Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 19
Helgarblað 2. febrúar 2018 fréttir 19 Lögfræðingarnir sem þú vilt fá þér ef þú ert í vandræðum Fjöldi % Soffía Jónsdóttir 18 94% Kristbjörg Stephensen 16 94% Gizur Bergsteinsson 14 89% Stefán A. Svensson 27 81% Heiðar Örn Stefánsson 14 71% Árni Ármann Árnason 15 70% Björn L. Bergsson 16 66% Einar Karl Hallvarðsson 31 58% Ólafur Örn Svansson 19 58% Andri Árnason 18 56% Jóhannes Bjarni Björnsson 16 50% Guðjón Ármannsson 21 45% Sigurbjörn Þorbergsson 16 44% Ragnar Aðalsteinsson 14 43% Sigurður G. Guðjónsson 27 33% Hjörleifur B. Kvaran 19 32% Reimar Pétursson 24 31% Tómas Jónsson 16 31% Daníel Isebarn Ágústsson 16 29% Steingrímur Þormóðsson 17 29% n DV tekur út árangur lögmanna fyrir Hæstarétti n Konur fáar en sannfærandi n Einstaklingar eiga erfitt uppdráttar fyllilega sanngjörn enda mæta lögmenn fyrir dóminn með mis- góðan málatilbúnað. Þá gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að það skiptir máli hver sé um- bjóðandinn. Þannig sést vel að ríkinu og bönkum vegnar yfirleitt vel fyrir Hæstarétti en einstak- lingar eiga þar undir högg að sækja. Litlar breytingar í sakamálum síðustu árin n Um einn af hverjum tíu sýknaðir að jafnaði n Fangelsisdómar að meðaltali 16 mánuðir D V kannaði nánar niðurstöð- ur áfrýjaðra sakamála fyrir Hæstarétti á síðustu þrem- ur árum og komst að því að í þeim málaflokki hefur lítið breyst. Fyrr hefur verið nefnt að dóm- um í áfrýjuðum sakamálum fækk- aði umtalsvert á milli áranna 2017 og 2016, þeir voru 92 árið 2016 en fækkaði niður í 66 árið 2017, og hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Hlutfallslega hafa niðurstöð- ur málanna hins vegar haldist mjög svipaðar síðustu þrjú árin. Eins og fyrri ár var oftast sakfellt fyrir kynferðisbrot og líkamsárásir árið 2017 en þeim málum fækkaði þó hlutfallslega nokkuð frá árinu 2016. Þyngd fangelsisdóma hefur einnig haldist stöðug síðustu þrjú árin en að meðaltali þurftu sakfelld- ir einstaklingar að þola 16 mánaða dóm árið 2017, 13 mánuði ef tekið er tillit til skilorðsbundinna dóma. Rúmlega 1 af hverjum 10 sýknaðir Almennt er það svo í sakamálum að líkur standa til að hinn ákærði verði sakfelldur enda skal ákæruvaldið fylgja þeirri meginreglu að leggja aðeins fram ákæru ef það telur meiri líkur en minni á að sakfelling náist fram. Af þeim sökum meðal annars snúast störf lögmanna í sakamálum oft um að ná fram sem vægastri refs- ingu fyrir hinn ákærða fremur en að krefjast eða berjast fyrir sýknu. Stundum er þó tilefni fyrir hina ákærðu að krefjast sýknu og sé tekið mið af niðurstöðum dóma Hæstaréttar síðustu árin tekst rúm- lega einum af hverjum tíu að knýja fram sýknu fyrir réttinum. Eins og sést í töflu hér á síðunni hefur það hlutfall haldist nokkuð jafnt síð- ustu þrjú ár. Á þessu tímabili hefur Hæstiréttur oftast sýknað í málum varðandi kynferðisbrot (8 mál) en þar á eftir koma umferðarlagabrot (6 mál) og líkamsárásir (5 mál). Frelsarinn Kristján Stefánsson Alls hafa 42 einstaklingar