Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 47
sakamál 47Helgarblað 2. febrúar 2018 myrtar. Margar hugsanlega konur sem hann hitti á bar og tók mynd- ir af.“ Hvað sem þessu líður þá gaf Bill aldrei nokkrar upplýsingar um önnur fórnarlömb en Shari og Tracey og var dæmdur fyrir morð á þeim. Árið 1998 hætti Bill við að áfrýja dómnum og sagði að dvölin í San Quentin væri orðin óbærileg. Viðurnefnið Bill, sem hafði ekki haft lög- fræðing á sínum snærum í tíu ár, réð lögfræðing og fól honum að flýta yfirvofandi aftöku. Um sama leyti byrjaði hann að yrkja um líf- ið í San Quentin og fékk í fjölmiðl- um viðurnefnið Dauðadeildar- skáldið. Lögfræðingur Bills, Darlene Ricker, var spurð hvað Bill myndi segja um endurnýj- aðan áhuga lögreglunnar á máli hans. Darlene sagði að myndirn- ar hefðu verið til í 20 ár og engin leynd hvílt yfir þeim. „Ég er sann- færð um að Bill mundi segja: „Maðurinn var ljósmyndari. Vá, ótrúlegt að þeir skyldu finna ljós- myndir í eigu hans.“ Fékk krabbamein og lést Nokkrum dögum fyrir áform- aða aftöku virðist sem á Bill hafi runnið tvær grímur. Hann lýsti sig saklausan af öllu sem honum hafði verið gefið að sök og vildi að aftökunni yrði frestað. Bill varð greinilega að ósk sinni því hann var aldrei tekinn af lífi. Hann fékk krabbamein og maðurinn með ljáinn sótti hann 10. mars 2008. n Með eiginkonu og barni William Bradford með eiginkonu sinni, Cindy, og nýfæddu barni þeirra. Bradford var síðar dæmdur fyrir morðin. Harmleikurinn á Suðurgötunni Lyfjafræðingurinn Sigurður Magnússon varð sér, eiginkonu sinni og þremur börnum að bana F yrir bitur örlög er öll þessi myndarlega fjölskylda kvödd samtímis,“ sagði í minningar- grein í Morgunblaðinu um lyfjafræðinginn Sigurð Magnússon. Sigurði var lýst sem hlédrægum, gáfuðum og vinsælum einstaklingi sem þó endaði ævi sína – og fjöl- skyldu sinnar – á skelfilegan hátt á Suðurgötunni í Reykjavík einn vetr- ardag í febrúar 1953. Lá enn í rúmi sínu Fjölskyldan var búsett í Dillons- húsi á Suðurgötu 2 en um þetta leyti starfaði Sigurður, sem var 35 ára, sem lyfjafræðingur í Reykja- víkur Apóteki. Kona hans, Hulda Karen Larsen, var 32 ára og börn þeirra þrjú, Magnús 6 ára, Sigríður 4 ára og Ingibjörg 3 ára. Á heimil- inu bjó einnig systir Huldu Karen- ar, Ásdís að nafni, og hafði hún far- ið til vinnu um níu leytið þennan örlagadag. Um það leyti var Hulda að gera sig klára fyrir daginn; börnin voru að klæða sig en Sig- urður lá enn í rúmi sínu. Allir látnir Nokkrum klukkustundum síðar, eða í hádeginu, kom móðir Huldu inn í húsið og blasti þá við henni hryllileg sjón. Allir í þessari ungu og fallegu fjölskyldu voru látn- ir. Rannsókn lögreglu hófst strax og fljótlega beindist grunur lög- reglu að því að fjölskyldan; Sig- urður, Hulda og börn þeirra þrjú, hefðu látist af völdum eitrunar. Á náttborði Sigurðar fannst glas sem merkt var eitur og bréf sem hann hafði skrifað. Í frétt Alþýðu- blaðsins, daginn eftir þennan vo- veiflega atburð, var vísað í bréf sem sakadómari lét blaðið hafa. Um bréfið sem Sigurður skildi eftir sig segir meðal annars: „Á náttborði húsbóndans var glas merkt: Eitur, og bréf hafði hann látið eftir sig til Ásdísar þar sem hann skýrir frá því að hann, sem undanfarið hefur verið meira og minna sjúkur, hafi í örviln- an náð í eitur, sem hann hafi gef- ið þeim öllum og verði þau dáin þegar að þeim verði komið. Kveðst hann ekki geta skilið börnin og konuna eftir.