Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 35
FermingarHelgarblað 2. febrúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp GrillvaGninn í ferminGarveisluna Vinsælast hjá okkur í dag er heilgrillað lambalæri og grill-aður kjúklingur. með þessu eru gjarnan ostagratín-kartöflur, salat með fetaosti, bernaise-sósa og rauð- vínssósa,“ segir svanur Hafsteins- son, eigandi Grillvagnsins, sem hefur boðið upp á veisluþjónustu síðan árið 1990. „allur undirbúningur fer fram í stóreldhúsi okkar í mosfellsbæ, ekið er á veislustaðinn og klárað að elda í bílunum sem búnir eru fullkomnu eldhúsi.“ starfsemin hófst með einum grillvagni en í dag hefur fyrirtækið yfir að ráða sjö misstórum grillbílum og tveimur grillvögnum, og veitir ekki af. „Þegar mest er að gera í ferm- ingunum náum við að taka 10–12 veislur á dag með þessum flota enda eru veislurnar ekki allar á sama tíma sem betur fer,“ segir svanur. Hann segir marga eiga erfitt með að trúa því að Grillvagninn bruni í hlað um hávetur og menn taki til við að grilla lamb úti í kuldanum en þetta er í boði í öllum veðrum. „síðan förum við inn í hús og setj- um upp borð þar sem við afgreiðum matinn en við komum alltaf með kokka í veisluna. Það setur skemmti- legan brag á veisluna og fólk hefur líka gaman af að sjá grillbílinn fyrir utan og okkur að störfum þar,“ segir svanur. Úrvalið er fjölbreytt en áherslan er á kjötrétti. „í seinni tíð eru ham- borgaraveislur orðnar mjög vinsælar í fermingum. Það er líka í boði að bæta við kjúklingalundum á spjóti og sumir vilja líka grillaðar pylsur með.“ Grillvagninn kappkostar að hafa eingöngu úrvalshráefni í hamborg- urunum og öllum öðrum mat. „maður lærði það fljótt í þessum bransa að það margborgar sig að hafa topp- hráefni.“ Lamb og purusteik fyrir austan fjall „sum fermingarbörn kjósa að hafa nautalundir í veislunni sinni og það er auðvitað rosalega flott þó að það kosti sitt. Þá eru bakaðar kartöflur, bernaisesósa og piparsósa. eldra fólkið, þeir sem komnir eru yfir sjötugt, vilja hins vegar oftar en ekki bara lamb.“ Grillvagninn þjónustar landsbyggð- ina líka og segir svanur að matar- smekkur sé dálítið breytilegur eftir landsvæðum. „ef við keyrum austur fyrir fjall er það yfirleitt alltaf lamb eða purusteik. Það er alveg magn- að hvernig þetta breytist um leið og maður er kominn yfir Ölfusbrúna, þar er fólk lítið í fuglakjötinu.“ Grillvagninn býður líka upp á kalkún og margir velja saman lambalæri og kalkúnabringur í veisluna sína. „við komum með alla diska og hnífapör rúlluð inn í hvíta servíettu og tökum allt óhreint með okkur. Það er því ekkert uppvask eftir veisluna og mörgum þykir afskaplega þægilegt að losna við það,“ segir svanur. Nánari upplýsingar eru á vefsíð- unni grillvagninn.is. Tekið er á móti fyrirspurnum og pöntunum í síma 898 3189 og á netfanginu grillvagn- inn@grillvagninn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.