verið sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti síðustu þrjú árin. Verjendur þeirra voru 33 talsins og því hefur sumum lögmönnum auðnast að ná fram sýknu oftar en einu sinni á þessu tímabili. Lög- maðurinn Kristján Stefánsson hef- ur verið þar fremstur í flokki með 5 sýknudóma á ferilskránni. Sá ár- angur lítur enn betur út þegar litið er til þess að Kristján flutti alls 15 sakamál fyrir Hæstarétti á þessu tímabili og náði því fram sýknu í þriðja hverju máli. Rétt er að árétta að þessi úttekt einskorðast við þau sakamál sem hafa ratað fyrir Hæstarétt en utan þeirra er aragrúi sakamála sem hafa verið dæmd í héraðsdómi og ekki verið áfrýjað. Úttektin sýnir því ekki heildarmynd af sakamálum almennt, til dæmis varðandi hvers eðlis málin almennt eru, hversu þungar refsingar eru dæmdar að jafnaði eða hversu oft ákærðir eru sýknaðir. Úttektin varpar aðeins ljósi á hvaða viðfangsefnum hef- ur verið beint til Hæstiréttar að glíma við á þessu sviði síðustu árin og einnig hvað tölfræðin og sagan segir okkur um hversu líklegt er að ákærðir hljóti náð fyrir dómurum Hæstaréttar, skyldu þeir áfrýja mál- um til réttarins. Allar upplýsingar og tölur sem koma fram í þessari úttekt voru sóttar og safnað saman af heimasíðu Hæstaréttar. Þau brot sem oftast var sakfellt fyrir í Hæstarétti árin 2015–2017 Brot Fjöldi Hlutfall Kynferðisbrot 38 19% Líkamsárás 38 19% Umferðarlagabrot 18 9% Fíkniefnalagabrot 11 5% Brot gegn valdstjórninni 9 4% Umboðssvik/markaðsmisnotkun 9 4% Skattalagabrot 8 4% Þjófnaður 8 4% Hafa náð fram sýknu í tveimur málum eða fleiri árin 2015–2017 Lögmaður Sýknur Kristján Stefánsson 5 Björgvin Jónsson 2 Guðmundur Ágústsson 2 Jón Egilsson 2 Sveinn Andri Sveinsson 2 Þorsteinn Einarsson 2 Niðurstöður áfrýjaðra sakamála 2015–2017 2015 2016 2017 Öll árin 103 mál 92 mál 66 mál 261 mál 78 sakfellingar (76%) 71 sakfelling (77%) 50 sakfellingar (76%) 199 sakfellingar (76%) 12 sýknudómar (12%) 9 sýknudómar (10%) 8 sýknudómar (12%) 29 sýknudómar (11%) 13 ómerkingar (13%) 8 ómerkingar (9%) 8 ómerkingar (12%) 29 ómerkingar (11%) 4 sekt/sýkna (4%*) 4 sekt/sýkna (2%) *Tilfelli þar sem ákærðu voru fleiri en einn og sumir voru sýknaðir en aðrir sakfelldir Fangelsisrefsingar samkvæmt dómum 2015–2017 Ár Mánuðir Skilorðsbundnir Fjöldi sakfelldra Meðalrefsing Með skilorði 2015 1598 244 90 18 mánuðir 15 mánuðir 2016 1751 352 106 17 mánuðir 13 mánuðir 2017 918 151 57 16 mánuðir 13 mánuðir Fjöldi mála og vinningshlutfall lögmanna 2015–2017 Ríkið og ríkisstofnanir Reykjavík og barnaverndarnefnd Reykjavíkur Ríkið, Samkeppnis- eftirlitið, Íbúðalánasjóður Bankar VÍS, fyrirtæki Lýsing Vörður Ríkið Landsbankinn, fyrir- tæki og einstaklingar Landsbankinn Fyrirtæki og einstaklingar Einstaklingar, fyrirtæki, Sjóvá Einstaklingar Fyrirtæki og einstaklingar TM, fyrirtæki og einstaklingar Fyrirtæki og einstaklingar Einstaklingar og fyrirtæki Einstaklingar og fyrirtæki Einstaklingar LÍN og fyrirtæki Helstu umbjóðendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.