“ Lágu hlið við hlið í fötunum Í umfjöllun Alþýðublaðsins kom fram að móðir Huldu, sem búsett var í Ytri-Njarðvík, hafi komið að fjölskyldunni í hjónarúminu þar sem fimmmenningarnir lágu hlið við hlið í fötum. „Þykir ekki fara á milli mála, að öll hafi þau látizt mjög fljótlega af völdum eitursins. Hins vegar var ekki vitað, hvaða eitur- tegund hafi verið um að ræða.“ Síð- ar kom í ljós að eitrið í flöskunni var kamfórublanda sem einnig inni- hélt blásýru. Var talið fullvíst að Sig- urður hefði fengið lyfin í tengslum við vinnu sína sem lyfjafræðingur. Af þeim sökum var talið fullvíst að hann hefði skipulagt ódæðið. Það, hvað varð til þess að ung- ur maður í blóma lífsins ákvað að svipta sig lífi og drepa fjölskyldu sína í leiðinni, var tilefni til vanga- veltna á sínum tíma. Sigurður var fæddur árið 1918, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og lokaprófi í lyfjafræði frá Philadelphiu árið 1943. Ári síðar var hann ráðinn til starfa í Reykjavíkur Apótek þar sem hann starfaði allt til dauðadags. Þjáðist af heilabólgu Í bókinni Ísland í aldanna rás seg- ir að svo virðist sem Sigurður hafði þjáðst af heilabólgu, sjúkdómi sem orsakast yfirleitt af veirusýkingu. Sjúkdómnum getur fylgt mjög slæmur höfuðverkur, hnakka- stífleiki, hiti og minnkuð meðvit- und. Í dag er hægt að eiga við sjúk- dóminn með því að gefa veirulyf í æð en á þessum árum var erfiðara að fá meina sinna bót – og virð- ist sjúkdómurinn hafa lagst þungt á Sigurð. Í umfjöllun bókarinnar, sem Morgunblaðið vitnaði til í um- fjöllun sinni, fyrir nokkrum árum, kemur fram að heilabólga geti í sumum tilfellum leitt til geðrænna kvilla. Hvað nákvæmlega amaði að Sigurði er ekki að fullu vitað; hvort hann hafi glímt við geðræn veik- indi, óháð heilabólgunni, eða ekki. Hann hafði þó dvalið á sjúkrahúsi um nokkra hríð áður en hann lést og af lýsingum á þessum tíma má ætla að hann hafi þjáðst af alvar- legu þunglyndi. Þannig var jafn- vel talið nauðsynlegt að lögreglu- maður vekti yfir honum svo hann yrði ekki sjálfum sér og öðrum að skaða. Eftir sjúkrahússleguna virt- ist Sigurður vera að komast yfir veikindin. Ein minningargrein birtist um Sigurð í Morgunblaðinu þann 4. mars árið 1953 og var hún merkt ónefndum starfsbróður hans. Í greininni sagði meðal annars að hann hefði verið einarður í skoðunum, kíminn og það hafi átt sinn þátt í vinsældum hans með- al samstarfsfólks. „Hann fékk lyf- söluleyfi fyrir tveimur árum, en gat ekki hagnýtt sér það vegna veikinda. Og nú, þegar ættingj- ar og vinir þóttust sjá fram á fulla heilsu – þá er hann farinn. Það er mikill mannskaði að mönnum eins og Sigurði Magnússyni.“ n Sorglegur atburður Sigurður var 35 ára þegar hann ákvað að svipta sig, eiginkonu sína og þrjú börn lífi. Minningargrein Hér má sjá stutta minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu um Sigurð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.