Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir ekki verið gripið inn í þarna þá væri ég ekki á lífi í dag. Það er bara ekk­ ert flóknara en það. Ég var búin að taka of stóran skammt nokkrum sinnum og lifði það alltaf af en ef ég hefði tekið of stóran skammt einu í sinni í viðbót þá er ég ekkert viss um að ég hefði verið það heppin.“ Hún segir ómetanlegt starf unnið á meðferðarheimilinu og því sé sorglegt að horfa upp á þær kringumstæður sem starfið er rek­ ið undir. „Þau sem koma að starfinu eru öll af vilja gerð til að hjálpa. Í des­ ember 2016 fór mér að líða illa og fékk þá að koma strax inn til þeirra og dvelja í viku. Ef ég hefði ekki fengið það hefði þetta getað end­ að illa. Það er ömurlegt að Sam­ hjálp þurfi að reiða sig á styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum til að geta haldið starfseminni uppi. Mér finnst mjög erfitt að skilja af hverju stofnanir sem eru að hjálpa fólki fá ekki meira fé frá ríkinu.“ Fíkillinn finnur alltaf leið Eins og gefur að skilja hefur Stef­ anía sterkar skoðanir á ráðagerð­ um ríkisins í málefnum fíkla. Hún segir lausnir ráðamanna þjóðar­ innar síst til þess fallnar að að taka á vandanum, þvert á móti hafi þær öfug áhrif. Í dag hafa allir lækn­ ar á Íslandi aðgang að lyfjagagna­ grunni Landlæknisembættisins þannig að erfiðara er fyrir einstak­ linga að fara á milli lækna og verða sér úti um sömu lyf á sama tíma. Erfiðarara er fyrir fíkla að verða sér úti um svokallað læknadóp. „Þetta er engin lausn. Það er eins og menn fatti ekki að fíkill hættir ekkert að vera fíkill þó að honum sé gert erfitt fyrir að fá efn­ in. Hann verður að fá efnin, sama hvað, hann finnur alltaf leið og svífst einskis. Þetta þýðir bara að það verður meiri harka í undir­ heimunum og fíklar ganga ennþá lengra og gera ennþá ljótari hluti til að redda efnum. Þetta þýðir að það kemur bara eitthvað annað efni í staðinn. Það gengur ekki að skrúfa fyrir dæluna og setja enga peninga í meðferðarkerfið í stað­ inn. Taka efnin af fíklunum en ekki gera neitt til að hjálpa þeim.“ Stefaníu er annt um að koma fólki í skilning um að að fíknin fer ekki í manngreinarálit. „Mér finnst svo sárt að heyra fólk tala um að það ætli sko ekki að láta sína skattpeninga fara í að halda uppi fíklum og aumingum. Þegar ég heyri til dæmis: „Af hverju hætta þau ekki bara?“ eða þegar einhver deyr og fólk segir að það sé bara einum fíklinum færra. Það er eins og fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir að þetta eru manneskjur sem er verið að tala um: dætur og synir, fólk sem á börn.“ Hún tekur undir að ef til vill vilji fæstir vita yfirhöfuð af vandanum. Fíklar eru ennþá óhreinu börnin hennar Evu. „Fólk sem hefur ekki ver­ ið þarna, það gerir sér enga grein fyrir hversu svartur og ógeðsleg­ ur þessi heimur er. Þú kannski sérð sprautufíkil á mynd en þú sérð aldrei allt sem er í gangi, alla þessa eymd. Þess vegna skil ég al­ veg að fólk geti ekki sett sig í þessi spor en það er samt ömurlegt að upplifa þessa fordóma og fáfræði í samfélaginu. Þó svo að umræð­ an sé vissulega komin lengra í dag en áður og skilningurinn meiri þá skína fordómarnir í gegn,“ seg­ ir hún og tekur sem dæmi að það sem af er ári hafa fimm einstak­ lingar látist vegna fíkninnar. „Ef að þessir fimm einstak­ lingar hefðu allir dáið í bílslysi þá efast ég ekki um að það væri allt vitlaust og umræðan miklu meiri. En það er eins og þessi umræða komist aldrei almennilega á flug. Kannski af því að fólk vill frekar loka augunum fyrir þessu. Fólk er svo vant að sjá þetta sem svartan blett á samfélaginu. 