Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 23
Helgarblað 2. febrúar 2018 fréttir 23 Þ orsteinn Halldórsson situr í gæsluvarðhaldi grun- aður um hrottalegt kyn- ferðisofbeldi gegn ung- lingspilti. Þorsteinn sætti áður nálgunarbanni gagnvart öðrum pilti vegna gruns um kynferðis- brot og áreiti. Í gæsluvarðhalds- úrskurði yfir Þorsteini kemur fram að pilturinn segi hann hafa borið fíkniefni í sig með þeim afleiðingum að hann var nán- ast meðvitundarlaus í viku. Þor- steinn er formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil og þá hef- ur hann starfað á Sjónvarpsstöð- inni Hringbraut þar sem hann stýrði þáttum um klassíska tón- list. Þorsteinn hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 16. febrúar næstkomandi en aðal- meðferð í málinu fer fram mánu- daginn 5. febrúar. Í því máli er Þorsteinn sakaður um að hafa brotið ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófst meint brot þegar drengurinn var fimmtán ára. Þorsteinn er sakaður um að hafa gefið piltinum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína gagnvart honum til að hafa við sig samræði og önnur kynferðis- mök. Þá á Þorsteinn að hafa tek- ið klámmyndir af piltinum og geymt í læstri möppu í farsíma sínum. Sjálfstæðisflokkurinn og klassísk tónlist Þorsteinn hefur unnið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á undanförnum árum. Eftir því sem DV kemst næst hefur hann verið formaður fyrrnefnds félags í Kópavogi frá aldamótum. Til marks um það skrifaði hann innsenda grein árið 2001 í Morgunblaðið þar sem hann kom Árna Johnsen til varn- ar og titlaði sig formann Baldurs. Hann er enn skráður sem for- maður félagsins á vef Sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Þorsteinn hefur verið tíður gestur á ýmsum viðburðum Sjálfstæðismanna en sumir muna ef til vill eftir Þor- steini af sjónvarpsskjánum en hann stýrði um hríð þættinum Eðaltónar á Hringbraut þar sem fjallað var um klassíska tónlist. Lögregla vitni að týndri viku Mál Þorsteins hefur vakið upp mikinn óhug, ekki síst þar sem lögreglu var tilkynnt þann 9. jan- úar að Þorsteinn væri í fylgd með piltinum. Fylgdi sögunni að Þor- steinn væri ákærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn piltinum. Lög- regla fór á vettvang og bókaði að Þorsteinn hafi verið flóttaleg- ur og reynt að fela sig. Lögreglu- menn náðu þó tali af piltinum sem var í mjög annarlegu ástandi og sagði hann að þeir væru vinir. Tveimur dögum síðar er pilturinn sagður hafa rankað við sér sárkvalinn eftir margra daga rænuleysi og náð að kalla á hjálp. Lögregla varð með öðrum orðum vitni að því að drengurinn væri týndur í viku en ekki var gripið til aðgerða. Grímur Grímsson yfir- lögregluþjónn sagði í samtali við RÚV að lögregla hafi talið sig ekk- ert geta aðhafst þar sem piltur- inn væri sjálfráða. Þorsteinn var handtekinn og svo færður í gæslu- varðhald eftir að pilturinn náði að flýja úr aðstæðunum. Xanax og gras Rétt er að undirstrika að ákæra gegn Þorsteini snýr að meintum brotum hans undanfarin ár gegn piltinum en ekki því sem gerðist í upphafi þessa árs. Pilturinn seg- ir að þann 6. janúar síðastliðinn hafi hann hitt Þorstein og taldi allar líkur á því að Þorsteinn hafi haft samband við hann. Piltur- inn sagðist hafa verið í vímu og að Þorsteinn hafi keypt handa honum Xanax og gras eftir að þeir hittust. Því næst man pilturinn lítið hvað gerðist vegna lyfjamóks en sagðist muna eftir því að hafa verið á hóteli og hafa séð andlit Þorsteins í litum. Hann sagðist hafa sent móður sinni skilaboð á Snapchat um að sækja sig eft- ir að Þorsteinn sagði honum að þeir hafi stundað kynlíf en hann mundi ekki eftir því og hafi því verið rænulaus meðan á því stóð. Vikan „eins og ein mínúta“ Pilturinn sagði að Þorsteinn hefði beðið hann um að falla frá mál- inu sem hann hafi verið ákærð- ur fyrir. „Brotaþoli hafi sagt að hann hefði verið nánast með- vitundarlaus í viku og dagarnir hefðu bara týnst hjá honum og í raun hafi þetta verið bara eins og ein mínúta. Brotaþoli kvaðst ekki bera neinar tilfinningar til kærða og hafi aðeins sótt í hann vegna vímuefnafíknar sinnar,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði. Við skýrslutöku bar Þorsteinn fyrir sig að hann og pilturinn væru raunar kærustupar. Hann sagði að þeir hefðu stundað mök í um sex skipti að frumkvæði pilts- ins. „Kvað hann kynlífið hafa far- ið fram með rólegum og ljúfum hætti,“ segir í dómi en Þorsteinn er grunaður um hrottalegt kyn- ferðisofbeldi eins og áður segir. Einnig er Þorsteinn grunaður um kynferðisbrot gegn öðrum pilti. n Grunaður um hrotta- leGt kynferðisofbeldi n Þorsteinn Halldórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn einum pilti og í rannsókn vegna annars n Sendi móður sinni skilaboð á Snapchat Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Brotaþoli hafi sagt að hann hefði verið nánast meðvit- undarlaus í viku og dagarnir hefðu bara týnst hjá honum og í raun hafi þetta verið bara eins og ein mínúta Skilaboð á Snapchat Drengurinn sendi móður sinni skilaboð og b að hana að sækja sig. Í gæsluvarðhaldi Þorsteinn bar fyrir sig að hann og pilturinn væru raunar kærustupar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.