Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir skil ekki hvernig það gat gerst. Það verður að rannsaka þetta og ég vil fá niðurstöður á þeirri rannsókn sem fyrst. Svo var hann víst kærð- ur 2013, ég frétti það líka daginn áður en hann var handtekinn. Þá var hann búinn að vinna hjá mér í fimm ár, kærður, án þess að ég vissi neitt. Svo er að koma í ljós að kvartað var undan honum og látið vita að hann væri að vinna með börnum fyrir árið 2010.“ Áður en þú réðst hann til vinnu? „Áður en ég réð hann í vinnu. Af hverju barst það ekki til mín? Það er eitthvað mikið að samskiptum lögreglu við aðrar stofnanir og það er eitthvað mikið að skráningum og verkferlum um hvernig svona skilaboð komast til skila.“ Sigurður beygir af og segir: „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef að hann hefur gert eitthvað hér á minni vakt ... og þú veist. Ef svo er þá hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir það ... Ef ég hefði bara fengið að vita um þessi mál.“ Bauð Guðmundi að komast hjá kæru Meintur þolandi bauð Guðmundi frænda sínum að komast hjá kæru en hann vildi ekki þiggja boðið. „Ég bauð frænda mínum, þegar ég kærði upphaflega og lét hann vita áður en ég kærði, þá sagði ég honum að ég vildi að hann leitaði sér hjálpar. Að hann myndi viður- kenna hvað hann hefði gert rangt,“ segir ungi maðurinn. „Ég hef alltaf sagt að ég yrði fyrsti maður til að fyrirgefa honum ef hann leitaði sér hjálpar við sínum vanda sem er víðtækur.“ Guðmundur Ellert er í sam- búð með konu sem er af erlendu bergi brotin. Hún á sex ára barn og gengur með barn Guðmund- ar undir belti, sem von er á í apr- íl. Samkvæmt heimildum hefur verið kannað hvort Guðmundur hafi brotið á fósturbarni sínu en ekkert virðist benda til þess. Mið- að við aldur meintra fórnarlamba Guðmundar virðist hann laðast að börnum frá 9 til 15 ára aldurs. Samkvæmt heimildum DV ávann Guðmundur sér vinsældir og traust barna með því að bjóða þeim í bíó, gefa þeim pitsu og nammi og leyfa þeim að spila alla flottustu tölvuleikina. Leituðu hjálpar hjá níðingnum Móðir pilts sem hefur kært Guð- mund og sakað hann um að byrla honum svefnlyf kveðst hafa látið tvo lögreglumenn vita um meint brot Guðmund- ar og að hann starfaði fyrir Barnavernd. Hún hafi fyrst leitað til Stígamóta og svo lögreglu árið 2015. „Ég gaf henni fullt nafn á syni mín- um og mannin- um og að maðurinn (Guðmundur) starf- aði með börnum. Ég spurði hvort hann hefði verið kærður áður en þau sögðust ekki geta sagt mér það. Ég veit núna að hann var kærður árið 2013,“ segir móðirin og bætir við: „Ég kynntist honum í gegnum fjölskylduvini og öllum líkaði vel við hann. Hann var með fullt af börnum í kringum sig og mann grunaði ekki neitt.“ Konan segir að þau hafi upp- haflega leitað til Guðmundar til að fá aðstoð fyrir son sinn þar sem honum gekk ekki vel í námi á þeim tíma. Guðmundur bauðst til að aðstoða með heimanám. „Okk- ur grunaði ekki að hann myndi beita barnið okkar ofbeldi. Hann var á áttunda ári þegar ofbeldið hófst. Þetta var árið 2004.“ Grunar að Guðmundur hafi tekið myndir „Þetta var mjög gróf misnotk- un, mjög gróf,“ segir móðirin en bætir við að drengurinn sé nú á góðu róli. Áður hafi þetta jafn- vel verið spurning upp á líf og dauða. „Hann er á góðri leið, strákurinn. Hann er svo jákvæð- ur. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en við erum bara sterk fyr- ir strákinn, það þýðir ekkert ann- að. Honum er ætlað stórt hlutverk, drengnum.“ Móðirin kveðst gruna að Guð- mundur hafi tekið myndir af hinu meinta ofbeldi. Kveðst dreng- urinn muna eftir flössum þegar hann lá lyfjaður og nánast út úr heiminum. „Okkar tilfinning er að það sé verið að fela eitthvað, einhver sem er í æðri stöðu. Ef hann er búinn að misnota börn í mörg ár, tekið myndir og kannski selt ljósmyndir, þá hlýtur hann að vera í einhverj- um hring. Það hlýtur bara að vera. Þú getur ekki selt svona hryllilegt efni, níð, nema að vera í hring. Ég vona bara að þeir hafi fundið nógu sterk sönnunargögn.“ Hvað viltu sjá breytast? „Barnavernd, það þarf að taka til þar. Mér finnst ótrúlegt að svona margir einstaklingar hafi verið hjá svona manni. Þeir afsaka sig alltaf. Eins og með lögregluna, það þarf að setja meira fjármagn til að fjölga starfsfólki.“ Málið til skoðunar hjá lögreglu Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar á Höfuðborgarsvæðinu, var ósáttur þegar DV leitaði svara vegna málsins. „Spörum okkur báðum tíma. Málin sem þú ert væntanlega að spyrja um eru til skoðunar hérna innanhúss. Meðal annars af minni beiðni. Það er afgreiðslan og við vonumst til að niðurstaða þess verði bara góð. Ég hef ákveðið að tjá mig ekkert við fjölmiðla á með- an sú skoðun fer fram.