13. apríl næstkomandi fagn­ ar Stefanía tveggja ára edrúafmæli. Hún á í dag þrjú börn, en lítill drengur bættist við á síðasta ári. Eldri börnin tvö, sex ára og fjögurra ára, búa hjá föður sínum og koma reglulega í heimsókn til Fáskrúðs­ fjarðar þar sem Stefanía býr enn í dag, ásamt kærasta og yngsta synin­ um. Hún stefnir á að klára stúdent­ inn í fjarnámi en í framtíðinni vill hún nýta reynslu sína til góðs. Hana langar að geta forðað ungum krökk­ um frá því að leiðast út í neyslu. „Draumurinn er að hjálpa fólki, mig langar að hjálpa þeim sem eru í sömu stöðu og ég var í. Ég á ótrú­ lega fallegt líf í dag. Ég á ótrúlega gott bakland, fjölskyldu, kærasta, vini og kunningja sem hafa staðið við bakið á mér eins og klettar og þó svo að allir hafi lokað á mig á meðan ég var í neyslu þá voru allir tilbún­ ir með björgunarhringinn þegar ég loksins bað um hjálpina. Það er skrítið að hugsa til þess núna að fyr­ ir nokkrum árum átti ég ekkert, ég gekk um í fötum af vini mínum með bakpoka sem innihélt ekkert nema hleðslutækið af símanum mínum. Í dag á ég allt sem ég þarf.“ n V ið pabbi hennar erum kunningjar og hann hafði samband við mig. Hún hafði látið vita að hún væri búin að gefast upp og hann vantaði einhvern sem gæti nálgast hana og komið henni í skjól. Ég fór og sótti hana í iðnað­ arhverfi í Hafnarfirði, hún kom út, með stór dökk sólgleraugu á andlitinu og föggur sínar í einhverj­ um poka. Hún var glorsoltin og spurði ég hana hvað hún vildi borða. Fór með hana á KFC og pantaði það sem hún vildi, man ekki hvað það var reyndar. Hún borðaði þetta hratt og örugglega og síðan fór ég með hana á stað þar sem hún hefði skjól þá nóttina. Pabbi hennar var lagður af stað frá Austfjörðum til að sækja hana, akandi. Ég var nú ekki alveg bjart­ sýnn á að hún yrði þar þegar hann kæmi en hún var það og hefur staðið sig frábærlega síðan. Ég veit að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að takast á við fráhvörfin og afeitrunina fyr­ ir austan en hún á góða að. Hún var djúpt sokk­ in og ég hef rifjað það upp með henni síðar, að ég hafði fengið hana við hliðina á mér á stolnum bíl, ég var þá með ungling í stroki í bílnum. Ég fór á eftir henni, krókaleiðir upp frá Vífilsstöðum og þar til merktur lögreglubíll kom og stoppaði þau ofan við Kópavog. Unglingurinn sem var í bílnum hjá mér setti hettuna yfir hausinn, fannst það ekki spennandi að vera í „eftirför“ og það yrði örugg­ lega haldið að hann hefði sagt til. Tilviljunin var hins vegar sú að þegar tilkynnt var um stolinn bíl í fjarskiptum og lýsing gefin, þá var ég að aka fyr­ ir aftan bílinn. Stefanía mundi svo sem ekki eftir þessu en sendi mér svo skjáskot þegar hún var á leið í dóm, þar sem hún hélt á skýrslu með nafn­ inu mínu á ... og sagði ... „Þessi Guðmundur.