálfa árið. Gott orð fer af Helga innan leikmannahóps liðsins en hann er skipulagður og góður að lesa andstæðinga sína. Þýski aginn sem er í blóði hans gæti hentað landsliðinu vel. Gary Neville Eftir að hafa verið aðstoðarþjálf- ari Englands í nokkur ár hefur Neville reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og ætti að koma inn með mikla reynslu til KSÍ. Neville hefur hins vegar sagt að hann sé ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að vinna aftur við þjálfun. Thierry Henry Langar mikið að fara á fullt í þjálfun og er í dag aðstoðar- þjálfari landsliðs Belgíu. Það gæti verið gott skref fyrir hann að taka við íslenska landsliðinu og sanna sig sem aðalþjálfari. Henry átti magnaðan feril sem leikmaður en hvort hann sé efni í góðan þjálfara á eftir að koma í ljós. Rene Meulensteen Kannski ekki þekktasti maðurinn í bransanum en Meulensteen hefur gríðarlega reynslu. Hann starf- aði sem aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson um nokkurt skeið og hefur síðan þá farið víða. Hann er sagður öflugur þjálfari og gæti verið góður kostur með íslenskan aðstoðarmann sér við hlið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.