“ Rannsóknin á ... „Það er ekki rannsókn, þetta er bara skoðun sem er meðal annars gerð af minni beiðni.“ Sem varðar hvað? „Bara þetta mál sem þú ert væntanlega að spyrja um. Hvernig það er tilkomið og hver meðferðin hjá lögreglunni var.“ Hvort tilkynningar til lögreglu eigi að fara til Barnaverndar? „Bara meðferð málsins og af- greiðsla þess, frá því það barst til dagsins í dag, verði skoðuð.“ Eitt atriði sem er almenns eðl- is. Kemur geðheilbrigðisrannsókn lögreglunni við, er það dómari eða verjandi sem fer fram á slíkt? „Þetta lýtur að rannsókninni. Ég ætla ekki að svara því. Ég ætla ekki að tjá mig neitt.“ Rætt við alla skjólstæðinga Guðmundar Halldóra Dröfn Gunnarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að rætt verði við alla sem hafi verið skjólstæðingar Guðmundar. „Við munum ræða við þau öll og erum byrjuð á því. Það eru þessi innri viðbrögð við að tryggja að allir sem mögulega hafi ver- ið beittir ofbeldi á þessu tíma, á þessum stöðum þar sem við- komandi vann, hafi tækifæri til að koma áhyggjum sínum, líðan eða vitnisburði á framfæri og fengið á sínum forsendum leiðbeiningar og hjálp. Og vonandi komið mál- um sínum í farveg hjá lögreglu.“ Lögreglan hafði fengið tilkynn- ingar og kæru í ágúst, sagði lög- reglan aldrei neitt allan þennan tíma? „Nei. Það var ekki gert. Það kemur okkur að einhverju leyti á óvart, því við eigum í miklu og góðu samstarfi við lögregluna.“ Svo það sé alveg á hreinu, hef- ur Barnavernd fengið ábendingar um Guðmund Ellert? „Ég og mínir stjórnendur, hér hjá Barnavernd Reykjavík- ur, höfum aldrei fengið neinar ábendingar og ekki heldur hans yfirmaður, Sigurður Hólm. Ég ætla ekki, því ég veit að það er rætt um símtöl 2002 til 2008, ég geri bara ráð fyrir að þau símtöl hafi átt sér stað. Ég veit ekki við hvern eða í hvaða farveg þeim var komið á þeim tíma. Þáverandi yfirmaður mannsins er ekki á landinu núna og ekki starfandi hjá okkur núna. Við veltum við öllum steinum til þess að komast að því hvað var, hver hringdi í hvern hvenær og í hvaða farveg málin voru sett og svo hvað við getum gert til fram- tíðar þannig að ábendingar af þessu tagi falli aldrei milli skips og bryggju.“ Gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn yfir Guðmundi á að renna út í dag, föstudag, en fast- lega er búist við því að farið verði fram á áframhaldandi varðhald. n Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af „Þetta var mjög gróf misnotkun, mjög gróf „Þetta kemur allt á óvart“ Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur: „Í þessu máli virðast hafa verið svo mörg viðvörunarmerki sem hafa komið fram. Það er mjög sérstakt af hverju það hafi ekki verið tekið á þessu máli mikið fyrr. Þetta var komið upp á yfirborðið, þannig það er skrýtið hvernig þetta hefur farist fyrir. Ekki bara hjá lög- reglu heldur hjá þeim aðilum sem hann vinnur. Þessi brot virðast vera mörg samkvæmt réttargæslumanni. Maður áttar sig ekki á því hvernig þetta allt getur farið fram án þess að einhverjir aðilar á þessari stofnun eða kringum þetta hafi raunverulega gert eitthvað. Þetta kemur allt á óvart,“ segir Helgi Gunnlaugsson og bætir við að þessi brotaflokkur er mjög dulinn í samfélaginu og það sé mikið tabú í kringum hann. Helgi segir að mikil fordæming sé á kynferðisbrotum gegn börnum í okkar samfélagi. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem hafa þessar hneigðir komast ekki út með þessar tilfinningar. Það er ekki jákvætt fyrir samfélagið, geta raunverulega ekki tekist á við þær með aðstoð sérfræðinga því það er hægt að vinna á þessu, halda aftur á þessu. Það er sagt að það sé ekki hægt að lækna barnaníðinga, það er ýmislegt til í því. Það er ekki hægt að lækna en margt er hægt að gera. Það er hægt að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér. Þó þú hafir þessar tilhneigingar þá þarf ekki endilega að vera að þú brjótir af þér.“ Helgi tekur alkóhólisma sem dæmi og segir að þótt fólk sé alkóhólistar þá geti það oft haldið sjúkdómnum í skefjum. „Það er kannski ekki hægt að lækna alkóhólisma en það þarf ekki þar með að segja að þú þurfir að drekka. Það er hægt að draga úr því að menn brjóti af sér, það er hægt að koma í veg fyrir það [...] Ef [barnagirnd] kemur fljótt fram, í upphafi kynþroska og þegar menn eru ungir þá er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir þetta, eins og ráðgjöf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.