“ Guðmundur hefur síðustu árin komið hundr­ uðum ungmenna til bjargar og í mörgum tilfellum hefur tekist að beina einstaklingum á rétta braut. „Það er bara svo gefandi að fá að sinna þessu og þá fær maður áhuga og heldur honum. Vissu­ lega sé ég oft árangur, sem betur fer. Stefanía er reyndar utan míns aldurshóps en ég vinn með ungmennin upp að 18 ára aldri. Hún er aftur á móti ekki sú eina sem ég hef komið að því að ná sér út úr svona rugli. Það er að segja þegar maður sér einhvern í vanda, lætur vita að maður sé tilbú­ inn og viðkomandi er tilbúinn að þiggja aðstoð­ ina,“ segir Guðmundur og rifjar upp dæmi. „Önn­ ur stelpa, sem er rétt rúmlega tvítug, sem var orðin hluti af útigangsmönnum miðborgar. Hún er búin að standa sig vel nú í eitt og hálft ár, ef ég man rétt. Ég nálgaðist hana í rólegheitum og á endanum bað hún um hjálp. Baklandið hennar var kannski ekki eins sterkt og hjá Stefaníu. En það hafðist. Svo eru það einstaklingarnir sem hafa verið grátandi í bílnum hjá mér og spurt af hverju ekki hefði verið eitthvert svona verkefni í gangi þegar þau voru yngri, þá væru þau kannski ekki í þeirri stöðu í dag sem þau eru í. Einn pilturinn tók sig á í framhaldi, með nánast ekkert bakland, og hefur staðið sig vel. Það tekur vissulega langan tíma að ná sér í eðlilegan farveg, það þarf að vinna úr svo mörgu. Ég hitti hann annað slagið og hann kemur alltaf og heilsar.“ Man vel eftir Stefaníu Guðmundur Fylkisson varðstjóri man vel eftir að hafa sótt Stefaníu þennan örlagaríka dag í apríl 2016. Stöðugt skorið niður Framlög ríkisins til SÁÁ koma til með minnka um 13 prósent á næstu tveimur árum líkt og fram kemur í Fjár- lögum árins 2018. Ákvörðunin kallar á sparnað upp á 70 milljónir á þessu ári. Í síðasta mánuði var greint frá því að undirbúningur væri hafinn vegna lokunar á göngudeild SÁÁ á Akureyri. Lokun göngudeildarinnar er hluti af 100 milljóna niðurskurðsáætlun sem sam- tökin starfa nú eftir að SÁÁ hóf rekstur göngudeildar á Akureyri í byrjun árs 1993 og hefur deildin sinnt ráðgjöf og grein- ingu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi síðan. Í tilkynningu kemur fram að engin framlög hafi komið frá ríkinu til göngudeildarstarfsemi SÁÁ undanfarin þrjú ár. Levý Traustason, fram- kvæmdastjóri Samhjálpar, sagði í viðtali við síðdegisútvarpið á Útvarpi Sögu í fyrrasumar að erfitt væri reka meðferðarstarf í Hlaðgerðarkoti þegar framlögin til starfsins væru háð duttlunum stjórnmálamanna. Allt kapp væri þó lagt á að hjálpa öllum þeim sem leita að aðstoð. „Við erum að reyna að vinna að því að fá samning við ríkið, það er dap- urlegt og erfitt að reka svona úrræði sem Hlaðgerðarkot er og fá að vita kannski 21. desember hvað við fáum mikið á fjárlögum því það er bara happa og glappa hvort sitjandi ríkisstjórn er hlynnt þessu eða ekki.“ „Um leið og þú byrjar að sprauta þig þá hverfur allt siðferði. Sjálfsvirðingin fýkur út um gluggann. Á góðum stað Stefanía vill nýta reynslu sína til góðs. Hún vill forða ungum krökkum frá því að leiðast út í neyslu. mynd Jónína G. óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.